Simeone: Mistök að byrja með Costa inn á Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2014 15:30 Diego Simeone og Raphael Varane lenti saman undir lok úrslitaleiks Meistaradeildarinnar í gær. Vísir/Getty Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, viðurkennir að það hafi verið mistök að láta framherjann Diego Costa byrja úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í gær. "Það var á mína ábyrgð að Diego skyldi hafa byrjað leikinn og það voru mistök hjá mér," sagði Simeone eftir leikinn, en Costa þurfti að fara af velli á 9. mínútu vegna meiðsla sem hann hefur glímt við að undanförnu. Hann fór einnig meiddur út af í leiknum gegn Barcelona um síðustu helgi þar sem Atletico tryggði sér Spánarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir tapið gegn nágrönnunum í Real Madrid var Simeone stoltur af sínum mönnum. "Þegar liðið gefur allt sem það á, þá er ekki hægt að fara fram á meira. Núna verðum við að hvílast og undirbúa okkur fyrir næsta tímabil. "Þetta mun styrkja okkur og gefa okkur möguleika á að bæta leik okkar. Nú vita allir að Atletico er alvöru lið," sagði argentínski þjálfarinn ennfremur. Varðandi atvikið undir lok leiksins þegar Simeone reiddist Raphael Varane, leikmanni Real Madrid, og hljóp inn á völlinn, þá sagði hann að franski varnarmaðurinn hefði sparkað bolta í áttina að varamannabekk Atletico. "Hann sparkaði boltanum í áttina að mér og það fauk í mig. Það var ástæðan, hann er ungur. Þetta voru ekki góð viðbrögð hjá honum og líklega ekki hjá mér heldur," sagði Simeone að endingu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo í metabækurnar Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði fjórða og síðasta mark Real Madrid úr vítaspyrnu þegar liðið lagði nágranna sína í Atletico Madrid, 4-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 25. maí 2014 18:30 Sögulegur sigur Ancelottis Carlo Ancelotti hefur unnið jafn marga Meistaradeildartitla og Bob Paisley gerði á sínum tíma með Liverpool. Ítalinn komst einnig í hóp þeirra þjálfara sem hafa stýrt tveimur liðum til sigurs í Meistaradeildinni. 25. maí 2014 13:00 Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26 Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30 Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, viðurkennir að það hafi verið mistök að láta framherjann Diego Costa byrja úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í gær. "Það var á mína ábyrgð að Diego skyldi hafa byrjað leikinn og það voru mistök hjá mér," sagði Simeone eftir leikinn, en Costa þurfti að fara af velli á 9. mínútu vegna meiðsla sem hann hefur glímt við að undanförnu. Hann fór einnig meiddur út af í leiknum gegn Barcelona um síðustu helgi þar sem Atletico tryggði sér Spánarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir tapið gegn nágrönnunum í Real Madrid var Simeone stoltur af sínum mönnum. "Þegar liðið gefur allt sem það á, þá er ekki hægt að fara fram á meira. Núna verðum við að hvílast og undirbúa okkur fyrir næsta tímabil. "Þetta mun styrkja okkur og gefa okkur möguleika á að bæta leik okkar. Nú vita allir að Atletico er alvöru lið," sagði argentínski þjálfarinn ennfremur. Varðandi atvikið undir lok leiksins þegar Simeone reiddist Raphael Varane, leikmanni Real Madrid, og hljóp inn á völlinn, þá sagði hann að franski varnarmaðurinn hefði sparkað bolta í áttina að varamannabekk Atletico. "Hann sparkaði boltanum í áttina að mér og það fauk í mig. Það var ástæðan, hann er ungur. Þetta voru ekki góð viðbrögð hjá honum og líklega ekki hjá mér heldur," sagði Simeone að endingu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo í metabækurnar Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði fjórða og síðasta mark Real Madrid úr vítaspyrnu þegar liðið lagði nágranna sína í Atletico Madrid, 4-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 25. maí 2014 18:30 Sögulegur sigur Ancelottis Carlo Ancelotti hefur unnið jafn marga Meistaradeildartitla og Bob Paisley gerði á sínum tíma með Liverpool. Ítalinn komst einnig í hóp þeirra þjálfara sem hafa stýrt tveimur liðum til sigurs í Meistaradeildinni. 25. maí 2014 13:00 Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26 Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30 Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Ronaldo í metabækurnar Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði fjórða og síðasta mark Real Madrid úr vítaspyrnu þegar liðið lagði nágranna sína í Atletico Madrid, 4-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 25. maí 2014 18:30
Sögulegur sigur Ancelottis Carlo Ancelotti hefur unnið jafn marga Meistaradeildartitla og Bob Paisley gerði á sínum tíma með Liverpool. Ítalinn komst einnig í hóp þeirra þjálfara sem hafa stýrt tveimur liðum til sigurs í Meistaradeildinni. 25. maí 2014 13:00
Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26
Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30
Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01