„Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. apríl 2014 00:01 Gunnar Ingi segir hárlit hafa selst betur eftir hrun. Vísir/Stefán „Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sem selur mikið magn af hárlit – fyrir fólk sem litar hár sitt heimafyrir.Þorsteinn Sæmundsson lét fræg ummæli falla á þinginu fyrr í vikunni. Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, um niðurfærslu á höfuðstóli húsnæðislána, vera fyrir fólk sem þyrfti að lita hár sitt heima hjá sér og hefði ekki efni að fara á hárgreiðslustofu. „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara á miðjum aldri, eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM. Þú voru búin að selja íbúð sem þau áttu til að fara í minni íbúð, þau voru í skilum, börðust um á hæl og hnakka, og þessi ágæta kona sagði við mig: „Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf, og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig.“„Kom strax kippur“ Gunnar Ingi segir að sala á hárlit hafi aukist rétt eftir hrunið árið 2008. „Það kom strax kippur. Salan jókst strax um fimmtán prósent. En svo minnkaði salan aftur um fimm prósent árið eftir, en náði svo stöðugleika eftir það – en allir sækjast jú í stöðugleikann,“ segir Gunnar Ingi. Salan á hárlit jókst því sannarlega og því má ætla að fleiri hafi gripið til þess ráðs að lita hárið sjálfir.En óttist þið aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að þetta muni hafi neikvæð áhrif á sölu á hárlit í búðunum ykkar? „Tja...við ætlum allavega ekki að fækka búðum, það er alveg víst. Við óttumst þetta ekki. Það er alveg ljóst að við munum bara selja eitthvað annað í staðinn,“ svarar Gunnar Ingi.„Fólk kemur sjaldnar í litun“ Blaðamaður hafði samband við hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þar á bæ finnur starfsfólk fyrir því að fólk komi sjaldnar í hárlitun. „Það er alveg mikið að gera. En við finnum fyrir minnkun. Fólk kemur sjaldnar í litun,“ segir Bylgja Dögg Sigurðardóttir sem er nemi hjá hárgreiðslustofunni Hairdoo. Hún bendir einnig á nýjan vinkil á málinu. „Við finnum fyrir því að fólk er farið að gera þetta meira heimafyrir og við vitum líka að sumir eru að taka að sér að lita fólk í heimahúsum gegn gjaldi sem þau taka inn svart.“ Hún segist halda að hárgreiðslufólk fagni aðgerðum ríkisstjórnarinnar, ef þær feli í sér að kaupmáttur aukist og fólk hafi frekar efni á því að koma á hárgreiðslustofur til þess að lita á sér hárið. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sem selur mikið magn af hárlit – fyrir fólk sem litar hár sitt heimafyrir.Þorsteinn Sæmundsson lét fræg ummæli falla á þinginu fyrr í vikunni. Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, um niðurfærslu á höfuðstóli húsnæðislána, vera fyrir fólk sem þyrfti að lita hár sitt heima hjá sér og hefði ekki efni að fara á hárgreiðslustofu. „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara á miðjum aldri, eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM. Þú voru búin að selja íbúð sem þau áttu til að fara í minni íbúð, þau voru í skilum, börðust um á hæl og hnakka, og þessi ágæta kona sagði við mig: „Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf, og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig.“„Kom strax kippur“ Gunnar Ingi segir að sala á hárlit hafi aukist rétt eftir hrunið árið 2008. „Það kom strax kippur. Salan jókst strax um fimmtán prósent. En svo minnkaði salan aftur um fimm prósent árið eftir, en náði svo stöðugleika eftir það – en allir sækjast jú í stöðugleikann,“ segir Gunnar Ingi. Salan á hárlit jókst því sannarlega og því má ætla að fleiri hafi gripið til þess ráðs að lita hárið sjálfir.En óttist þið aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að þetta muni hafi neikvæð áhrif á sölu á hárlit í búðunum ykkar? „Tja...við ætlum allavega ekki að fækka búðum, það er alveg víst. Við óttumst þetta ekki. Það er alveg ljóst að við munum bara selja eitthvað annað í staðinn,“ svarar Gunnar Ingi.„Fólk kemur sjaldnar í litun“ Blaðamaður hafði samband við hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þar á bæ finnur starfsfólk fyrir því að fólk komi sjaldnar í hárlitun. „Það er alveg mikið að gera. En við finnum fyrir minnkun. Fólk kemur sjaldnar í litun,“ segir Bylgja Dögg Sigurðardóttir sem er nemi hjá hárgreiðslustofunni Hairdoo. Hún bendir einnig á nýjan vinkil á málinu. „Við finnum fyrir því að fólk er farið að gera þetta meira heimafyrir og við vitum líka að sumir eru að taka að sér að lita fólk í heimahúsum gegn gjaldi sem þau taka inn svart.“ Hún segist halda að hárgreiðslufólk fagni aðgerðum ríkisstjórnarinnar, ef þær feli í sér að kaupmáttur aukist og fólk hafi frekar efni á því að koma á hárgreiðslustofur til þess að lita á sér hárið.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira