Innlent

Rokkhátíðin fer vel fram

vísir/halldór sveinbjörnsson
Rólegt var í miðborg Reykjavíkur í nótt og fáir á ferli samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunar og/eða fíkniefnaaksturs. Ein tilkynning barst lögreglu vegna líkamsárásar og var hún minniháttar. Alls gistu átta manns fangageymslur lögreglunnar, þar af fimm að eigin ósk.

Hjá lögreglunni á Ísafirði fengust þær upplýsingar að nóttin hefði gengið vel og að fjölmargir gestir rokkhátíðarinnar, Aldrei fór ég suður hafi skemmt sér með friði og spekt. Eitthvað var um smá pústra en engin tilkynning um líkamsárás barst lögreglunni. Tveir gistu fangageymslur og upp kom eitt fíkniefnamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×