Hin mikilvæga Úkraína Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2014 15:55 Úkraína logar og ekki stendur öllum ríkjum á sama. Úkraína virðist í fyrstu ekki vera land sem áhrifamestu veldi nútímans hefðu miklar áhyggjur af vegna átakanna sem blossa þar nú. Svo er þó alls ekki. Þar er fátækt þó sambærileg við Paragvæ og spilling á sama stigi og í Íran og lántökueinkunn landsins er nánast í ruslflokki, þ.e. með einkunnina CCC hjá greiningaraðilum. Hinsvegar er Úkraína mikil matarkista, mikilvæg fyrir gasflutninga og land þar sem 45 milljónir manna búa norður af hinu hernaðarlega mikilvæga Svartahafi. Heimahöfn rússneska sjóhersins er í Sevastopol í Úkraínu við Svartahaf. Á síðasta ári fór fjórðungur þess gass sem Evrópa notar og keypt var af Rússum gegnum Úkraínu. Vladímír Pútín vill að Úkraína sé hluti af Evrasíu-viðskiptablokk með Rússlandi og Úkraína er afar háð viðskiptum við Rússland og iðnaður þar er mjög háður gasi frá Rússlandi. En sum lönd eru einnig háð Úkraínu. Kína er háð Úkraínu með matarforða og kaupir mikið af landbúnaðarframleiðslu þaðan og hefur veitt miklu fjármagni til að byggja upp skilvirkan landbúnað þar. Kína gerði í fyrra stóran samning við Úkraínu um samstarf á sviði orku, landbúnaðar, fjármála, hátækni, flugmála og geimferða. Vestrænar þjóðir vilja hindra að Pútín takist að innlima Úkraínu hreinlega inní Rússland og mynda með því enn sterkara veldi. Reyndar elur Evrópusambandið með sér þann draum að með tímanum kjósi Úkraína að ganga í sambandið og með því yrði tryggt að íbúar þar yrðu fráhverfir frekara samstarfi við Rússland. Pólland, sem eins og Úkraína var í þumalskrúfu Rússlands, vill ekki aðstoða Úkraínu án skilyrða og veita þeim fé til endurreisnar sem fallið gætu auðveldlega í hendur ólígarka. Rússland hafði lofað Úkraínu 35 milljarða dala aðstoð til endurreisnar hinni fjárvana Úkraínu og greitt 3 milljarða, en síðan skrúfað fyrir frekari aðstoð er ástandið fór hitnandi í landinu. Talið er að Úkraína þurfi 30 milljarða dollara aðstoð bara á þessu ári, en spurningin er hvaða þjóðir sjá fé sínu borgið í slíka aðstoð í svo ótryggu ástandi sem nú ríkir þar. Eins og ávallt kemur allt til alls að peningum og viðskiptum. En skildi Úkraína einangrast fjárvana eða verður landinu hjálpað af þjóðum sem eiga of mikið undir til að hjálpa þeim ekki? Það kemur í ljós á næstunni, en víst er að margar þjóðir eiga óska þess að landið rísi á fætur á ný og að upplausnin þar hvorki taki of langan tíma né lami öll viðskipti milli Úkraínu og umheimsins. Úkraína Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Úkraína virðist í fyrstu ekki vera land sem áhrifamestu veldi nútímans hefðu miklar áhyggjur af vegna átakanna sem blossa þar nú. Svo er þó alls ekki. Þar er fátækt þó sambærileg við Paragvæ og spilling á sama stigi og í Íran og lántökueinkunn landsins er nánast í ruslflokki, þ.e. með einkunnina CCC hjá greiningaraðilum. Hinsvegar er Úkraína mikil matarkista, mikilvæg fyrir gasflutninga og land þar sem 45 milljónir manna búa norður af hinu hernaðarlega mikilvæga Svartahafi. Heimahöfn rússneska sjóhersins er í Sevastopol í Úkraínu við Svartahaf. Á síðasta ári fór fjórðungur þess gass sem Evrópa notar og keypt var af Rússum gegnum Úkraínu. Vladímír Pútín vill að Úkraína sé hluti af Evrasíu-viðskiptablokk með Rússlandi og Úkraína er afar háð viðskiptum við Rússland og iðnaður þar er mjög háður gasi frá Rússlandi. En sum lönd eru einnig háð Úkraínu. Kína er háð Úkraínu með matarforða og kaupir mikið af landbúnaðarframleiðslu þaðan og hefur veitt miklu fjármagni til að byggja upp skilvirkan landbúnað þar. Kína gerði í fyrra stóran samning við Úkraínu um samstarf á sviði orku, landbúnaðar, fjármála, hátækni, flugmála og geimferða. Vestrænar þjóðir vilja hindra að Pútín takist að innlima Úkraínu hreinlega inní Rússland og mynda með því enn sterkara veldi. Reyndar elur Evrópusambandið með sér þann draum að með tímanum kjósi Úkraína að ganga í sambandið og með því yrði tryggt að íbúar þar yrðu fráhverfir frekara samstarfi við Rússland. Pólland, sem eins og Úkraína var í þumalskrúfu Rússlands, vill ekki aðstoða Úkraínu án skilyrða og veita þeim fé til endurreisnar sem fallið gætu auðveldlega í hendur ólígarka. Rússland hafði lofað Úkraínu 35 milljarða dala aðstoð til endurreisnar hinni fjárvana Úkraínu og greitt 3 milljarða, en síðan skrúfað fyrir frekari aðstoð er ástandið fór hitnandi í landinu. Talið er að Úkraína þurfi 30 milljarða dollara aðstoð bara á þessu ári, en spurningin er hvaða þjóðir sjá fé sínu borgið í slíka aðstoð í svo ótryggu ástandi sem nú ríkir þar. Eins og ávallt kemur allt til alls að peningum og viðskiptum. En skildi Úkraína einangrast fjárvana eða verður landinu hjálpað af þjóðum sem eiga of mikið undir til að hjálpa þeim ekki? Það kemur í ljós á næstunni, en víst er að margar þjóðir eiga óska þess að landið rísi á fætur á ný og að upplausnin þar hvorki taki of langan tíma né lami öll viðskipti milli Úkraínu og umheimsins.
Úkraína Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira