Frestum ekki framtíðinni Árni Páll Árnason skrifar 4. október 2013 06:00 Nýtt fjárlagafrumvarp hefur litið dagsins ljós. Um það má eitt gott segja: Það er lagt fram á þann veg að jöfnuður náist í ríkisrekstri á næsta ári. Í því er hins vegar engin framtíðarsýn. Gripið er til allra handa smáskammtalækninga til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Skorið er niður hjá öllum heilbrigðisstofnunum, öllum framhaldsskólum og öllum háskólum. Ekkert var skorið niður í heilbrigðismálum á síðasta ári hjá fyrri ríkisstjórn, því við töldum að komið væri nóg. Við bættum við fjárveitingum til tækjakaupa. Þær eru nú teknar til baka. Er einhver sem trúir að heilbrigðisstofnanir séu aflögufærar nú? Hagvöxtur er lítill og störfum fjölgar ekki hjá fólki með starfsmenntun. Mun færri Íslendingar eru með framhaldsmenntun en í nálægum löndum. Þess vegna þarf átak í tækniþróun til að auka verðmætin sem við sköpum. Þess vegna jukum við gríðarlega framlög í rannsóknarsjóði og tækniþróunarsjóð. Þorri þeirra framlaga er nú tekinn út. Þess vegna settum við fé í sérstakt starfsmenntaátak. Allt það fé er tekið út. Þess vegna settum við fé í skapandi greinar og græna atvinnusköpun. Þorri þess fjár er tekinn út. Svo lýsir forsætisráðherra andúð á erlendri fjárfestingu og trú þeirri stefnumörkun tekur ríkisstjórnin út allt – ég endurtek allt – fé sem ætlað var til að kynna Ísland sem fjárfestingarkost á erlendum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni er svigrúm í ríkisfjármálum nýtt í þágu stórútgerðar, stóriðju og ferðaþjónustu, sem hafa notið ríkulegar af gengishruni og kjaraskerðingu almennings í landinu en nokkrar aðrar greinar. Þetta fjárlagafrumvarp ber vitni algerum skorti á framtíðarsýn. Hvernig á að fjölga verðmætum störfum? Hvernig á að byggja betra samfélag? Við þeim spurningum á þessi kyrrstöðuríkisstjórn engin svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Nýtt fjárlagafrumvarp hefur litið dagsins ljós. Um það má eitt gott segja: Það er lagt fram á þann veg að jöfnuður náist í ríkisrekstri á næsta ári. Í því er hins vegar engin framtíðarsýn. Gripið er til allra handa smáskammtalækninga til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Skorið er niður hjá öllum heilbrigðisstofnunum, öllum framhaldsskólum og öllum háskólum. Ekkert var skorið niður í heilbrigðismálum á síðasta ári hjá fyrri ríkisstjórn, því við töldum að komið væri nóg. Við bættum við fjárveitingum til tækjakaupa. Þær eru nú teknar til baka. Er einhver sem trúir að heilbrigðisstofnanir séu aflögufærar nú? Hagvöxtur er lítill og störfum fjölgar ekki hjá fólki með starfsmenntun. Mun færri Íslendingar eru með framhaldsmenntun en í nálægum löndum. Þess vegna þarf átak í tækniþróun til að auka verðmætin sem við sköpum. Þess vegna jukum við gríðarlega framlög í rannsóknarsjóði og tækniþróunarsjóð. Þorri þeirra framlaga er nú tekinn út. Þess vegna settum við fé í sérstakt starfsmenntaátak. Allt það fé er tekið út. Þess vegna settum við fé í skapandi greinar og græna atvinnusköpun. Þorri þess fjár er tekinn út. Svo lýsir forsætisráðherra andúð á erlendri fjárfestingu og trú þeirri stefnumörkun tekur ríkisstjórnin út allt – ég endurtek allt – fé sem ætlað var til að kynna Ísland sem fjárfestingarkost á erlendum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni er svigrúm í ríkisfjármálum nýtt í þágu stórútgerðar, stóriðju og ferðaþjónustu, sem hafa notið ríkulegar af gengishruni og kjaraskerðingu almennings í landinu en nokkrar aðrar greinar. Þetta fjárlagafrumvarp ber vitni algerum skorti á framtíðarsýn. Hvernig á að fjölga verðmætum störfum? Hvernig á að byggja betra samfélag? Við þeim spurningum á þessi kyrrstöðuríkisstjórn engin svör.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar