Innlent

„Við erum í næsta húsi þannig að við vorum tvær mínútur á staðinn“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Arason.
Guðmundur Arason. Vísir/Securitas/Andri Marinó
Engin merki voru í fyrstu um að eldur hefði kviknaði í húsnæði Fannar þegar starfsmenn Securitas mættu á vettvang. Þeir voru fyrstir á staðinn líkt og Vísir greindi frá í gær.

Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, staðfestir í samtali við Vísi að fyrirtækinu hafi borist boð frá sjálfvirku brunaboðunarkerfi í húsnæðinu hjá Fönn. Þá hafi klukkan verið um tíu mínútur yfir átta.

Svo heppilega vill til að stjórnstöð Securitas er í Skeifunni, nánar tiltekið Skeifunni átta sem er beint á móti húsnæði Fannar í Skeifunni 11.

„Við erum í næsta húsi þannig að við vorum tvær mínútur á staðinn,“ segir Guðmundur og bætir við:

„Eftir fyrstu vettvangsskoðun virtist ekkert vera að gerast,“ segir Guðmundur en það var fljótt að breytast. Eftir frekari greiningu hafi verið ljóst að eldur væri laus í húsinu. Bæði hafi brunalykt gefið það til kynna og sömuleiðis mikill hiti sem myndaðist.

Um leið hafi verið sent boð á neyðarlínuna. Slökkviliðið hafi verið mætt um fimm mínútum síðar. Öryggisverðir Securitas veittu aðstoð á vettvangi.

„Ég held að þegar mest var hafi fjörutíu öryggisverðir hjálpað til við að loka af svæðið í kringum húsið og hjálpa viðbragðsaðilum.“

Sem kunnugt er var mannfjöldi í Skeifunni mikill og virtu sumir að vettugi tilmæli lögreglu og hunsuðu lokanir. Slökkviliðsmenn segja hinn mikla mannfjölda þó ekki hafa komið að sök í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Sluppu þrátt fyrir sprengingar á neðri hæðinni

"Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt sem er til húsa á hæðunum fyrir ofan Rekstrarland í Skeifunni.

Funda um aðgang tryggingafélagana

Eiginlegu slökkvistarfi er lokið en í allan dag hafa slökkviliðsmenn unnið í því að slökkva svokölluð eldhreiður

Fyrstu mínútur brunans náðust á öryggismyndavél

Myndskeið sem tekið var úr öryggismyndavél utan á húsnæði Myllunnar í Skeifunni má sjá hve hratt reykmökkurinn myndaðist í kjölfar eldsins sem kom upp um áttaleytið í Skeifunni 11 í gærkvöldi.

Slökkti eld á stuttbuxum: „Ég tímdi ekki að fara heim“

"Þegar svona eldur kemur upp eru svo ótrúlega mörg verk sem þarf að vinna – meira að segja fyrir mann á stuttbuxum. Þannig að ég vissi að ég þyrfti að rjúka til og hjálpa,“ segir Stefán Már Kristinsson sem vakti mikla athygli lesenda Vísis í gær, fyrir að vera á stuttbuxunum að slökkva eldinn í Skeifunni.

Hunsaði viðvaranir lögreglunnar

Myndband sem sýnir foreldra fylgja börnum sýnum yfir viðvörunarborða lögreglunnar hefur vakið mikið umtal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×