„Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. apríl 2014 00:01 Gunnar Ingi segir hárlit hafa selst betur eftir hrun. Vísir/Stefán „Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sem selur mikið magn af hárlit – fyrir fólk sem litar hár sitt heimafyrir.Þorsteinn Sæmundsson lét fræg ummæli falla á þinginu fyrr í vikunni. Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, um niðurfærslu á höfuðstóli húsnæðislána, vera fyrir fólk sem þyrfti að lita hár sitt heima hjá sér og hefði ekki efni að fara á hárgreiðslustofu. „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara á miðjum aldri, eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM. Þú voru búin að selja íbúð sem þau áttu til að fara í minni íbúð, þau voru í skilum, börðust um á hæl og hnakka, og þessi ágæta kona sagði við mig: „Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf, og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig.“„Kom strax kippur“ Gunnar Ingi segir að sala á hárlit hafi aukist rétt eftir hrunið árið 2008. „Það kom strax kippur. Salan jókst strax um fimmtán prósent. En svo minnkaði salan aftur um fimm prósent árið eftir, en náði svo stöðugleika eftir það – en allir sækjast jú í stöðugleikann,“ segir Gunnar Ingi. Salan á hárlit jókst því sannarlega og því má ætla að fleiri hafi gripið til þess ráðs að lita hárið sjálfir.En óttist þið aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að þetta muni hafi neikvæð áhrif á sölu á hárlit í búðunum ykkar? „Tja...við ætlum allavega ekki að fækka búðum, það er alveg víst. Við óttumst þetta ekki. Það er alveg ljóst að við munum bara selja eitthvað annað í staðinn,“ svarar Gunnar Ingi.„Fólk kemur sjaldnar í litun“ Blaðamaður hafði samband við hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þar á bæ finnur starfsfólk fyrir því að fólk komi sjaldnar í hárlitun. „Það er alveg mikið að gera. En við finnum fyrir minnkun. Fólk kemur sjaldnar í litun,“ segir Bylgja Dögg Sigurðardóttir sem er nemi hjá hárgreiðslustofunni Hairdoo. Hún bendir einnig á nýjan vinkil á málinu. „Við finnum fyrir því að fólk er farið að gera þetta meira heimafyrir og við vitum líka að sumir eru að taka að sér að lita fólk í heimahúsum gegn gjaldi sem þau taka inn svart.“ Hún segist halda að hárgreiðslufólk fagni aðgerðum ríkisstjórnarinnar, ef þær feli í sér að kaupmáttur aukist og fólk hafi frekar efni á því að koma á hárgreiðslustofur til þess að lita á sér hárið. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
„Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sem selur mikið magn af hárlit – fyrir fólk sem litar hár sitt heimafyrir.Þorsteinn Sæmundsson lét fræg ummæli falla á þinginu fyrr í vikunni. Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, um niðurfærslu á höfuðstóli húsnæðislána, vera fyrir fólk sem þyrfti að lita hár sitt heima hjá sér og hefði ekki efni að fara á hárgreiðslustofu. „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara á miðjum aldri, eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM. Þú voru búin að selja íbúð sem þau áttu til að fara í minni íbúð, þau voru í skilum, börðust um á hæl og hnakka, og þessi ágæta kona sagði við mig: „Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf, og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig.“„Kom strax kippur“ Gunnar Ingi segir að sala á hárlit hafi aukist rétt eftir hrunið árið 2008. „Það kom strax kippur. Salan jókst strax um fimmtán prósent. En svo minnkaði salan aftur um fimm prósent árið eftir, en náði svo stöðugleika eftir það – en allir sækjast jú í stöðugleikann,“ segir Gunnar Ingi. Salan á hárlit jókst því sannarlega og því má ætla að fleiri hafi gripið til þess ráðs að lita hárið sjálfir.En óttist þið aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að þetta muni hafi neikvæð áhrif á sölu á hárlit í búðunum ykkar? „Tja...við ætlum allavega ekki að fækka búðum, það er alveg víst. Við óttumst þetta ekki. Það er alveg ljóst að við munum bara selja eitthvað annað í staðinn,“ svarar Gunnar Ingi.„Fólk kemur sjaldnar í litun“ Blaðamaður hafði samband við hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þar á bæ finnur starfsfólk fyrir því að fólk komi sjaldnar í hárlitun. „Það er alveg mikið að gera. En við finnum fyrir minnkun. Fólk kemur sjaldnar í litun,“ segir Bylgja Dögg Sigurðardóttir sem er nemi hjá hárgreiðslustofunni Hairdoo. Hún bendir einnig á nýjan vinkil á málinu. „Við finnum fyrir því að fólk er farið að gera þetta meira heimafyrir og við vitum líka að sumir eru að taka að sér að lita fólk í heimahúsum gegn gjaldi sem þau taka inn svart.“ Hún segist halda að hárgreiðslufólk fagni aðgerðum ríkisstjórnarinnar, ef þær feli í sér að kaupmáttur aukist og fólk hafi frekar efni á því að koma á hárgreiðslustofur til þess að lita á sér hárið.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira