Betri innflytjendastefna Ólafur Stephensen skrifar 29. janúar 2014 08:44 Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta. Lykilatriðin í frumvarpi innanríkisráðherra eru tvö. Annars vegar að stytta málsmeðferðartíma, þannig að fólk fái svar innan tveggja sólarhringa um hvort það eigi rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Lengri tíma getur svo tekið að fá endanlegt svar um hvort viðkomandi fái hæli. Hins vegar verður sett á fót óháð úrskurðarnefnd, skipuð meðal annars fulltrúum mannúðarsamtaka, til að úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Það fyrirkomulag að innanríkisráðuneytið úrskurði um ákvarðanir undirstofnunar sinnar hefur verið gagnrýnt af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Eins og rakið var í Fréttablaðinu í gær eru þeir sem bezt þekkja til málefna hælisleitenda á því að þessar breytingar bæti réttaröryggi þeirra. Langur málsmeðferðartími er ómannúðlegur og þar að auki skattgreiðendum dýr. Talsmenn Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofunnar fagna þannig frumvarpinu. Ekki er við því að búast að allar umsóknir um hæli verði samþykktar þótt þessar breytingar séu gerðar. Vafalaust nýta íslenzk stjórnvöld áfram rétt sinn samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni til að senda hælisleitanda aftur til fyrsta viðkomulands síns. Sumir hælisleitendur eru líka fremur efnahagslegir flóttamenn en pólitískir og einstaka er á flótta undan réttvísinni fremur en pólitískum ofsóknum. Hins vegar var mjög réttur tónn í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þingi. Hún lýsti því þar yfir að hlúa ætti betur að þeim sem þyrftu sannanlega á alþjóðlegri vernd að halda gegn ofsóknum, Ísland gæti lagt meira af mörkum til málaflokksins og við ættum að vera „jákvæð gagnvart því að taka inn til landsins þá einstaklinga sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda“. Hanna Birna sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að Ísland ætti ekki bara að veita fleiri hæli sem biðja um það hér, heldur fjölga svokölluðum kvótaflóttamönnum, fólki sem hefur viðurkennda stöðu sem flóttamenn og raunverulega þörf fyrir landvist í öðru ríki. Það er merkileg yfirlýsing, því að árum saman hafa íslenzk stjórnvöld lagt skammarlega lítið af mörkum til lausnar hins alþjóðlega flóttamannavanda. Hanna Birna sagði: „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar.“ Rétt hjá henni. Loks sagðist innanríkisráðherra þeirrar skoðunar að Ísland ætti almennt að vera opið og umburðarlynt gagnvart innflytjendum og hugsa um þá sem tækifæri fremur en ógn. „Regluverkið á að vera skýrt en við eigum að taka þeim opnum örmum sem vilja búa og starfa hér og vera hluti af samfélagi okkar og eiga rétt á því,“ sagði hún. Í þessari ræðu innanríkisráðherra má greina drög að betri og mannúðlegri flóttamanna- og innflytjendastefnu en við höfum búið við til þessa. Það lofar góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta. Lykilatriðin í frumvarpi innanríkisráðherra eru tvö. Annars vegar að stytta málsmeðferðartíma, þannig að fólk fái svar innan tveggja sólarhringa um hvort það eigi rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Lengri tíma getur svo tekið að fá endanlegt svar um hvort viðkomandi fái hæli. Hins vegar verður sett á fót óháð úrskurðarnefnd, skipuð meðal annars fulltrúum mannúðarsamtaka, til að úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Það fyrirkomulag að innanríkisráðuneytið úrskurði um ákvarðanir undirstofnunar sinnar hefur verið gagnrýnt af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Eins og rakið var í Fréttablaðinu í gær eru þeir sem bezt þekkja til málefna hælisleitenda á því að þessar breytingar bæti réttaröryggi þeirra. Langur málsmeðferðartími er ómannúðlegur og þar að auki skattgreiðendum dýr. Talsmenn Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofunnar fagna þannig frumvarpinu. Ekki er við því að búast að allar umsóknir um hæli verði samþykktar þótt þessar breytingar séu gerðar. Vafalaust nýta íslenzk stjórnvöld áfram rétt sinn samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni til að senda hælisleitanda aftur til fyrsta viðkomulands síns. Sumir hælisleitendur eru líka fremur efnahagslegir flóttamenn en pólitískir og einstaka er á flótta undan réttvísinni fremur en pólitískum ofsóknum. Hins vegar var mjög réttur tónn í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þingi. Hún lýsti því þar yfir að hlúa ætti betur að þeim sem þyrftu sannanlega á alþjóðlegri vernd að halda gegn ofsóknum, Ísland gæti lagt meira af mörkum til málaflokksins og við ættum að vera „jákvæð gagnvart því að taka inn til landsins þá einstaklinga sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda“. Hanna Birna sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að Ísland ætti ekki bara að veita fleiri hæli sem biðja um það hér, heldur fjölga svokölluðum kvótaflóttamönnum, fólki sem hefur viðurkennda stöðu sem flóttamenn og raunverulega þörf fyrir landvist í öðru ríki. Það er merkileg yfirlýsing, því að árum saman hafa íslenzk stjórnvöld lagt skammarlega lítið af mörkum til lausnar hins alþjóðlega flóttamannavanda. Hanna Birna sagði: „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar.“ Rétt hjá henni. Loks sagðist innanríkisráðherra þeirrar skoðunar að Ísland ætti almennt að vera opið og umburðarlynt gagnvart innflytjendum og hugsa um þá sem tækifæri fremur en ógn. „Regluverkið á að vera skýrt en við eigum að taka þeim opnum örmum sem vilja búa og starfa hér og vera hluti af samfélagi okkar og eiga rétt á því,“ sagði hún. Í þessari ræðu innanríkisráðherra má greina drög að betri og mannúðlegri flóttamanna- og innflytjendastefnu en við höfum búið við til þessa. Það lofar góðu.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar