Nefnifallsfár Örn Bárður Jónsson skrifar 29. nóvember 2013 06:00 Ein mest lesna frétt á vef RÚV á dögunum var um beygingarvillu í boðskortum forsætisráðuneytisins sem send voru „vegna hátíðahalda af því tilefni að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Í hópi boðsgesta eru ýmsir af helstu íslenskumönnum landsins“. Okkur getur öllum orðið á og ég þekki það vel þegar „klippa-og-klístra-aðferðin“ veldur villum og tæknin dregur athyglina frá hinu sem réttara er. Tölvur eru gagnleg tæki en þær kunna lítt að hugsa út frá málfræðireglum, einkum þegar tungumálið er flókið og fagurt eins og íslenskan. Tilefni þessa greinarstúfs er að benda á nefnifallsfárið sem virðist verða skæðara með hverju árinu sem líður. Hefurðu tekið eftir því að ekki er lengur hægt að kaupa íbúðir í Hafnarfirði eða Kópavogi eða Ísafirði? Í auglýsingum flestra fasteignasala landsins eru einungis til íbúðir í Hafnarfjörður, Kópavogur og á Ísafjörður o.s.frv. Hvenær hófst þessi vitleysa? Ég tel að sökudólgurinn sé Póstur og sími, það virta og góða fyrirtæki, sem var í eigu almennings fram að einkavæðingunni sem komst mjög í tísku fyrir hrun og sumir þingmenn stjórnarflokkanna glingra nú við eins og nýfædd og ómálga börn. Fyrir daga póstnúmera voru bréf ætíð send til Reykjavíkur, Ísafjarðar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og víðar. Þegar ég fékk bréf í pósti á mínum yngri árum var ég ætíð sagður búa á Ísafirði. Engir skrifuðu Ísafjörður í nefnifalli utan á bréf nema kannski útlendingar. Þegar póstnúmerin voru tekin upp af Pósti og síma, gerðust þeir sem því máli stýrðu sekir, að mínu mati, um mikil málspjöll. Líklega var sú skyssa þeim ómeðvituð að segja að póststöðin 400 væri á Ísafjörður og 200 í Kópavogur. Þetta þótti kannski vera fínna og „meira erlendis“ eins og stundum er sagt. Þrátt fyrir allt tókst mér í sumar að finna nýja eign í bæ með vitlausri fallbeygingu í auglýsingum en mikið mundi það gleðja mig ef fasteignasalar allir tækju upp hina réttu beygingu staðarnafna. Sama á við um fyrirtæki á vefnum og víðar. Heldur fólk virkilega að útlendingar þurfi að fá allt stafað ofan í sig í nefnifalli? Geta þeir ekki fundið skrifstofur Hagkaupa í Holtagörðum? Sum fyrirtæki og stofnanir kunna þetta en önnur ekki. Hér koma dæmi af vefnum: Forsætisráðuneytið er sagt vera í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg og Mogginn í Hádegismóum en Eimskip er í Korngarðar 2. Taktu eftir nefnifallsfárinu á komandi dögum og þessum leiðinlega „erlendishætti“ og leggðu tungunni fögru lið með því að benda þeim er reka fyrirtækin, sem eiga hvergi heima skv. réttri íslensku, á hið rétta. Þessi pistill var ekki skrifaður í Garðabær. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mest lesna frétt á vef RÚV á dögunum var um beygingarvillu í boðskortum forsætisráðuneytisins sem send voru „vegna hátíðahalda af því tilefni að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Í hópi boðsgesta eru ýmsir af helstu íslenskumönnum landsins“. Okkur getur öllum orðið á og ég þekki það vel þegar „klippa-og-klístra-aðferðin“ veldur villum og tæknin dregur athyglina frá hinu sem réttara er. Tölvur eru gagnleg tæki en þær kunna lítt að hugsa út frá málfræðireglum, einkum þegar tungumálið er flókið og fagurt eins og íslenskan. Tilefni þessa greinarstúfs er að benda á nefnifallsfárið sem virðist verða skæðara með hverju árinu sem líður. Hefurðu tekið eftir því að ekki er lengur hægt að kaupa íbúðir í Hafnarfirði eða Kópavogi eða Ísafirði? Í auglýsingum flestra fasteignasala landsins eru einungis til íbúðir í Hafnarfjörður, Kópavogur og á Ísafjörður o.s.frv. Hvenær hófst þessi vitleysa? Ég tel að sökudólgurinn sé Póstur og sími, það virta og góða fyrirtæki, sem var í eigu almennings fram að einkavæðingunni sem komst mjög í tísku fyrir hrun og sumir þingmenn stjórnarflokkanna glingra nú við eins og nýfædd og ómálga börn. Fyrir daga póstnúmera voru bréf ætíð send til Reykjavíkur, Ísafjarðar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og víðar. Þegar ég fékk bréf í pósti á mínum yngri árum var ég ætíð sagður búa á Ísafirði. Engir skrifuðu Ísafjörður í nefnifalli utan á bréf nema kannski útlendingar. Þegar póstnúmerin voru tekin upp af Pósti og síma, gerðust þeir sem því máli stýrðu sekir, að mínu mati, um mikil málspjöll. Líklega var sú skyssa þeim ómeðvituð að segja að póststöðin 400 væri á Ísafjörður og 200 í Kópavogur. Þetta þótti kannski vera fínna og „meira erlendis“ eins og stundum er sagt. Þrátt fyrir allt tókst mér í sumar að finna nýja eign í bæ með vitlausri fallbeygingu í auglýsingum en mikið mundi það gleðja mig ef fasteignasalar allir tækju upp hina réttu beygingu staðarnafna. Sama á við um fyrirtæki á vefnum og víðar. Heldur fólk virkilega að útlendingar þurfi að fá allt stafað ofan í sig í nefnifalli? Geta þeir ekki fundið skrifstofur Hagkaupa í Holtagörðum? Sum fyrirtæki og stofnanir kunna þetta en önnur ekki. Hér koma dæmi af vefnum: Forsætisráðuneytið er sagt vera í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg og Mogginn í Hádegismóum en Eimskip er í Korngarðar 2. Taktu eftir nefnifallsfárinu á komandi dögum og þessum leiðinlega „erlendishætti“ og leggðu tungunni fögru lið með því að benda þeim er reka fyrirtækin, sem eiga hvergi heima skv. réttri íslensku, á hið rétta. Þessi pistill var ekki skrifaður í Garðabær. Góðar stundir.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun