Skattheimta og skipulagsvald til verktaka Ögmundur Jónasson skrifar 9. október 2013 06:00 Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er skorið niður um 750 milljónir til almennra framkvæmda í samgöngum. Jafnframt segir ríkisstjórnin að hún vilji ríkari þátttöku einkaaðila í samgönguverkefnum. Hvað þýðir þetta? Innanríkisráðherra segir á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að viljinn standi til „að koma af stað aðgerðum og framkvæmdum sem eru ekki aðeins drifnar áfram af hinu opinbera“. Jafnframt segir ráðherra að forsenda einkaframkvæmdar sé að notendur eigi um aðra valkosti að velja en hinn einkarekna. Ég leyfi mér í þessu samhengi að nefna nokkra þætti til umhugsunar. Í fyrsta lagi þýðir þetta á mannamáli að færa á tilkostnað uppbyggingar samgöngukerfisins í auknum mæli á herðar notenda. Landsmenn koma að sjálfsögðu alltaf til með að borga beint eða óbeint fyrir vegi, hafnir og flugvelli. Spurningin er hvernig. Í öðru lagi er hætt við því að boðað fyrirkomulag komi niður á landsbyggðinni þar sem mestra mannvirkja er þörf en jafnframt eru fæstir til að borga brúsann með notendagjöldum. Í þriðja lagi er óbeint verið að færa skipulagsvald samgöngukerfisins til verktaka. Þeir eiga að verða drifkraftur en á þá leið er það beinlínis orðað. Það mun gerast þannig að einkaaðili býðst til að leggja Svínvetningabraut í Húnaþingi (þvert á vilja íbúa), eða hraðbraut yfir hálendið (þvert á vilja umhverfissinna), svo líkleg dæmi séu nefnd. Þegar þessu yrði andmælt má reikna með því svari að vegfarendum bjóðist aðrir valkostir en að aka um hinn nýja veg í eigu verktakans og greiða honum gjald fyrir. Freistingin fyrir stjórnvöld yrði hin gamalkunna, að koma „einhverjum“ framkvæmdum af stað og þar með skapa atvinnu. Þetta yrði hins vegar engin atvinnusköpun til frambúðar og skulum við ekki gleyma því að nær allar framkvæmdir í samgöngukerfinu eru framkvæmdar á vegum verktaka að afloknum útboðum. Nú stendur hins vegar til að afhenda verktökunum eignarhaldið á mannvirkjunum til skamms eða langs tíma og beinan aðgang að pyngjum okkar. Ég ítreka: Til stendur að skera niður til almennra framkvæmda en færa okkur undir yfirráð nýrra skattheimtumanna. Fyrir landsmenn verður þetta fyrirkomulag dýrara og umhverfinu varasamt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er skorið niður um 750 milljónir til almennra framkvæmda í samgöngum. Jafnframt segir ríkisstjórnin að hún vilji ríkari þátttöku einkaaðila í samgönguverkefnum. Hvað þýðir þetta? Innanríkisráðherra segir á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að viljinn standi til „að koma af stað aðgerðum og framkvæmdum sem eru ekki aðeins drifnar áfram af hinu opinbera“. Jafnframt segir ráðherra að forsenda einkaframkvæmdar sé að notendur eigi um aðra valkosti að velja en hinn einkarekna. Ég leyfi mér í þessu samhengi að nefna nokkra þætti til umhugsunar. Í fyrsta lagi þýðir þetta á mannamáli að færa á tilkostnað uppbyggingar samgöngukerfisins í auknum mæli á herðar notenda. Landsmenn koma að sjálfsögðu alltaf til með að borga beint eða óbeint fyrir vegi, hafnir og flugvelli. Spurningin er hvernig. Í öðru lagi er hætt við því að boðað fyrirkomulag komi niður á landsbyggðinni þar sem mestra mannvirkja er þörf en jafnframt eru fæstir til að borga brúsann með notendagjöldum. Í þriðja lagi er óbeint verið að færa skipulagsvald samgöngukerfisins til verktaka. Þeir eiga að verða drifkraftur en á þá leið er það beinlínis orðað. Það mun gerast þannig að einkaaðili býðst til að leggja Svínvetningabraut í Húnaþingi (þvert á vilja íbúa), eða hraðbraut yfir hálendið (þvert á vilja umhverfissinna), svo líkleg dæmi séu nefnd. Þegar þessu yrði andmælt má reikna með því svari að vegfarendum bjóðist aðrir valkostir en að aka um hinn nýja veg í eigu verktakans og greiða honum gjald fyrir. Freistingin fyrir stjórnvöld yrði hin gamalkunna, að koma „einhverjum“ framkvæmdum af stað og þar með skapa atvinnu. Þetta yrði hins vegar engin atvinnusköpun til frambúðar og skulum við ekki gleyma því að nær allar framkvæmdir í samgöngukerfinu eru framkvæmdar á vegum verktaka að afloknum útboðum. Nú stendur hins vegar til að afhenda verktökunum eignarhaldið á mannvirkjunum til skamms eða langs tíma og beinan aðgang að pyngjum okkar. Ég ítreka: Til stendur að skera niður til almennra framkvæmda en færa okkur undir yfirráð nýrra skattheimtumanna. Fyrir landsmenn verður þetta fyrirkomulag dýrara og umhverfinu varasamt.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun