„Hver á núna að passa barnið mitt?“ Valdimar Víðisson skrifar 20. maí 2014 10:13 Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir í tvö ár. Grunnskólakennarar hafa beðið þolinmóðir eftir launaleiðréttingu og viðurkenningu á því mikla álagi sem fylgir þessu starfi. Því miður þurftu grunnskólakennarar að grípa til vinnustöðvunar. Fyrsta vinnustöðvunin var 15. maí, önnur vinnustöðvunin hefur verið boðuð 21. maí og þriðja vinnustöðvunin 27. maí. Vonandi tekst að semja áður en til þess kemur. Samkvæmt formanni félags grunnskólakennara þá þokast í rétta átt og það er vel. Umræðan um þessa vinnustöðvun hefur verið sáralítil, fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á þessum aðgerðum, sjálfsagt af því að hér er um að ræða stétt sem vinnur með fólk en ekki peninga. Ég hef fengið símtöl frá fólki sem veit ekki af því að það eru boðaðir þrír dagar í vinnustöðvun. Einhverjir hafa látið það út úr sér að það sé skipulagsdagur í grunnskólum Hafnarfjarðar og því skiptir þetta ekki öllu og sumir tala um að það séu vandræði á heimilinu því nú veit fólk ekki hver á að „passa“ barnið þeirra. Hvar er umræðan um það álag sem fylgir starfinu? Hvar er umræðan um að meðallaun kennara séu um 320.000 kr. og það fyrir skatt? Hvar er umræðan um þau fjölmörgu verkefni sem hafa færst yfir á kennara síðustu ár án þess að launin hafi hækkað? Þessi vinnustöðvun hefur áhrif á rúmlega 42.000 grunnskólanemendur og snertir allflest heimili með einum eða öðrum hætti. Afleiðingarnar eru þær að nemendur missa úr daga, kennarar missa úr daga til að skipuleggja námsmat, stjórnendur missa kennara úr vinnu varðandi skólanámskrá og skipulag næsta skólaárs og svona mætti lengi telja. Kennari í fullu starfi skilar rúmlega 42 klst. í vinnu í hverri viku. Vinnuvikan hjá öðrum eru 40 klst. Með þessum „umfram“ tíma eru kennarar að vinna af sér jólaleyfi og páskaleyfi. Yfir sumartímann eiga kennarar að sinna yfir 100 klst. í endurmenntun. En umræðan er ekki um þessa miklu vinnu kennara, hún er um það að kennarar eiga svo gott frí. Það er kominn tími til að snúa umræðunni við. Það er kominn tími til að sýna kennurum stuðning í sinni baráttu. Þeir þurfa hærri laun. Ég efast um að aðrar starfsstéttir gætu sætt sig við aukið álag og fleiri verkefni en með sömu laun. Góður kennari skiptir gífurlega miklu máli fyrir skólagöngu barna. Fyrir nokkrum árum útskrifuðust tugir kennara á hverju vori, í vor útskrifast 20 kennarar frá Háskóla Íslands. Ef það verður ekki breyting á kjörum kennara þá kvíði ég framtíð grunnskólans. Forgangsröðunin er svo röng, við þurfum að fjárfesta í menntun, það skilar sér svo margfalt tilbaka. Horfum fram á veginn, leiðréttum kjör kennara og viðurkennum það gífurlega mikla álag sem fylgir þessu starfi. Áfram kennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir í tvö ár. Grunnskólakennarar hafa beðið þolinmóðir eftir launaleiðréttingu og viðurkenningu á því mikla álagi sem fylgir þessu starfi. Því miður þurftu grunnskólakennarar að grípa til vinnustöðvunar. Fyrsta vinnustöðvunin var 15. maí, önnur vinnustöðvunin hefur verið boðuð 21. maí og þriðja vinnustöðvunin 27. maí. Vonandi tekst að semja áður en til þess kemur. Samkvæmt formanni félags grunnskólakennara þá þokast í rétta átt og það er vel. Umræðan um þessa vinnustöðvun hefur verið sáralítil, fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á þessum aðgerðum, sjálfsagt af því að hér er um að ræða stétt sem vinnur með fólk en ekki peninga. Ég hef fengið símtöl frá fólki sem veit ekki af því að það eru boðaðir þrír dagar í vinnustöðvun. Einhverjir hafa látið það út úr sér að það sé skipulagsdagur í grunnskólum Hafnarfjarðar og því skiptir þetta ekki öllu og sumir tala um að það séu vandræði á heimilinu því nú veit fólk ekki hver á að „passa“ barnið þeirra. Hvar er umræðan um það álag sem fylgir starfinu? Hvar er umræðan um að meðallaun kennara séu um 320.000 kr. og það fyrir skatt? Hvar er umræðan um þau fjölmörgu verkefni sem hafa færst yfir á kennara síðustu ár án þess að launin hafi hækkað? Þessi vinnustöðvun hefur áhrif á rúmlega 42.000 grunnskólanemendur og snertir allflest heimili með einum eða öðrum hætti. Afleiðingarnar eru þær að nemendur missa úr daga, kennarar missa úr daga til að skipuleggja námsmat, stjórnendur missa kennara úr vinnu varðandi skólanámskrá og skipulag næsta skólaárs og svona mætti lengi telja. Kennari í fullu starfi skilar rúmlega 42 klst. í vinnu í hverri viku. Vinnuvikan hjá öðrum eru 40 klst. Með þessum „umfram“ tíma eru kennarar að vinna af sér jólaleyfi og páskaleyfi. Yfir sumartímann eiga kennarar að sinna yfir 100 klst. í endurmenntun. En umræðan er ekki um þessa miklu vinnu kennara, hún er um það að kennarar eiga svo gott frí. Það er kominn tími til að snúa umræðunni við. Það er kominn tími til að sýna kennurum stuðning í sinni baráttu. Þeir þurfa hærri laun. Ég efast um að aðrar starfsstéttir gætu sætt sig við aukið álag og fleiri verkefni en með sömu laun. Góður kennari skiptir gífurlega miklu máli fyrir skólagöngu barna. Fyrir nokkrum árum útskrifuðust tugir kennara á hverju vori, í vor útskrifast 20 kennarar frá Háskóla Íslands. Ef það verður ekki breyting á kjörum kennara þá kvíði ég framtíð grunnskólans. Forgangsröðunin er svo röng, við þurfum að fjárfesta í menntun, það skilar sér svo margfalt tilbaka. Horfum fram á veginn, leiðréttum kjör kennara og viðurkennum það gífurlega mikla álag sem fylgir þessu starfi. Áfram kennarar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun