Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið Svana Helen Björnsdóttir skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Þegar gjaldeyrishöftunum var komið á haustið 2008 gerðu fæstir ráð fyrir því að þau væru komin til vera. Nú er liðin fimm ár og viðhorf margra er orðið að þau séu bara ágæt; íslenska þjóðin hafi lengst af lifað við höft og þau séu í raun ágætis vörn fyrir efnahagslífið. En er það svo? Það vefst fyrir mörgum að greina skaðann og kostnaðinn af höftunum. Hann er nefndur fórnarkostnaður, þ.e. sá kostnaður eða skaði sem hlýst af því að geta ekki nýtt tækifæri. Töpuð tækifæri til fjárfestinga á Íslandi annars vegar og tapaðir möguleikar Íslendinga til fjárfestinga erlendis hins vegar. Til lengri tíma birtist skaðinn í minni hagvexti, minni verðmætasköpun og minni atvinnusköpun. Tjónið fer vaxandi eftir því sem haftatímabilið lengist. Hluta skaðans er hægt að meta, t.d. óhagræði einstakra fyrirtækja og lífeyrissjóða sem ekki geta dreift áhættu í fjárfestingum sínum. Þetta birtist í lakari afkomu fyrirtækja og kemur fram síðar í minni lífeyri þeirra sem nú bera þjóðfélagið uppi með vinnu sinni. Fjárfestingar á Íslandi hafa verið í sögulegu lágmarki frá hruni. Gjaldeyrishöftin eru ein af meginástæðum þess að almennt traust ríkir ekki á íslensku efnahagslífi sem aftur leiðir til lítilla fjárfestinga. Vegna haftanna vaxa fjárfestingar ekki hér á landi og fjárfestingar sem hlutfall af landsframleiðslu eru hættulega lágar. Að óbreyttu er hætt við að við náum ekki að halda uppi framleiðslustigi hagkerfisins. Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnulífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hemill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppninnar. Þótt flestir séu sammála um nauðsyn þess að aflétta þeim eru leiðir til þess vandfundnar. Höftunum verður ekki aflétt nema þjóðarbúinu takist að afla nægs gjaldeyris til að greiða erlendum kröfuhöfum bankanna og þeim aðilum sem þurfa gjaldeyri vegna skulda sinna í erlendri mynt. Ef ekki er til nægur gjaldeyrir hrynur krónan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna eru jú höftin – til þess að krónan hrynji ekki. Leiðin út úr höftunum er því miður vörðuð blóði, svita og tárum. Afla verður nægs gjaldeyris til þess að standa undir öllum skuldunum ásamt aukinni fjárfestingu, viðskiptajöfnuður við útlönd verður að vera jákvæður um margra ára skeið. Gjaldeyrissparandi aðgerðir verða að lúta þeirri kröfu að draga ekki úr framleiðni þjóðfélagsins því annars leiða þær til enn verri lífskjara. Tækifærin liggja í útflutningsgreinum sem skila mikilli framleiðni samhliða gjaldeyrinum. Slíkar greinar eru gjarnan þær sem eru afrakstur langs rannsóknar- og þróunarstarfs, t.d. vörur sem hafa verið þróaðar úr fiskslógi og virðast geta stóraukið verðmæti sjávarfangs. Núverandi ríkisstjórn hefur kosið að minnka framlög til rannsóknar- og þróunarstarfs, öfugt við Svíþjóð og Finnland sem gengu í gegnum kreppu í upphafi 9. áratugarins. Þessar þjóðir stórefldu rannsóknir og þróun og uppskáru ríkulega. Einnig hætti ríkisstjórnin viðræðum um aðild að Evrópusambandinu og eyðilagði þar með möguleika okkar til að ganga í efnahags- og myntsamstarf Evrópusambandsins sem hefði aukið stöðugleika krónunnar og auðveldað afnám haftanna. Gjaldeyrishöftin bjaga allt viðskiptaumhverfið. Því miður virðist þjóðin smám saman vera að laga sig að þessum óeðlilegu aðstæðum. Öll fjármálastjórn fyrirtækja, heimila, ríkissjóðs og lífeyrissjóða tekur mið af höftum. Sú staðreynd að við erum enn með höft er líka birtingarmynd þess að engin framtíðarsýn er á fyrirkomulag íslenskra peningamála. Að öllu óbreyttu mun ástandið aðeins versna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar gjaldeyrishöftunum var komið á haustið 2008 gerðu fæstir ráð fyrir því að þau væru komin til vera. Nú er liðin fimm ár og viðhorf margra er orðið að þau séu bara ágæt; íslenska þjóðin hafi lengst af lifað við höft og þau séu í raun ágætis vörn fyrir efnahagslífið. En er það svo? Það vefst fyrir mörgum að greina skaðann og kostnaðinn af höftunum. Hann er nefndur fórnarkostnaður, þ.e. sá kostnaður eða skaði sem hlýst af því að geta ekki nýtt tækifæri. Töpuð tækifæri til fjárfestinga á Íslandi annars vegar og tapaðir möguleikar Íslendinga til fjárfestinga erlendis hins vegar. Til lengri tíma birtist skaðinn í minni hagvexti, minni verðmætasköpun og minni atvinnusköpun. Tjónið fer vaxandi eftir því sem haftatímabilið lengist. Hluta skaðans er hægt að meta, t.d. óhagræði einstakra fyrirtækja og lífeyrissjóða sem ekki geta dreift áhættu í fjárfestingum sínum. Þetta birtist í lakari afkomu fyrirtækja og kemur fram síðar í minni lífeyri þeirra sem nú bera þjóðfélagið uppi með vinnu sinni. Fjárfestingar á Íslandi hafa verið í sögulegu lágmarki frá hruni. Gjaldeyrishöftin eru ein af meginástæðum þess að almennt traust ríkir ekki á íslensku efnahagslífi sem aftur leiðir til lítilla fjárfestinga. Vegna haftanna vaxa fjárfestingar ekki hér á landi og fjárfestingar sem hlutfall af landsframleiðslu eru hættulega lágar. Að óbreyttu er hætt við að við náum ekki að halda uppi framleiðslustigi hagkerfisins. Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnulífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hemill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppninnar. Þótt flestir séu sammála um nauðsyn þess að aflétta þeim eru leiðir til þess vandfundnar. Höftunum verður ekki aflétt nema þjóðarbúinu takist að afla nægs gjaldeyris til að greiða erlendum kröfuhöfum bankanna og þeim aðilum sem þurfa gjaldeyri vegna skulda sinna í erlendri mynt. Ef ekki er til nægur gjaldeyrir hrynur krónan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna eru jú höftin – til þess að krónan hrynji ekki. Leiðin út úr höftunum er því miður vörðuð blóði, svita og tárum. Afla verður nægs gjaldeyris til þess að standa undir öllum skuldunum ásamt aukinni fjárfestingu, viðskiptajöfnuður við útlönd verður að vera jákvæður um margra ára skeið. Gjaldeyrissparandi aðgerðir verða að lúta þeirri kröfu að draga ekki úr framleiðni þjóðfélagsins því annars leiða þær til enn verri lífskjara. Tækifærin liggja í útflutningsgreinum sem skila mikilli framleiðni samhliða gjaldeyrinum. Slíkar greinar eru gjarnan þær sem eru afrakstur langs rannsóknar- og þróunarstarfs, t.d. vörur sem hafa verið þróaðar úr fiskslógi og virðast geta stóraukið verðmæti sjávarfangs. Núverandi ríkisstjórn hefur kosið að minnka framlög til rannsóknar- og þróunarstarfs, öfugt við Svíþjóð og Finnland sem gengu í gegnum kreppu í upphafi 9. áratugarins. Þessar þjóðir stórefldu rannsóknir og þróun og uppskáru ríkulega. Einnig hætti ríkisstjórnin viðræðum um aðild að Evrópusambandinu og eyðilagði þar með möguleika okkar til að ganga í efnahags- og myntsamstarf Evrópusambandsins sem hefði aukið stöðugleika krónunnar og auðveldað afnám haftanna. Gjaldeyrishöftin bjaga allt viðskiptaumhverfið. Því miður virðist þjóðin smám saman vera að laga sig að þessum óeðlilegu aðstæðum. Öll fjármálastjórn fyrirtækja, heimila, ríkissjóðs og lífeyrissjóða tekur mið af höftum. Sú staðreynd að við erum enn með höft er líka birtingarmynd þess að engin framtíðarsýn er á fyrirkomulag íslenskra peningamála. Að öllu óbreyttu mun ástandið aðeins versna.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun