Ekki illt á milli mín og þjálfarans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2013 06:30 Rúrik leggst yfir boltann með Cristiano Ronaldo á bakinu á dögunum. Króatinn Luka Modric fylgist spenntur með.Nordiphotos/AFP Nordicphotos/AFP „Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins. „Þjálfarinn hefur lýst því þannig að við eigum að líta á Meistaradeildina sem algjöran bónus. Við byrjuðum illa í dönsku deildinni og einbeitum okkur að henni. Svo lendum við líka í riðli með þremur frábærum liðum,“ segir Rúrik. Auk andstæðinganna í kvöld frá Tyrklandi eru risarnir Juventus og Real Madrid í riðlinum. „Við erum samt ekkert í þessu bara til að vera með. Við viljum allir ná árangri.“ Danska liðið tapaði 3-1 í fyrri leik liðanna í Istanbúl. Þá var Rúrik tekinn af velli í hálfleik og lýsti kantmaðurinn yfir óánægju sinni með þá ákvörðun þjálfarans í samtali við danska fjölmiðla. Honum var refsað fyrir uppákomuna en nú er atvikið úr sögunni. „Þjálfarinn setti mig á bekkinn í einn leik og sagði mér að halda ró minni næst þegar svona gerðist,“ segir Rúrik. Hann bætir við að þjálfarinn Ståle Solbakken, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður Noregs, viti vel að oft beri tilfinningar knattspyrnumenn ofurliði. „Þetta var líka blásið aðeins upp í fjölmiðlum. Það er ekkert illt á milli mín og hans.“ Auk Rúriks spilar landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson með FCK. Rúrik segir leikform þeirra félaga eins gott og mögulegt sé. Góðar fréttir, enda aðeins tíu dagar í fyrri leik Íslands gegn Króatíu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. „Ég get alveg leyft mér að segja að við iðum í skinninu eftir þessum landsleikjum. Þetta er þvílíkt tækifæri og við vitum allir hvað er í húfi,“ segir HK-uppalningurinn. „Auðvitað eru þeir sterkari en við á pappírnum. Þegar svona mikið er undir getur hins vegar allt gerst.“ Rúrik hefur spilað 24 sinnum fyrir hönd Íslands en aðeins skorað eitt mark. Markið kom fyrir rúmum þremur árum í 1-1 jafntefli gegn Lichtenstein á Laugardalsvelli. „Ég viðurkenni að mig langar í fleiri,“ segir Rúrik, sem er þekktur fyrir sín þrumuskot hvort sem er með hægri eða vinstri. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa skorað glæsimörk af löngu færi undanfarið og Rúrik segir kominn tíma á mark frá sér. „Það yrði ekki leiðinlegt að smyrja einum á móti Króatíu.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
„Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins. „Þjálfarinn hefur lýst því þannig að við eigum að líta á Meistaradeildina sem algjöran bónus. Við byrjuðum illa í dönsku deildinni og einbeitum okkur að henni. Svo lendum við líka í riðli með þremur frábærum liðum,“ segir Rúrik. Auk andstæðinganna í kvöld frá Tyrklandi eru risarnir Juventus og Real Madrid í riðlinum. „Við erum samt ekkert í þessu bara til að vera með. Við viljum allir ná árangri.“ Danska liðið tapaði 3-1 í fyrri leik liðanna í Istanbúl. Þá var Rúrik tekinn af velli í hálfleik og lýsti kantmaðurinn yfir óánægju sinni með þá ákvörðun þjálfarans í samtali við danska fjölmiðla. Honum var refsað fyrir uppákomuna en nú er atvikið úr sögunni. „Þjálfarinn setti mig á bekkinn í einn leik og sagði mér að halda ró minni næst þegar svona gerðist,“ segir Rúrik. Hann bætir við að þjálfarinn Ståle Solbakken, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður Noregs, viti vel að oft beri tilfinningar knattspyrnumenn ofurliði. „Þetta var líka blásið aðeins upp í fjölmiðlum. Það er ekkert illt á milli mín og hans.“ Auk Rúriks spilar landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson með FCK. Rúrik segir leikform þeirra félaga eins gott og mögulegt sé. Góðar fréttir, enda aðeins tíu dagar í fyrri leik Íslands gegn Króatíu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. „Ég get alveg leyft mér að segja að við iðum í skinninu eftir þessum landsleikjum. Þetta er þvílíkt tækifæri og við vitum allir hvað er í húfi,“ segir HK-uppalningurinn. „Auðvitað eru þeir sterkari en við á pappírnum. Þegar svona mikið er undir getur hins vegar allt gerst.“ Rúrik hefur spilað 24 sinnum fyrir hönd Íslands en aðeins skorað eitt mark. Markið kom fyrir rúmum þremur árum í 1-1 jafntefli gegn Lichtenstein á Laugardalsvelli. „Ég viðurkenni að mig langar í fleiri,“ segir Rúrik, sem er þekktur fyrir sín þrumuskot hvort sem er með hægri eða vinstri. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa skorað glæsimörk af löngu færi undanfarið og Rúrik segir kominn tíma á mark frá sér. „Það yrði ekki leiðinlegt að smyrja einum á móti Króatíu.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira