Staða tækni- og hugverkafyrirtækja á Íslandi Svana Helen Björnsdóttir skrifar 19. september 2013 06:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því slegið föstu að öflugt atvinnulíf sé undirstaða vaxtar og velferðar. Fram kemur að ríkisstjórnin muni leggja kapp á að skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og fjölgun starfa, ekki síst hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Sérstök áhersla verði lögð á vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar, auk þess sem tryggja á jafnræði gagnvart lögum. Samtök iðnaðarins lýstu sig strax í vor reiðubúin að starfa með nýrri ríkisstjórn og stjórnvöldum og leggja m.a. fram vel ígrundaðar áætlanir og útfærslur á lykilverkefnum til að vinna að settu marki. Hlutur tækni- og hugverkaiðnaðar á Íslandi hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum og nemur nú um 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hundruð frumkvöðla- og sprotafyrirtækja hafa sprottið upp og tugir tæknifyrirtækja hafa náð góðri fótfestu á alþjóðlegum mörkuðum á fjölbreyttum sérsviðum. Aðgangur að náttúruauðlindum takmarkar ekki vöxt þessara fyrirtækja – sem fyrst og fremst byggir á mannauði, þekkingu, menntun og alþjóðlegum markaðstengslum. Þrátt fyrir góðan árangur í uppbyggingu þessara fyrirtækja hér á landi er ástæða til að hafa áhyggjur af vaxandi fjölda fólks og fyrirtækja á leið úr landi.Flutt úr landi Það sem af er ári hafa nokkur vaxandi tæknifyrirtæki í Samtökum sprotafyrirtækja flutt úr landi ásamt dýrmætu starfsfólki. Á sama tíma eru margar nágrannaþjóðir okkar í markvissum aðgerðum að styðja við nýsköpun og í mikilli sókn að laða til sín nýsköpunarfyrirtæki, t.d. Bretland. Þessari þróun þarf að snúa við – við höfum þegar tapað allt of mörgum fyrirtækjum og allt of mörgum dýrmætum einstaklingum úr landi. Þá skiptir öllu máli að hafa gjaldmiðil án hafta sem gjaldgengur er á alþjóðamarkaði, samkeppnishæft starfsumhverfi og virk tengsl við helstu markaðssvæði. Stöðvun verkefnis sem felur í sér bætta hagtölugerð um íslenskan iðnað sem til stóð að fjármagna með IPA-stuðningi er ekki til þess fallin að bæta upplýsingar um stöðu og þróun greinarinnar. Í stefnumótun tækni- og hugverkaiðnaðarins kemur fram sú framtíðarsýn að Ísland verði aðlaðandi miðstöð tækni- og hugverkafyrirtækja sem grunnstoð í útflutningi og jákvæðum viðskiptajöfnuði. Skilgreind hafa verið áhersluverkefni sem miða að því að bæta forsendur greinanna og flýta fyrir uppbyggingu og árangri. Flest snúast þau um að ná umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja almennt og ná því í raun langt út fyrir raðir tækni- og hugverkafyrirtækja. Nefna má bætta hagtölugerð til að fylgjast með árangri og uppbyggingu, eflingu Tækniþróunarsjóðs og aukið svigrúm í endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar, verkefnið „Betri þjónusta fyrir minna fé“, meiri áherslu á grunnmenntun í raunvísindum og tækni, einföldun reglna og skattahvata til að laða hæfileikaríkt fólk til starfa á Íslandi og afnám gjaldeyrishafta. Fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði hafa mörg hver góða möguleika á vexti og útflutningi og þau hafa möguleika á að skapa verðmæt og vel launuð störf séu réttu forsendurnar fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því slegið föstu að öflugt atvinnulíf sé undirstaða vaxtar og velferðar. Fram kemur að ríkisstjórnin muni leggja kapp á að skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og fjölgun starfa, ekki síst hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Sérstök áhersla verði lögð á vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar, auk þess sem tryggja á jafnræði gagnvart lögum. Samtök iðnaðarins lýstu sig strax í vor reiðubúin að starfa með nýrri ríkisstjórn og stjórnvöldum og leggja m.a. fram vel ígrundaðar áætlanir og útfærslur á lykilverkefnum til að vinna að settu marki. Hlutur tækni- og hugverkaiðnaðar á Íslandi hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum og nemur nú um 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hundruð frumkvöðla- og sprotafyrirtækja hafa sprottið upp og tugir tæknifyrirtækja hafa náð góðri fótfestu á alþjóðlegum mörkuðum á fjölbreyttum sérsviðum. Aðgangur að náttúruauðlindum takmarkar ekki vöxt þessara fyrirtækja – sem fyrst og fremst byggir á mannauði, þekkingu, menntun og alþjóðlegum markaðstengslum. Þrátt fyrir góðan árangur í uppbyggingu þessara fyrirtækja hér á landi er ástæða til að hafa áhyggjur af vaxandi fjölda fólks og fyrirtækja á leið úr landi.Flutt úr landi Það sem af er ári hafa nokkur vaxandi tæknifyrirtæki í Samtökum sprotafyrirtækja flutt úr landi ásamt dýrmætu starfsfólki. Á sama tíma eru margar nágrannaþjóðir okkar í markvissum aðgerðum að styðja við nýsköpun og í mikilli sókn að laða til sín nýsköpunarfyrirtæki, t.d. Bretland. Þessari þróun þarf að snúa við – við höfum þegar tapað allt of mörgum fyrirtækjum og allt of mörgum dýrmætum einstaklingum úr landi. Þá skiptir öllu máli að hafa gjaldmiðil án hafta sem gjaldgengur er á alþjóðamarkaði, samkeppnishæft starfsumhverfi og virk tengsl við helstu markaðssvæði. Stöðvun verkefnis sem felur í sér bætta hagtölugerð um íslenskan iðnað sem til stóð að fjármagna með IPA-stuðningi er ekki til þess fallin að bæta upplýsingar um stöðu og þróun greinarinnar. Í stefnumótun tækni- og hugverkaiðnaðarins kemur fram sú framtíðarsýn að Ísland verði aðlaðandi miðstöð tækni- og hugverkafyrirtækja sem grunnstoð í útflutningi og jákvæðum viðskiptajöfnuði. Skilgreind hafa verið áhersluverkefni sem miða að því að bæta forsendur greinanna og flýta fyrir uppbyggingu og árangri. Flest snúast þau um að ná umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja almennt og ná því í raun langt út fyrir raðir tækni- og hugverkafyrirtækja. Nefna má bætta hagtölugerð til að fylgjast með árangri og uppbyggingu, eflingu Tækniþróunarsjóðs og aukið svigrúm í endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar, verkefnið „Betri þjónusta fyrir minna fé“, meiri áherslu á grunnmenntun í raunvísindum og tækni, einföldun reglna og skattahvata til að laða hæfileikaríkt fólk til starfa á Íslandi og afnám gjaldeyrishafta. Fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði hafa mörg hver góða möguleika á vexti og útflutningi og þau hafa möguleika á að skapa verðmæt og vel launuð störf séu réttu forsendurnar fyrir hendi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun