Vélmenni keppa í fótbolta í Brasilíu Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2014 16:14 Vélmennin sem keppa á RoboCup eru mörg hver mjög lipur. Mynd/RoboCup 2013 RoboCup er árleg fótboltakeppni vélmenna sem fyrst var stofnað til árið 1997. Markmið keppninnar eru að þróa lið vélmenna í mannsmynd sem geta unnið ríkjandi sigurvegara heimsmeistarakeppni FIFA fyrir árið 2050. RoboCup 2014 verður haldið í Brasilíu í lok mánaðarins. Síðan þá hafa bæst við aðrar keppnir auk fótbolta. Keppt er í þróun vélmenna sem nýtast við björgun, á heimilum og í iðnaði auk þess sem börnum er gert kleyft að keppa. Vélmenni ungmenna keppa í fótbolta, dansi og björgun. Í fyrstu keppninni kepptu 38 lið, en Forbes segir keppnisliðin í ár vera alls 550 talsins frá yfir 45 löndum. Stór tæknifyrirtæki á borð við Google, Facebook og Amazon eru byrjuð að fylgjast vel með þessum keppnum. Google vinnur meðal annars að þróun bíla sem þurfi ekki stjórnanda. Ann Miura-Ko segir Google þurfa að leita lausna við sömu vandamálum og þeir sem keppi í RoboCup hafi leitað, fyrir aldamót. Meðal annars hvernig hægt er að stýra í gegnum flókið umhverfi og gera ráð fyrir hreyfingum annarra. Keppnin vekur mikla athygli ár hvert. Í fyrra var keppnin haldin í Hollandi og mætti fjöldi fólks til að fylgjast með.Mynd/RoboCup 2013Fjöldi fólks fylgdist með úrslitaleikjum RoboCup í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Máxima, drottning Hollands, fékk blómvönd frá vélmenni á keppninni í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Hér má sjá einn úrslitaleik keppninar í fyrra. Hér má sjá leik frá RoboCup árið 2009. Hér að neðan má sjá hluta úr úrslitaleik RoboCup í fyrra, sem haldið var í Japan. Hér má sjá úrslitaleik í deild stærstu vélmenna RoboCup í Istanbúl 2011. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
RoboCup er árleg fótboltakeppni vélmenna sem fyrst var stofnað til árið 1997. Markmið keppninnar eru að þróa lið vélmenna í mannsmynd sem geta unnið ríkjandi sigurvegara heimsmeistarakeppni FIFA fyrir árið 2050. RoboCup 2014 verður haldið í Brasilíu í lok mánaðarins. Síðan þá hafa bæst við aðrar keppnir auk fótbolta. Keppt er í þróun vélmenna sem nýtast við björgun, á heimilum og í iðnaði auk þess sem börnum er gert kleyft að keppa. Vélmenni ungmenna keppa í fótbolta, dansi og björgun. Í fyrstu keppninni kepptu 38 lið, en Forbes segir keppnisliðin í ár vera alls 550 talsins frá yfir 45 löndum. Stór tæknifyrirtæki á borð við Google, Facebook og Amazon eru byrjuð að fylgjast vel með þessum keppnum. Google vinnur meðal annars að þróun bíla sem þurfi ekki stjórnanda. Ann Miura-Ko segir Google þurfa að leita lausna við sömu vandamálum og þeir sem keppi í RoboCup hafi leitað, fyrir aldamót. Meðal annars hvernig hægt er að stýra í gegnum flókið umhverfi og gera ráð fyrir hreyfingum annarra. Keppnin vekur mikla athygli ár hvert. Í fyrra var keppnin haldin í Hollandi og mætti fjöldi fólks til að fylgjast með.Mynd/RoboCup 2013Fjöldi fólks fylgdist með úrslitaleikjum RoboCup í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Máxima, drottning Hollands, fékk blómvönd frá vélmenni á keppninni í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Hér má sjá einn úrslitaleik keppninar í fyrra. Hér má sjá leik frá RoboCup árið 2009. Hér að neðan má sjá hluta úr úrslitaleik RoboCup í fyrra, sem haldið var í Japan. Hér má sjá úrslitaleik í deild stærstu vélmenna RoboCup í Istanbúl 2011.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira