Jan Mayen-olían komin á auðlindareikning Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2014 09:30 Jan Mayen-svæðið. Olíustofnun Noregs hefur í fyrsta sinn reiknað áætlaðar olíulindir á Jan Mayen-svæðinu inn í opinbert mat um framtíðarauðlindir Norðmanna. Nýtt mat um vinnanlega olíu á norska landgrunninu hækkar um 586 milljónir rúmmetra milli ára og standa suðausturhluti Barentshafs og Jan Mayen-svæðið fyrir 60% af aukningunni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Olíustofnunarinnar. Olíustofnunin hefur orð á sér fyrir að vera afar varkár og íhaldssöm í birtingu upplýsinga af þessu tagi. Að stofnunin skuli nú taka Jan Mayen-svæðið inn undirstrikar að sérfræðingar stofnunarinnar telja að þegar liggi fyrir nægilega traustar vísindalegar niðurstöður sem leggja megi til grundvallar við mat á vinnanlegum auðlindum í olíu og gasi á svæðinu. Matið er í samræmi við sérstakt auðlindamat um norska hluta Jan Mayen-svæðisins sem Olíustofnunin birti í byrjun síðasta árs. Það þóttu gleðifréttir fyrir Íslendinga, bæði vegna 25% nýtingarréttar Íslands á stórum hluta svæðisins, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar kalla Drekasvæðið. Talan fyrir Jan Mayen-svæðið, sem nú fór inn á auðlindareikning Noregs, er 90 milljónir rúmmetra. Það er ein lægsta talan úr nokkrum sviðsmyndum sem birtar voru í fyrra en sú hæsta var upp á 640 milljónir rúmmetra, sem eru um fjórir milljarðar olíutunna. Íslensk stjórnvöld hafa ekki birt samsvarandi mat á kolvetnisauðlindum Íslendinga. Olíuleitarfélagið Eykon áætlaði hins vegar í haust á grundvelli norska matsins hvað væri á Drekasvæðinu og taldi auðlindirnar þar helmingi meiri en þær sem væru Noregsmegin, eða sex milljarðar olíutunna. Noregur Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hlutfall olíu talið 80% á Jan Mayen-svæðinu Olíustofnun Noregs telur að 80 prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins 20 prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnst allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna. 1. mars 2013 19:45 Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37 Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Olíustofnun Noregs hefur í fyrsta sinn reiknað áætlaðar olíulindir á Jan Mayen-svæðinu inn í opinbert mat um framtíðarauðlindir Norðmanna. Nýtt mat um vinnanlega olíu á norska landgrunninu hækkar um 586 milljónir rúmmetra milli ára og standa suðausturhluti Barentshafs og Jan Mayen-svæðið fyrir 60% af aukningunni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Olíustofnunarinnar. Olíustofnunin hefur orð á sér fyrir að vera afar varkár og íhaldssöm í birtingu upplýsinga af þessu tagi. Að stofnunin skuli nú taka Jan Mayen-svæðið inn undirstrikar að sérfræðingar stofnunarinnar telja að þegar liggi fyrir nægilega traustar vísindalegar niðurstöður sem leggja megi til grundvallar við mat á vinnanlegum auðlindum í olíu og gasi á svæðinu. Matið er í samræmi við sérstakt auðlindamat um norska hluta Jan Mayen-svæðisins sem Olíustofnunin birti í byrjun síðasta árs. Það þóttu gleðifréttir fyrir Íslendinga, bæði vegna 25% nýtingarréttar Íslands á stórum hluta svæðisins, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar kalla Drekasvæðið. Talan fyrir Jan Mayen-svæðið, sem nú fór inn á auðlindareikning Noregs, er 90 milljónir rúmmetra. Það er ein lægsta talan úr nokkrum sviðsmyndum sem birtar voru í fyrra en sú hæsta var upp á 640 milljónir rúmmetra, sem eru um fjórir milljarðar olíutunna. Íslensk stjórnvöld hafa ekki birt samsvarandi mat á kolvetnisauðlindum Íslendinga. Olíuleitarfélagið Eykon áætlaði hins vegar í haust á grundvelli norska matsins hvað væri á Drekasvæðinu og taldi auðlindirnar þar helmingi meiri en þær sem væru Noregsmegin, eða sex milljarðar olíutunna.
Noregur Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hlutfall olíu talið 80% á Jan Mayen-svæðinu Olíustofnun Noregs telur að 80 prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins 20 prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnst allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna. 1. mars 2013 19:45 Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37 Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Hlutfall olíu talið 80% á Jan Mayen-svæðinu Olíustofnun Noregs telur að 80 prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins 20 prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnst allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna. 1. mars 2013 19:45
Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37
Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00
Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38