Íslenskar geitur drepnar af dreka í Game of Thrones Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2014 17:11 „Hann er alveg heill eftir bruna gærkvöldsins,“ segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarfirði. Þar talar hún um íslensku geitina Casanova, sem var í litlu en mikilvægu hlutverki í þætti Game of Thrones, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það voru einmitt að fara héðan krakkar frá Kanada sem voru að taka myndir af honum og ætla að sýna vinum sínum vestanhafs sem horfa á þættina. Hann telur sig alltaf vera flottastann.“ Tuttugu geitur frá Jóhönnu voru notaðar við tökurnar við Þórufoss í Mosfellsdal. Hræða átti geiturnar með sömu flautunni aftur og aftur til að fá þær til að hlaupa af stað. „Þegar búið var að nota sömu flautuna þrisvar hætti hann alveg að hlaupa og horfði á fólk og hristi hausinn,“ segir Jóhanna. „Honum fannst mannskepnan mjög heimsk að halda að hægt væri að hræða hann með sama hljóðinu.“ Jóhanna segir geitur alls ekki vera vitlausar og þær láti ekki hræða sig ef þær treysti mannfólki þegar. „Raggeit er mjög vitlaust notað orð. Geitur eru alls ekki ragar.“ „Ég hafði gaman af því hvað þær fengu mikinn tíma í mynd. Gná heitir sú sem var hvað mest sýnd, en hún er alveg rosalega flott,“ segir Jóhanna. „Stóri hafurinn sem sést líka í atriðinu er nú utan á Vegahandbókinni, svo hann er líka frægur miðað við geit.“ Game of Thrones Tengdar fréttir Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
„Hann er alveg heill eftir bruna gærkvöldsins,“ segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarfirði. Þar talar hún um íslensku geitina Casanova, sem var í litlu en mikilvægu hlutverki í þætti Game of Thrones, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það voru einmitt að fara héðan krakkar frá Kanada sem voru að taka myndir af honum og ætla að sýna vinum sínum vestanhafs sem horfa á þættina. Hann telur sig alltaf vera flottastann.“ Tuttugu geitur frá Jóhönnu voru notaðar við tökurnar við Þórufoss í Mosfellsdal. Hræða átti geiturnar með sömu flautunni aftur og aftur til að fá þær til að hlaupa af stað. „Þegar búið var að nota sömu flautuna þrisvar hætti hann alveg að hlaupa og horfði á fólk og hristi hausinn,“ segir Jóhanna. „Honum fannst mannskepnan mjög heimsk að halda að hægt væri að hræða hann með sama hljóðinu.“ Jóhanna segir geitur alls ekki vera vitlausar og þær láti ekki hræða sig ef þær treysti mannfólki þegar. „Raggeit er mjög vitlaust notað orð. Geitur eru alls ekki ragar.“ „Ég hafði gaman af því hvað þær fengu mikinn tíma í mynd. Gná heitir sú sem var hvað mest sýnd, en hún er alveg rosalega flott,“ segir Jóhanna. „Stóri hafurinn sem sést líka í atriðinu er nú utan á Vegahandbókinni, svo hann er líka frægur miðað við geit.“
Game of Thrones Tengdar fréttir Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00