Bayern sló Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2014 19:15 Vísir/Getty Arsenal situr fjórða árið í röð eftir í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti þýsku meisturunum í Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld en Bæjarar unnu fyrri leikinn 2-0 og þar með 3-1 samanlagt. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tók litla áhættu í þessum leik og varkárir Arsenal-menn áttu fyrir vikið ekki mikla möguleika á móti sterku liði Bayern München. Jöfnunarmark Lukas Podolski setti smá spennu í leikinn en Bayern-liðið fékk nokkur góð færi til að tryggja sér sigurinn í seinni hálfleiknum þar á meðal lét Thomas Müller verja frá sér vítaspyrnu. Arsenal-menn tóku ekki mikla áhættu í fyrri hálfleiknum og vörðust aftarlega á vellinum. Bæjarar voru með öll tök á leiknum en tókst þó ekki að skapa sér mikið í rólegum fyrri hálfeik. Það breyttist hinsvegar í þeim síðari. Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Bæjarar vildu reyndar fá brot dæmt á Podolski fyrir að hrinda Philipp Lahm en ekkert var dæmt og Podolski skoraði úr fyrstu alvöru sókn Arsenal-manna í leiknum. Bayern-liðið hélt áfram góðum tökum á leiknum og fékk nokkur færi til að tryggja sér sigur þar á meðal fékk Mario Mandzukic mjög gott færi þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Eitt mark frá Arsenal gat samt alltaf sett mikla spennu í leikinn en enska liðið náði aldrei að ógna þýska liðinu og því kláraðist leikurinn án mikilla tilþrifa lærisveina Arsene Wenger. Varamaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum. Liðin sættust því á jafntefli sem þýddi að Bayern var búið að slá Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð.Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu.Vísir/GettyVaramaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum.Vísir/GettyBastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira
Arsenal situr fjórða árið í röð eftir í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti þýsku meisturunum í Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld en Bæjarar unnu fyrri leikinn 2-0 og þar með 3-1 samanlagt. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tók litla áhættu í þessum leik og varkárir Arsenal-menn áttu fyrir vikið ekki mikla möguleika á móti sterku liði Bayern München. Jöfnunarmark Lukas Podolski setti smá spennu í leikinn en Bayern-liðið fékk nokkur góð færi til að tryggja sér sigurinn í seinni hálfleiknum þar á meðal lét Thomas Müller verja frá sér vítaspyrnu. Arsenal-menn tóku ekki mikla áhættu í fyrri hálfleiknum og vörðust aftarlega á vellinum. Bæjarar voru með öll tök á leiknum en tókst þó ekki að skapa sér mikið í rólegum fyrri hálfeik. Það breyttist hinsvegar í þeim síðari. Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Bæjarar vildu reyndar fá brot dæmt á Podolski fyrir að hrinda Philipp Lahm en ekkert var dæmt og Podolski skoraði úr fyrstu alvöru sókn Arsenal-manna í leiknum. Bayern-liðið hélt áfram góðum tökum á leiknum og fékk nokkur færi til að tryggja sér sigur þar á meðal fékk Mario Mandzukic mjög gott færi þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Eitt mark frá Arsenal gat samt alltaf sett mikla spennu í leikinn en enska liðið náði aldrei að ógna þýska liðinu og því kláraðist leikurinn án mikilla tilþrifa lærisveina Arsene Wenger. Varamaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum. Liðin sættust því á jafntefli sem þýddi að Bayern var búið að slá Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð.Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu.Vísir/GettyVaramaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum.Vísir/GettyBastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira