Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB viðræður Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2014 19:53 Mikill meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrír fjórðu landsmanna vill að kosið verði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Fjörtíu og níu prósent er hins vegar andvíg inngöngu Íslands í sambandið. Niðurstöður nýrrar könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins um afstöðu landsmanna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið voru kynntar í nýjum þætti Mikaels Torfasonar, Mín skoðun, á Stöð 2 í dag. 74,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að greidd verði atkvæði samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en 25,4 prósent vilja það ekki. Konur eru heldur hlyntari atkvæðagreiðslunni, eða 77 prósent borið saman við 72 prósent karla, en 28 prósent þeirra vilja ekki slíka atkvæðagreiðslu og 23 prósent kvenna vilja það ekki heldur. 65 til 85 prósent stuðningsmanna stjórnmálaflokkanna vilja að kosið verði um viðræðurnar næsta vor. 85, prósent þeirra sem myndu kjósa Bjarta framtíð, 69 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, 65 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 81 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 66 prósent kjósenda Vinstri grænna og 84 prósent kjósenda Pírada.Stuðningurinn við atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna er svipaður eftir kjördæmum. Hann er 78 prósent í Reykjavík, 74 prósent í Norðvesturkjördæmi, 79 prósent í Norðausturkjördæmi, 67 prósent í Suðurkjördæmi þar sem hann er minnstur og 71 prósent í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri.En þótt mikill meirihluti sé hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor um framhald viðræðna, eru aðeins 26 prósent hlynt aðild að Evrópusambandinu nú þegar, en anstæðingar aðildar sem lengst af hafa verið töluvert yfir helmingi kjósenda, eru nú í 49 prósentum og er afstaða kynjanna nokkuð jöfn.Stuðningurinn við aðild er minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eða 10 prósent, 19 prósent Framsóknarmanna styðja aðild, 48 prósent kjósneda Bjartrar framtíðar, 58 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 20 prósent kjósenda Vinstri grænna og 47 prósent kjósenda Pírata vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Mín skoðun Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikill meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrír fjórðu landsmanna vill að kosið verði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Fjörtíu og níu prósent er hins vegar andvíg inngöngu Íslands í sambandið. Niðurstöður nýrrar könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins um afstöðu landsmanna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið voru kynntar í nýjum þætti Mikaels Torfasonar, Mín skoðun, á Stöð 2 í dag. 74,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að greidd verði atkvæði samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en 25,4 prósent vilja það ekki. Konur eru heldur hlyntari atkvæðagreiðslunni, eða 77 prósent borið saman við 72 prósent karla, en 28 prósent þeirra vilja ekki slíka atkvæðagreiðslu og 23 prósent kvenna vilja það ekki heldur. 65 til 85 prósent stuðningsmanna stjórnmálaflokkanna vilja að kosið verði um viðræðurnar næsta vor. 85, prósent þeirra sem myndu kjósa Bjarta framtíð, 69 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, 65 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 81 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 66 prósent kjósenda Vinstri grænna og 84 prósent kjósenda Pírada.Stuðningurinn við atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna er svipaður eftir kjördæmum. Hann er 78 prósent í Reykjavík, 74 prósent í Norðvesturkjördæmi, 79 prósent í Norðausturkjördæmi, 67 prósent í Suðurkjördæmi þar sem hann er minnstur og 71 prósent í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri.En þótt mikill meirihluti sé hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor um framhald viðræðna, eru aðeins 26 prósent hlynt aðild að Evrópusambandinu nú þegar, en anstæðingar aðildar sem lengst af hafa verið töluvert yfir helmingi kjósenda, eru nú í 49 prósentum og er afstaða kynjanna nokkuð jöfn.Stuðningurinn við aðild er minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eða 10 prósent, 19 prósent Framsóknarmanna styðja aðild, 48 prósent kjósneda Bjartrar framtíðar, 58 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 20 prósent kjósenda Vinstri grænna og 47 prósent kjósenda Pírata vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Mín skoðun Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira