Óeðlilega hár styrkur til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík? Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. janúar 2014 20:22 Framtíð Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík - RIFF, er í lausu lofti eftir að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur ákvað að hætta styrkveitingu til hátíðarinnar. Ný kvikmyndahátíð fær þess í stað átta milljón króna styrk. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins kallar eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Í Fréttablaðinu í gær var birt grein skrifuð meðal annars af Baltasar Kormáki leikstjóra og öðrum stjórnarmönnum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival. Þar er ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur mótmælt. Stjórn RIFF telur að án styrkveitingarinnar sé miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum kastað á glæ. Framtíð hátíðarinnar er í óvissu.BÍL of tengt Bíó Paradís? Önnur hátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær átta milljónir króna í styrk en RIFF fékk höfnun. Heimili kvikmyndanna sem rekur Bíó Paradís stendur að því að endurvekja hátíðina en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur ekki farið fram frá árinu 2001. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Ég vil fá að spyrja þeirrar spurningar hvort faghópur BÍL (Bandalags íslenskra listamanna) sé of tengt Bíó Paradís til að koma ein að þessari ákvörðun eins og var gert núna,“ segir Áslaug María. „Ég þekki ekki nein dæmi þess efnis að nokkur nýr viðburður hafi fengið svona stóran styrk. Þegar RIFF var að byrja þá fékk hátíðin 1,2 milljónir í styrk og vaxið ár frá ári. Mér finnst eðlilegt að hátíðir sanni sig áður en við ákveðum að fara alla leið.“Enginn áskrifandi að styrkjumEinar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar, hafnar því að Besti flokkurinn sé að hygla sínu fólki. Umsókn þeirra sem standi að baki Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík hafi einfaldlega verið betri. „Það er enginn áskrifandi að styrkjum hjá Reykjavíkurborg og það er ekkert sem segir að þú eigir að fá styrk. Þetta snýst um tvær umsóknir. Önnur fékk hljómgrunn, hin ekki.“ Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Framtíð Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík - RIFF, er í lausu lofti eftir að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur ákvað að hætta styrkveitingu til hátíðarinnar. Ný kvikmyndahátíð fær þess í stað átta milljón króna styrk. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins kallar eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Í Fréttablaðinu í gær var birt grein skrifuð meðal annars af Baltasar Kormáki leikstjóra og öðrum stjórnarmönnum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival. Þar er ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur mótmælt. Stjórn RIFF telur að án styrkveitingarinnar sé miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum kastað á glæ. Framtíð hátíðarinnar er í óvissu.BÍL of tengt Bíó Paradís? Önnur hátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær átta milljónir króna í styrk en RIFF fékk höfnun. Heimili kvikmyndanna sem rekur Bíó Paradís stendur að því að endurvekja hátíðina en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur ekki farið fram frá árinu 2001. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Ég vil fá að spyrja þeirrar spurningar hvort faghópur BÍL (Bandalags íslenskra listamanna) sé of tengt Bíó Paradís til að koma ein að þessari ákvörðun eins og var gert núna,“ segir Áslaug María. „Ég þekki ekki nein dæmi þess efnis að nokkur nýr viðburður hafi fengið svona stóran styrk. Þegar RIFF var að byrja þá fékk hátíðin 1,2 milljónir í styrk og vaxið ár frá ári. Mér finnst eðlilegt að hátíðir sanni sig áður en við ákveðum að fara alla leið.“Enginn áskrifandi að styrkjumEinar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar, hafnar því að Besti flokkurinn sé að hygla sínu fólki. Umsókn þeirra sem standi að baki Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík hafi einfaldlega verið betri. „Það er enginn áskrifandi að styrkjum hjá Reykjavíkurborg og það er ekkert sem segir að þú eigir að fá styrk. Þetta snýst um tvær umsóknir. Önnur fékk hljómgrunn, hin ekki.“
Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira