Disney græðir vel á Frozen Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2014 13:11 Frozen kvikmynd Disney hefur skilað vænu fé í kassann. Disney Co. kom hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum hressilega á óvart og jók mjög við hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi, sem jókst ferfalt frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 225 milljörðum króna. Helsta ástæðan fyrir þessum góða árangri nú er myndin „Frozen“. Myndin er orðin tekjuhæst teiknimynd allra tíma og nema heildartekjur af henni 132 milljörðum króna. Rekstur annarra deilda Disney gekk einnig mjög vel og hagnaður þeirra allra með tveggja stafa aukningu í prósentum talið. Heildarvelta Disney á síðasta ársfjórðungi nam 1.305 milljörðum króna og er það 10% meira en í fyrra. Hagnaður af veltu Disney er því 17,2% og þætti flestum fyrirtækiseigendum það ári gott. Hagnaður á hvern hlut í Disney nam 1,08 dollurum en búist hafði verið við 0,97 dollara hagnaði. Hermt er eftir stjórnendum Disney að „Frozen“ sé nú orðið eitt af fimm stærstu vörumerkjum fyrirtækisins og það ætli það sér að nýta vel á næstu 5 árum, að minnsta kosti. Nú er í undirbúningi Broadway leikuppfærsla á „Frozen“ og í skemmtigörðum Disney sé nú unnið að frekari sýnileika á „Frozen“ myndinni og karakterum hennar. Fleiri myndir skiluðu ágætum hagnaði á tímabilinu, svo sem „Captain America: The Winter Soldier“ og skilaði hún mun meiri tekjum en fyrri myndin um „Captain America“. Stutt er í „Avengers 2“-myndina og miklar væntingar um gott gengi hennar, sem og næstu „Star Wars“-myndar. Disney ætlar reyndar að framleiða tvær „Star Wars“-myndir í viðbót við hana og ef vel gengur með þær verða næstu ár eins gjöful fyrir Disney og árið í ár stefnir. Disney á sjónvarpsstöðvarnar ABC og ESPN og gekk rekstur þeirra vonum framar og eiga þær einnig vænan hlut í hagnaði félagsins. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Disney Co. kom hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum hressilega á óvart og jók mjög við hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi, sem jókst ferfalt frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 225 milljörðum króna. Helsta ástæðan fyrir þessum góða árangri nú er myndin „Frozen“. Myndin er orðin tekjuhæst teiknimynd allra tíma og nema heildartekjur af henni 132 milljörðum króna. Rekstur annarra deilda Disney gekk einnig mjög vel og hagnaður þeirra allra með tveggja stafa aukningu í prósentum talið. Heildarvelta Disney á síðasta ársfjórðungi nam 1.305 milljörðum króna og er það 10% meira en í fyrra. Hagnaður af veltu Disney er því 17,2% og þætti flestum fyrirtækiseigendum það ári gott. Hagnaður á hvern hlut í Disney nam 1,08 dollurum en búist hafði verið við 0,97 dollara hagnaði. Hermt er eftir stjórnendum Disney að „Frozen“ sé nú orðið eitt af fimm stærstu vörumerkjum fyrirtækisins og það ætli það sér að nýta vel á næstu 5 árum, að minnsta kosti. Nú er í undirbúningi Broadway leikuppfærsla á „Frozen“ og í skemmtigörðum Disney sé nú unnið að frekari sýnileika á „Frozen“ myndinni og karakterum hennar. Fleiri myndir skiluðu ágætum hagnaði á tímabilinu, svo sem „Captain America: The Winter Soldier“ og skilaði hún mun meiri tekjum en fyrri myndin um „Captain America“. Stutt er í „Avengers 2“-myndina og miklar væntingar um gott gengi hennar, sem og næstu „Star Wars“-myndar. Disney ætlar reyndar að framleiða tvær „Star Wars“-myndir í viðbót við hana og ef vel gengur með þær verða næstu ár eins gjöful fyrir Disney og árið í ár stefnir. Disney á sjónvarpsstöðvarnar ABC og ESPN og gekk rekstur þeirra vonum framar og eiga þær einnig vænan hlut í hagnaði félagsins.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent