Flúði til Íslands með dætur sínar þrjár Andri Ólafsson skrifar 16. september 2013 07:00 Í Kaupmannahöfn. Ekki liggur fyrir hvernig konan koma dætrum sínum heim til Íslands frá Danmörku. Nordicphotos/AFP Danskur þriggja barna faðir hefur kært íslenska barnsmóður sína til lögreglunnar í Danmörku, en hann hefur grun um að konan hafi numið dætur þeirra þrjár á brott og farið með þær til Íslands í leyfisleysi. Hann hefur ekkert heyrt frá börnunum í margar vikur. Faðirinn hefur fullt forræði yfir börnunum en móðirin aðeins umgengnisrétt. Það fyrirkomulag er niðurstaða áralangra forræðisdeilna fyrir dómstólum sem hafa verið afar harðvítugar, ekki síst vegna ásakana konunnar um að maðurinn hafi beitt sig og börnin ofbeldi. Maðurinn neitar þeim ásökunum. Samkvæmt heimildum blaðsins var móðirin með stúlkurnar hjá sér í Danmörku síðla sumars og átti samkvæmt samkomulagi að skila þeim aftur þann 4. ágúst. Það gerði hún hins vegar ekki og hefur faðirinn ekkert heyrt frá þeim síðan. Heimildir blaðsins herma jafnframt að konan hafi komið til Íslands í byrjun síðustu viku og að dæturnar þrjár séu með henni. Yfirvöldum hér á landi er kunnugt um þá stöðu sem upp er komin í málinu. Ekkert verður hins vegar aðhafst í málinu að svo stöddu því formlegt erindi hefur ekki borist frá dönskum stjórnvöldum. Fréttablaðið reyndi að ná tali af konunni og nokkrum aðstandendum hennar í gær. Ekki náðist í hana og bróðir hennar vildi ekki ræða við blaðamann. Þá svaraði lögmaður hennar, Hreinn Loftsson, hvorki símtölum né skilaboðum. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður, sem farið hefur með mál föðurins, staðfesti við Fréttablaðið í gærkvöldi að málið hefði verið kært til lögreglu í Danmörku. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Danskur þriggja barna faðir hefur kært íslenska barnsmóður sína til lögreglunnar í Danmörku, en hann hefur grun um að konan hafi numið dætur þeirra þrjár á brott og farið með þær til Íslands í leyfisleysi. Hann hefur ekkert heyrt frá börnunum í margar vikur. Faðirinn hefur fullt forræði yfir börnunum en móðirin aðeins umgengnisrétt. Það fyrirkomulag er niðurstaða áralangra forræðisdeilna fyrir dómstólum sem hafa verið afar harðvítugar, ekki síst vegna ásakana konunnar um að maðurinn hafi beitt sig og börnin ofbeldi. Maðurinn neitar þeim ásökunum. Samkvæmt heimildum blaðsins var móðirin með stúlkurnar hjá sér í Danmörku síðla sumars og átti samkvæmt samkomulagi að skila þeim aftur þann 4. ágúst. Það gerði hún hins vegar ekki og hefur faðirinn ekkert heyrt frá þeim síðan. Heimildir blaðsins herma jafnframt að konan hafi komið til Íslands í byrjun síðustu viku og að dæturnar þrjár séu með henni. Yfirvöldum hér á landi er kunnugt um þá stöðu sem upp er komin í málinu. Ekkert verður hins vegar aðhafst í málinu að svo stöddu því formlegt erindi hefur ekki borist frá dönskum stjórnvöldum. Fréttablaðið reyndi að ná tali af konunni og nokkrum aðstandendum hennar í gær. Ekki náðist í hana og bróðir hennar vildi ekki ræða við blaðamann. Þá svaraði lögmaður hennar, Hreinn Loftsson, hvorki símtölum né skilaboðum. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður, sem farið hefur með mál föðurins, staðfesti við Fréttablaðið í gærkvöldi að málið hefði verið kært til lögreglu í Danmörku.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira