Blæðingin stöðvuð Elín Hirst skrifar 3. október 2013 06:00 Staða ríkissjóðs minnir mig á sjúkling með alvarlega blæðingu. Verði blæðingin ekki stöðvuð er sjúklingurinn í bráðri hættu. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2014 gefur hins vegar fyrirheit um að skorist verði í leikinn og að sjúklingurinn nái fullri heilsu. Í ár munu 30 milljarðar, sem við eigum ekki til, renna úr ríkiskassanum. Eytt hefur verið um efni fram, eins og undanfarin fjögur ár. Peningana verður að taka að láni og ríkissjóður þarf að sjálfsögðu að greiða vexti og afborganir af þessu lánsfé. Vextirnir eru blóðpeningar, svo ég noti áfram sömu myndlíkingu, sem annars gætu farið í mikilvæg verkefni. Ríkissjóður greiðir nú um 70 milljarða í vexti af lánum sínum árlega. Það er eins og nýr Landspítali. Ríkisbókhaldið er í raun og veru ekkert öðruvísi en venjulegt heimilisbókhald. Hugsum okkur fjölskyldu sem eyðir um efni fram. Á hverju ári þarf hún að taka bankalán til þess að endar nái saman. Þessi snjóbolti er fljótur að stækka og stöðugt fer meira af heimilistekjunum í vexti og afborganir. En nú hefur fjölskyldan ákveðið að stokka upp spilin til að losna út úr þessum vítahring. Það er alls ekki sársaukalaust. Hugmyndir um að stækka sumarbústaðinn verður að leggja til hliðar, hinni árlegu utanlandsferð er slegið á frest og ýmislegt fleira er gert til að endar nái saman. En með því að ná jöfnuði í heimilisbókhaldinu fær fjölskyldan smátt og smátt meira fé til ráðstöfunar og getur veitt sér ýmsa hluti án þess að taka fyrir því lán. Ný fjárlög fyrir árið 2014 hafa nú verið kynnt. Markmiðið er skýrt, að ná hallalausum ríkisrekstri. Þetta er algjörlega nauðsynlegt að mínu mati. Hagvöxtur á Íslandi er of lítill og fjárfesting sömuleiðis. Hvort tveggja leggur grunn að betri lífskjörum til framtíðar. Núverandi ríkisstjórn er með það efst á blaði að snúa við þessari þróun. Við sem tilheyrum stjórnarliðinu höfum fjögur ár til stefnu til að virkja Ísland til framfara á nýjan leik. Þjóðin á það skilið að við skilum okkar verki vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Staða ríkissjóðs minnir mig á sjúkling með alvarlega blæðingu. Verði blæðingin ekki stöðvuð er sjúklingurinn í bráðri hættu. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2014 gefur hins vegar fyrirheit um að skorist verði í leikinn og að sjúklingurinn nái fullri heilsu. Í ár munu 30 milljarðar, sem við eigum ekki til, renna úr ríkiskassanum. Eytt hefur verið um efni fram, eins og undanfarin fjögur ár. Peningana verður að taka að láni og ríkissjóður þarf að sjálfsögðu að greiða vexti og afborganir af þessu lánsfé. Vextirnir eru blóðpeningar, svo ég noti áfram sömu myndlíkingu, sem annars gætu farið í mikilvæg verkefni. Ríkissjóður greiðir nú um 70 milljarða í vexti af lánum sínum árlega. Það er eins og nýr Landspítali. Ríkisbókhaldið er í raun og veru ekkert öðruvísi en venjulegt heimilisbókhald. Hugsum okkur fjölskyldu sem eyðir um efni fram. Á hverju ári þarf hún að taka bankalán til þess að endar nái saman. Þessi snjóbolti er fljótur að stækka og stöðugt fer meira af heimilistekjunum í vexti og afborganir. En nú hefur fjölskyldan ákveðið að stokka upp spilin til að losna út úr þessum vítahring. Það er alls ekki sársaukalaust. Hugmyndir um að stækka sumarbústaðinn verður að leggja til hliðar, hinni árlegu utanlandsferð er slegið á frest og ýmislegt fleira er gert til að endar nái saman. En með því að ná jöfnuði í heimilisbókhaldinu fær fjölskyldan smátt og smátt meira fé til ráðstöfunar og getur veitt sér ýmsa hluti án þess að taka fyrir því lán. Ný fjárlög fyrir árið 2014 hafa nú verið kynnt. Markmiðið er skýrt, að ná hallalausum ríkisrekstri. Þetta er algjörlega nauðsynlegt að mínu mati. Hagvöxtur á Íslandi er of lítill og fjárfesting sömuleiðis. Hvort tveggja leggur grunn að betri lífskjörum til framtíðar. Núverandi ríkisstjórn er með það efst á blaði að snúa við þessari þróun. Við sem tilheyrum stjórnarliðinu höfum fjögur ár til stefnu til að virkja Ísland til framfara á nýjan leik. Þjóðin á það skilið að við skilum okkar verki vel.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun