Madrídarliðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2014 18:00 Vísir/Getty Atlético Madrid vann 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld og tryggði sér með því sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta þar sem liðið mætir nágrönnum sínum í Real Madrid. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli og þetta leit vel út fyrir Chelsea-liðið þegar Fernando Torres kom liðinu yfir á móti sínu æskufélagi. Atlético jafnaði hinsvegar fyrir hálfleik og gerði nánast út um leikinn með því að komast í 2-1 eftir klukkutíma leiks. Chelsea þurfti þá tvö mörk og svo þrjú mörk þegar Atlético bætti við þriðja markinu tólf mínútum síðar. Diego Simeone er að gera ótrúlega hluti með Atlético og leyfði sér að taka eitt Mourinho-fagn þegar þriðja markið datt inn. Atlético Madrid og Real Madrid mætast því í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Leikvangi Ljóssins í Lissabon þann 24. maí næstkomandi. Spánverjarnir hjá Chelsea, þeir César Azpilicueta og Fernando Torres, bjuggu til fyrsta mark leiksins á móti löndum sínum þegar Torres skoraði úr teignum á 36. mínútu eftir undirbúning Azpilicueta. Torres fagnaði ekki á móti æskufélagi sínu. Chelsea var því komið í lykilstöðu en aðeins í átta mínútur því Adrian Lopez jafnaði metin á 44. mínútu eftir að Juanfran sendi boltann fyrir markið í kjölfarið á fyrirgjöf Tiago. Chelsea þurfti þá mark og knattspyrnustjórinn Jose Mourinho sendi Samuel Eto'o inn á völlinn. Það gekk þó ekki betur en það að Samuel Eto'o fékk dæmt á sig víti þegar hann braut á Diego Costa. Diego Costa skoraði örugglega úr vítinu á 60. mínútu og Arda Turan gerði síðan endanlega út um leikinn þegar hann skoraði þriðja markið á 72. mínútu. Arda Turan fylgdi þá eftir eigin skalla. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, vissi að sigurinn væri í höfn því hann tók a la Mourinho-fagn eftir allri hliðarlínunni.Fernando Torres kemur Chelsea yfir. Adrian Lopez jafnar fyrir Atletico Madrid. Diego Costa kemur Atletico Madrid í 2-1 Arda Turan gerir út um þetta með þriðja markinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Atlético Madrid vann 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld og tryggði sér með því sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta þar sem liðið mætir nágrönnum sínum í Real Madrid. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli og þetta leit vel út fyrir Chelsea-liðið þegar Fernando Torres kom liðinu yfir á móti sínu æskufélagi. Atlético jafnaði hinsvegar fyrir hálfleik og gerði nánast út um leikinn með því að komast í 2-1 eftir klukkutíma leiks. Chelsea þurfti þá tvö mörk og svo þrjú mörk þegar Atlético bætti við þriðja markinu tólf mínútum síðar. Diego Simeone er að gera ótrúlega hluti með Atlético og leyfði sér að taka eitt Mourinho-fagn þegar þriðja markið datt inn. Atlético Madrid og Real Madrid mætast því í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Leikvangi Ljóssins í Lissabon þann 24. maí næstkomandi. Spánverjarnir hjá Chelsea, þeir César Azpilicueta og Fernando Torres, bjuggu til fyrsta mark leiksins á móti löndum sínum þegar Torres skoraði úr teignum á 36. mínútu eftir undirbúning Azpilicueta. Torres fagnaði ekki á móti æskufélagi sínu. Chelsea var því komið í lykilstöðu en aðeins í átta mínútur því Adrian Lopez jafnaði metin á 44. mínútu eftir að Juanfran sendi boltann fyrir markið í kjölfarið á fyrirgjöf Tiago. Chelsea þurfti þá mark og knattspyrnustjórinn Jose Mourinho sendi Samuel Eto'o inn á völlinn. Það gekk þó ekki betur en það að Samuel Eto'o fékk dæmt á sig víti þegar hann braut á Diego Costa. Diego Costa skoraði örugglega úr vítinu á 60. mínútu og Arda Turan gerði síðan endanlega út um leikinn þegar hann skoraði þriðja markið á 72. mínútu. Arda Turan fylgdi þá eftir eigin skalla. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, vissi að sigurinn væri í höfn því hann tók a la Mourinho-fagn eftir allri hliðarlínunni.Fernando Torres kemur Chelsea yfir. Adrian Lopez jafnar fyrir Atletico Madrid. Diego Costa kemur Atletico Madrid í 2-1 Arda Turan gerir út um þetta með þriðja markinu
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira