Nýtt app til að losa fólk við snjallsímafíkn Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 15. maí 2014 15:22 Nýjar rannsóknir sýni að yfir 176 milljónir snjallsímafíkla séu um allan heim. Nýtt app, BreakFree´s, er komið á markað en appið á að aðstoða þá sem haldnir eru svokallaðri snjallsímafíkn að takast á við vandann. Flestum er ljóst að mannfólkið eyðir sífellt meiri tíma við hangs í snjallsímum. Samkvæmt Mashable er snjallsímafíkn að verða sífellt stærra vandamál. Nýjar rannsóknir sýni að yfir 176 milljónir fíkla séu um allan heim. Snjallsímafíklunum hafi fjölgað um 123 prósent á einu ári. Skilgreining á snjallsímafíkli er sá sem opnar app í símanum sínum 60 sinnum eða oftar á dag. Nýja appið heldur utan um tímann sem fólk eyðir í símanum og bendir fólki á þegar tími er kominn til þess að líta upp frá honum. Appið heldur utan um það hversu oft síminn er tekinn úr lás og hversu mikill tími fer í símtöl og hversu mikill tími fer í annað. Appið reiknar út „fíknistig“ (e. addiction score) og þegar notandinn er kominn með ákveðinn fjölda stiga lætur appið hann vita. „Við viljum að fólk átti sig á því að stundir með öðrum manneskjum eru betri en þær stundir sem eytt er í símanum,“ segir einn af hönnuðum appsins, Mrigaen Kapadia, í viðtali við Mashable. Appið kostar ekki neitt en til þess að geta notið þess til fulls verður notandinn að greiða tæpa tvo dollara. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nýtt app, BreakFree´s, er komið á markað en appið á að aðstoða þá sem haldnir eru svokallaðri snjallsímafíkn að takast á við vandann. Flestum er ljóst að mannfólkið eyðir sífellt meiri tíma við hangs í snjallsímum. Samkvæmt Mashable er snjallsímafíkn að verða sífellt stærra vandamál. Nýjar rannsóknir sýni að yfir 176 milljónir fíkla séu um allan heim. Snjallsímafíklunum hafi fjölgað um 123 prósent á einu ári. Skilgreining á snjallsímafíkli er sá sem opnar app í símanum sínum 60 sinnum eða oftar á dag. Nýja appið heldur utan um tímann sem fólk eyðir í símanum og bendir fólki á þegar tími er kominn til þess að líta upp frá honum. Appið heldur utan um það hversu oft síminn er tekinn úr lás og hversu mikill tími fer í símtöl og hversu mikill tími fer í annað. Appið reiknar út „fíknistig“ (e. addiction score) og þegar notandinn er kominn með ákveðinn fjölda stiga lætur appið hann vita. „Við viljum að fólk átti sig á því að stundir með öðrum manneskjum eru betri en þær stundir sem eytt er í símanum,“ segir einn af hönnuðum appsins, Mrigaen Kapadia, í viðtali við Mashable. Appið kostar ekki neitt en til þess að geta notið þess til fulls verður notandinn að greiða tæpa tvo dollara.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira