„Snarkvondir“ dagar á Ríkisútvarpinu… Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Eðlilega er nú spurt um ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins á því sem gerist á fjölmiðlinum þessa dagana. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfarandi. Í lögum frá í vor segir að starfssvið stjórnar sé: „að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma. …taka meiriháttar ákvarðanir um rekstur Ríkisútvarpsins, …ýmist að eigin frumkvæði eða fengnum tillögum útvarpsstjóra eða annarra starfsmanna. Skal útvarpsstjóri gæta þess að stjórnin sé á hverjum tíma upplýst um helstu þætti í starfseminni.“ Ný níu manna stjórn kosin af Alþingi í sumar þarf að sýna á spilin. Rekstraráætlun sem fól í sér uppsagnir sextíu starfsmanna var borin undir hana fyrir mánuði og samþykkt af meirihluta. Tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn með bókun, um að þeir teldu það brjóta gegn skyldum almannaútvarps að skera mest niður í dagskrá sem snýr að menningar- og fræðsluhlutverki, en verja afþreyingarefni sem tekur til sín auglýsingar. Eftirmálann þekkjum við. Vert er að rifja upp orð menntamálaráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkisútvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt. Stjórn hefur nú harmað uppsagnirnar og skorað á stjórnvöld að tryggja reksturinn. Ábyrgðin En að ábyrgð útvarpsstjóra. Rekstraráætlun var lögð fyrir stjórn með hraði. Til að ekki hlytist meira tjón af. En tjónið varð og trúverðugleikinn brast. Lamað útvarp, átakafundur starfsmanna, umdeilanlegar aðferðir við uppsagnir og óljós framtíð eru staðreynd. Stjórn hefur enga hugmynd um hvernig fyllt verður í dagskrárskörðin. En í sjónvarpinu kemur yfirlit yfir skapsmuni útvarpsstjóra, sem þó eru flestum kunnir og ræða hans um að aðrir séu ábyrgir. Stjórnvöld beri ábyrgð á fjármálunum, færustu uppsagnarsérfræðingar á framkomu við brottrekna starfsmenn, ákvarðanir um hverjum var sagt upp komi „að neðan“. Geðslag útvarpsstjórans virðist það eina sem hann ber ábyrgð á og hann fær gott pláss til að biðjast fyrirgefningar á því að hafa orðið „snarkvondur“ á starfsmannafundi. Brýnna væri að fá vitneskju um hvort stefna hafi verið mörkuð til að lágmarka tjón sem hlýst af því að Rás eitt missir helming starfsmanna, tónlistardeildin er aflögð og Kastljós vængstýft. Og fróðlegt væri að sjá sérfræðingana sem Páll vísar til, standa fyrir máli sínu um fagmennsku við uppsagnir. Fyrir útvarpsstjóra sjálfan hefði verið betra að geta borið aðra fyrir ummælum sínum að það séu smámunir og lýðskrum að lækka stjórnendalaun á RÚV til að spara. Svör útvarpsstjóra voru rýr. En spurningarnar góðar sem sýnir að Ríkisútvarpið á sér viðreisnar von. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eðlilega er nú spurt um ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins á því sem gerist á fjölmiðlinum þessa dagana. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfarandi. Í lögum frá í vor segir að starfssvið stjórnar sé: „að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma. …taka meiriháttar ákvarðanir um rekstur Ríkisútvarpsins, …ýmist að eigin frumkvæði eða fengnum tillögum útvarpsstjóra eða annarra starfsmanna. Skal útvarpsstjóri gæta þess að stjórnin sé á hverjum tíma upplýst um helstu þætti í starfseminni.“ Ný níu manna stjórn kosin af Alþingi í sumar þarf að sýna á spilin. Rekstraráætlun sem fól í sér uppsagnir sextíu starfsmanna var borin undir hana fyrir mánuði og samþykkt af meirihluta. Tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn með bókun, um að þeir teldu það brjóta gegn skyldum almannaútvarps að skera mest niður í dagskrá sem snýr að menningar- og fræðsluhlutverki, en verja afþreyingarefni sem tekur til sín auglýsingar. Eftirmálann þekkjum við. Vert er að rifja upp orð menntamálaráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkisútvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt. Stjórn hefur nú harmað uppsagnirnar og skorað á stjórnvöld að tryggja reksturinn. Ábyrgðin En að ábyrgð útvarpsstjóra. Rekstraráætlun var lögð fyrir stjórn með hraði. Til að ekki hlytist meira tjón af. En tjónið varð og trúverðugleikinn brast. Lamað útvarp, átakafundur starfsmanna, umdeilanlegar aðferðir við uppsagnir og óljós framtíð eru staðreynd. Stjórn hefur enga hugmynd um hvernig fyllt verður í dagskrárskörðin. En í sjónvarpinu kemur yfirlit yfir skapsmuni útvarpsstjóra, sem þó eru flestum kunnir og ræða hans um að aðrir séu ábyrgir. Stjórnvöld beri ábyrgð á fjármálunum, færustu uppsagnarsérfræðingar á framkomu við brottrekna starfsmenn, ákvarðanir um hverjum var sagt upp komi „að neðan“. Geðslag útvarpsstjórans virðist það eina sem hann ber ábyrgð á og hann fær gott pláss til að biðjast fyrirgefningar á því að hafa orðið „snarkvondur“ á starfsmannafundi. Brýnna væri að fá vitneskju um hvort stefna hafi verið mörkuð til að lágmarka tjón sem hlýst af því að Rás eitt missir helming starfsmanna, tónlistardeildin er aflögð og Kastljós vængstýft. Og fróðlegt væri að sjá sérfræðingana sem Páll vísar til, standa fyrir máli sínu um fagmennsku við uppsagnir. Fyrir útvarpsstjóra sjálfan hefði verið betra að geta borið aðra fyrir ummælum sínum að það séu smámunir og lýðskrum að lækka stjórnendalaun á RÚV til að spara. Svör útvarpsstjóra voru rýr. En spurningarnar góðar sem sýnir að Ríkisútvarpið á sér viðreisnar von.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun