Bera lítið traust til Bjarna og Sigmundar Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. mars 2014 20:41 Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til forystumanna ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur hríðfallið og er í sögulegu lágmarki. Greint var frá könnun á trausti almennings til forystumanna ríkisstjórnarinnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Kannað var traust til formanna stjórnarflokkanna, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í könnunni kemur í ljós að 61% ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. 22% bera hins vegar mikið traust til fjármálaráðherra. Konur virðast bera minna traust til Bjarna en karlar því 65% aðspurðra kvenna sögðust bera lítið traust til fjármálaráðherra.Traust Sigmundar tekur dýfu 59% segjast bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 21% segist hins vegar bera mikið traust til forsætisráðherra. Líkt og hjá Bjarna virðast konur síður treysta Sigmundi. Traust til Sigmundar tekur snapra dýfu. Ef skoðuð er könnun MMR frá því í júní síðastliðnum þá sögðust tæp 28% aðspurðra bera lítið traust til Sigmundar sem þá hafði nýtekið við sem forsætisráherra. Traust til Bjarna fellur einnig talsvert frá því í sumar.Pólitískt sjálfsmark Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði segir að ríkisstjórnin hafi skorað pólitískt sjálfsmark með útspili sínu í Evrópumálum. „Við vitum, í ljósi umræðna síðustu daga og það sem við getum kallað sjálfsmark ríkisstjórnarinnar hvað varðar framlagningu á þingsályktunartillögunnar um að slíta viðræðum við ESB, að fylgi stjórnarflokkanna er heldur að síga og þ.a.l. einnig hjá forystumönnum sem taldir eru hafa svikið kosningaloforð,“ segir Stefanía.Íslendingar styðja þjóðaratkvæðagreiðslur Stefanía telur að traust til Sigmundar Davíðs hafi aukist töluvert eftir baráttu hans í Icesave-málinu. Vantraust almennings nú sé vegna svikinna loforða. „Það er mjög mikill stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslur hjá Íslendingum um þessar mundir. Þegar forystumenn hafa gefið út yfirlýsingar um þeir vilji að eitthvað verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu en draga svo tilbaka, þá verða viðbrögðin mjög hörð.“Hversu mikið traust berð þú til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra? Mjög mikið - 7,6% Frekar mikið - 13,7% Hlutlaus - 19,3% Frekar lítið - 18,9% Mjög lítið - 40,6%Hversu mikið traust berð þú til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra? Mjög mikið - 4,3% Frekar mikið - 15,3% Hlutlaus - 15,6% Frekar lítið - 24,7% Mjög lítið - 40,1%Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 26. og 27. febrúar 2014 Mín skoðun Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til forystumanna ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur hríðfallið og er í sögulegu lágmarki. Greint var frá könnun á trausti almennings til forystumanna ríkisstjórnarinnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Kannað var traust til formanna stjórnarflokkanna, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í könnunni kemur í ljós að 61% ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. 22% bera hins vegar mikið traust til fjármálaráðherra. Konur virðast bera minna traust til Bjarna en karlar því 65% aðspurðra kvenna sögðust bera lítið traust til fjármálaráðherra.Traust Sigmundar tekur dýfu 59% segjast bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 21% segist hins vegar bera mikið traust til forsætisráðherra. Líkt og hjá Bjarna virðast konur síður treysta Sigmundi. Traust til Sigmundar tekur snapra dýfu. Ef skoðuð er könnun MMR frá því í júní síðastliðnum þá sögðust tæp 28% aðspurðra bera lítið traust til Sigmundar sem þá hafði nýtekið við sem forsætisráherra. Traust til Bjarna fellur einnig talsvert frá því í sumar.Pólitískt sjálfsmark Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði segir að ríkisstjórnin hafi skorað pólitískt sjálfsmark með útspili sínu í Evrópumálum. „Við vitum, í ljósi umræðna síðustu daga og það sem við getum kallað sjálfsmark ríkisstjórnarinnar hvað varðar framlagningu á þingsályktunartillögunnar um að slíta viðræðum við ESB, að fylgi stjórnarflokkanna er heldur að síga og þ.a.l. einnig hjá forystumönnum sem taldir eru hafa svikið kosningaloforð,“ segir Stefanía.Íslendingar styðja þjóðaratkvæðagreiðslur Stefanía telur að traust til Sigmundar Davíðs hafi aukist töluvert eftir baráttu hans í Icesave-málinu. Vantraust almennings nú sé vegna svikinna loforða. „Það er mjög mikill stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslur hjá Íslendingum um þessar mundir. Þegar forystumenn hafa gefið út yfirlýsingar um þeir vilji að eitthvað verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu en draga svo tilbaka, þá verða viðbrögðin mjög hörð.“Hversu mikið traust berð þú til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra? Mjög mikið - 7,6% Frekar mikið - 13,7% Hlutlaus - 19,3% Frekar lítið - 18,9% Mjög lítið - 40,6%Hversu mikið traust berð þú til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra? Mjög mikið - 4,3% Frekar mikið - 15,3% Hlutlaus - 15,6% Frekar lítið - 24,7% Mjög lítið - 40,1%Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 26. og 27. febrúar 2014
Mín skoðun Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent