70 prósent minni hæfileikar? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 28. desember 2013 07:00 Vorið 2009 stóð Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) að því ásamt Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og CreditInfo að skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára um að nauðsynlegt væri að auka hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs enda yrði íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.Margir lögðu hönd á plóg Á þessum fjórum árum átti að hvetja til þess og leggja á það ríka áherslu að konum í íslensku viðskiptalífi yrði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns væri ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Nú eru þessi fjögur ár liðin og allir þessir aðilar stóðu saman að umræðu, greinaskrifum og ráðstefnum um málefnið. Margt hefur breyst á þessum árum og margir lögðu hönd á plóg, en það sem breyttist ekki var hlutfall kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs.Misjafnar skoðanir Vorið 2010 voru samþykkt á þingi lög sem gera meðal annars ráð fyrir því að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40 prósent í lok árs 2013. Mjög misjafnar skoðanir hafa verið um lagasetningu á kynjakvóta en segja verður að ekki breyttist mikið þessi fjögur ár annað en að málefnið komst á dagskrá.Gamlar goðsagnir eiga ekki lengur við Kynjakvótinn virðist vera sá þrýstingur sem nauðsynlegur er til að koma þessari samfélagslegu breytingu á skrið. Nú stöndum við á tímamótum, nýju lögin hafa tekið gildi og nýir tímar eru fram undan. Ekki verður sagt að konur hafi neitt minni hæfileika og klárlega hafa þær ekki 70 prósent minni hæfileika en karlmenn í viðskiptum eins og tölfræðin hefur verið í stjórnun íslensks atvinnulífs. Ljóst er að þær hafa bæði menntun og reynslu til að bera. Gamlar goðsagnir um hæfileika eiga því ekki lengur við.Fjölmiðlar spegill samfélagsins Á þessum tímamótum hefur FKA ákveðið að leiða nýtt fjögurra ára verkefni sem snýr að ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Staðan er 30/70 í ljósvakamiðlum samkvæmt tölum sem CreditInfo tók saman fyrir FKA. Þann 5. nóvember síðastliðinn hófst verkefnið formlega og mun það verða unnið í samstarfi við fjölmiðla, CreditInfo og háskólasamfélagið. Áhrif og ábyrgð fjölmiðla eru mikil og verða þeir að endurspegla lífið í landinu og samfélagið í heild. Til að svo verði þarf átak, áhuga og vilja til verka. FKA-konur hafa tekið kyndilinn og stíga nú fram sem leiðandi afl í þessum samfélagslegu breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2009 stóð Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) að því ásamt Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og CreditInfo að skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára um að nauðsynlegt væri að auka hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs enda yrði íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.Margir lögðu hönd á plóg Á þessum fjórum árum átti að hvetja til þess og leggja á það ríka áherslu að konum í íslensku viðskiptalífi yrði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns væri ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Nú eru þessi fjögur ár liðin og allir þessir aðilar stóðu saman að umræðu, greinaskrifum og ráðstefnum um málefnið. Margt hefur breyst á þessum árum og margir lögðu hönd á plóg, en það sem breyttist ekki var hlutfall kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs.Misjafnar skoðanir Vorið 2010 voru samþykkt á þingi lög sem gera meðal annars ráð fyrir því að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40 prósent í lok árs 2013. Mjög misjafnar skoðanir hafa verið um lagasetningu á kynjakvóta en segja verður að ekki breyttist mikið þessi fjögur ár annað en að málefnið komst á dagskrá.Gamlar goðsagnir eiga ekki lengur við Kynjakvótinn virðist vera sá þrýstingur sem nauðsynlegur er til að koma þessari samfélagslegu breytingu á skrið. Nú stöndum við á tímamótum, nýju lögin hafa tekið gildi og nýir tímar eru fram undan. Ekki verður sagt að konur hafi neitt minni hæfileika og klárlega hafa þær ekki 70 prósent minni hæfileika en karlmenn í viðskiptum eins og tölfræðin hefur verið í stjórnun íslensks atvinnulífs. Ljóst er að þær hafa bæði menntun og reynslu til að bera. Gamlar goðsagnir um hæfileika eiga því ekki lengur við.Fjölmiðlar spegill samfélagsins Á þessum tímamótum hefur FKA ákveðið að leiða nýtt fjögurra ára verkefni sem snýr að ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Staðan er 30/70 í ljósvakamiðlum samkvæmt tölum sem CreditInfo tók saman fyrir FKA. Þann 5. nóvember síðastliðinn hófst verkefnið formlega og mun það verða unnið í samstarfi við fjölmiðla, CreditInfo og háskólasamfélagið. Áhrif og ábyrgð fjölmiðla eru mikil og verða þeir að endurspegla lífið í landinu og samfélagið í heild. Til að svo verði þarf átak, áhuga og vilja til verka. FKA-konur hafa tekið kyndilinn og stíga nú fram sem leiðandi afl í þessum samfélagslegu breytingum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun