Landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist eftir uppfærslu hjá hagstofu landsins Ingvar Haraldsson skrifar 7. apríl 2014 13:07 Þessi ungi maður er nú orðinn hluti af stærsta hagkerfi Afríku Mynd/AP Mæld landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist í fyrra eftir að hagstofa landsins uppfærði hagtölur sínar í fyrsta skipti síðan 1990. Hagstofa Nígeríu bætti við atvinnugreinum á borð við fjarskiptum, upplýsingatækni, tónlist, flugfélögum, internetverslun og Nollywood, stærsta kvikmyndageira Afríku. Eftir uppfærsluna hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Fyrir uppfærsluna var mæld landsframleiðsla Nígeríu 28.514 milljarðar króna árið 2012 en eftir uppfærsluna 54.131 milljarða króna árið 2103. Landsframleiðsla Suður-Afríku er 39.977 milljarðar króna. Þó er landsframleiðsla á mann enn mun lægri í Nígeríu en í Suður-Afríku. Það stafar af því í Nígeríu búa 174 milljónir en í Suður-Afríku búa 48 milljónir. Landsframleiðsla á mann í Nígeríu er 304 þúsund krónur en 830 þúsund krónur í Suður-Afríku. Til samanburðar er landsframleiðsla Íslands á mann 5,5 milljónir króna. Þetta þýðir að lífskjör eru almennt mun betri í Suður-Afríku en í Nígeríu. Þessar fréttir munu lækka útreikninga á hagvexti Nígeríu sem talin var vera um 7% undanfarin ár. Skuldahlutfall ríkisins mun einnig lækka og gera ríkinu kleift að fá lán á betri vöxtum en áður. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessi tíðindi. Nígeríski fjármálagreinandinn Bismarck Rewane segir að þetta breyti engu fyrir hinn almenna íbúa Nígeríu. Þessar tölur hvorki klæði né fæði nokkurn íbúa. Annar heimamaður sagði: „Nú hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Ég hef hinsvegar verið án rafmagns síðustu vikuna svo þetta skiptir mig litlu.“ Alþjóðleg hjálparsamtök hafa þrýst á ríki Afríku til að uppfæra hagtölur sínar oftar til þess að sjá hvar mest þörf sé á hjálp. Meira má lesa um málið á fréttvefjum BBC og ABC. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mæld landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist í fyrra eftir að hagstofa landsins uppfærði hagtölur sínar í fyrsta skipti síðan 1990. Hagstofa Nígeríu bætti við atvinnugreinum á borð við fjarskiptum, upplýsingatækni, tónlist, flugfélögum, internetverslun og Nollywood, stærsta kvikmyndageira Afríku. Eftir uppfærsluna hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Fyrir uppfærsluna var mæld landsframleiðsla Nígeríu 28.514 milljarðar króna árið 2012 en eftir uppfærsluna 54.131 milljarða króna árið 2103. Landsframleiðsla Suður-Afríku er 39.977 milljarðar króna. Þó er landsframleiðsla á mann enn mun lægri í Nígeríu en í Suður-Afríku. Það stafar af því í Nígeríu búa 174 milljónir en í Suður-Afríku búa 48 milljónir. Landsframleiðsla á mann í Nígeríu er 304 þúsund krónur en 830 þúsund krónur í Suður-Afríku. Til samanburðar er landsframleiðsla Íslands á mann 5,5 milljónir króna. Þetta þýðir að lífskjör eru almennt mun betri í Suður-Afríku en í Nígeríu. Þessar fréttir munu lækka útreikninga á hagvexti Nígeríu sem talin var vera um 7% undanfarin ár. Skuldahlutfall ríkisins mun einnig lækka og gera ríkinu kleift að fá lán á betri vöxtum en áður. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessi tíðindi. Nígeríski fjármálagreinandinn Bismarck Rewane segir að þetta breyti engu fyrir hinn almenna íbúa Nígeríu. Þessar tölur hvorki klæði né fæði nokkurn íbúa. Annar heimamaður sagði: „Nú hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Ég hef hinsvegar verið án rafmagns síðustu vikuna svo þetta skiptir mig litlu.“ Alþjóðleg hjálparsamtök hafa þrýst á ríki Afríku til að uppfæra hagtölur sínar oftar til þess að sjá hvar mest þörf sé á hjálp. Meira má lesa um málið á fréttvefjum BBC og ABC.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira