Youtube-stjarna með rúman milljarð á ári Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 29. júlí 2014 12:15 Felix Kjellberg er sænskur og ríkur. Vísir/Skjáskot Business Insider hefur tekið saman lista yfir 20 tekjuhæstu Youtube-stjörnurnar, og áhugavert er að skoða tekjur þeirra, áskrifendur og áhorfstölur. Hér lítum við yfir efstu fimm netstjörnurnar. Hafa skal í huga að allar fjárhæðir sem hér eftir eru nefndar eru reiknaðar eftir að Youtube tekur til sín 45% hagnaðarins sem fæst í gegnum auglýsingar.1. sæti Sá sem efst á listanum trónir er Svíi nokkur að nafni Felix Kjellberg. Hann er eflaust betur þekktur meðal lesenda undir netnafni sínu, PewDiePie. PewDiePie tekur upp myndbönd af sjálfum sér að spila ýmsa vinsæla en stundum óþekkta tölvuleiki. Felix er með rúma 29 milljónir áskrifenda á Youtube. Summa allra áhorfa á öll hans myndbönd nær rúmum 5.3 milljörðum. Samkvæmt útreikningum Social Blade eru tekjur Felix í mesta lagi heill milljarður króna, eða 8.5 milljónir bandaríkjadala.2. - 3. sæti Annað og þriðja sæti verma rásirnar BluCollection og DisneyCollectorBR. Þessar tvær rásir birta myndbönd þar sem ýmis leikföng eru tekin úr pakkningum sínum (svokölluð "unboxing" myndbönd). Foreldrum barna finnst hentugt að smella myndböndum rásanna á iPad-inn eða snjallsímann ef barninu leiðist, þar eð leikfangaskoðunin er í miklu uppáhaldi hjá yngri kynslóðinni. DisneyCollectorBR er með rúmar fimm milljónir bandaríkjadala (580 milljónir króna) í árstekjur, meðan BluCollection er með 6,4 milljónir dollara (737 milljónir króna).4. sæti Í fjórða sæti sitja bandarísku vinirnir Ian Hecox og Anthony Padilla með Youtuberásina Smosh. Smosh framleiðir fyrst og fremst grínmyndbönd, en eftir að félagarnir öðluðust internetvinsældir hafa þeir breikkað sig út. Nú gera þeir einnig tölvuleikjamyndbönd og framleiða tónlistarmyndbönd sem oft eru þó brandarar í sjálfum sér. Smosh eru samtals með rúmlega 18 milljón áskrifendur og summa áhorfa nær 3.4 milljörðum. Tekjur þeirra ná í mesta lagi heilum 4.5 milljónum bandaríkjadala árlega, eða um hálfum milljarði króna.5. sæti Fimmta sætið hlýtur svo Adam Dahlberg, betur þekktur sem SkyDoesMinecraft. Adam spilar tölvuleikinn geysivinsæla Minecraft í myndböndum sínum, og hefur gefið út heil 902 slík myndskeið. Áskrifendur Dahlberg eru tíu milljón talsins, og heildarsumma áhorfa nær tveimur milljörðum. Árstekjur Dahlberg nema rúmum þremur milljónum bandaríkjadala. Nemur sú upphæð einhverjum 350 milljónum íslenskra króna. Greinilegt er að mikið fjármagn liggur í myndbandsframleiðslu á veraldarvefnum. Hafi lesendur áhuga má hér fyrir neðan sjá myndband eftir tekjukóng Youtube, en athugið að orðbragð Felix er ekki alltaf til fyrirmyndar. Tengdar fréttir Ungur trommari í vinnu hjá Youtube Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. 23. nóvember 2011 20:00 Íslensk YouTube-stjarna með milljón áhorf Steinunn Anna Svansdóttir er sextán ára Hafnfirðingur sem hefur slegið í gegn á YouTube. 28. júlí 2014 15:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Business Insider hefur tekið saman lista yfir 20 tekjuhæstu Youtube-stjörnurnar, og áhugavert er að skoða tekjur þeirra, áskrifendur og áhorfstölur. Hér lítum við yfir efstu fimm netstjörnurnar. Hafa skal í huga að allar fjárhæðir sem hér eftir eru nefndar eru reiknaðar eftir að Youtube tekur til sín 45% hagnaðarins sem fæst í gegnum auglýsingar.1. sæti Sá sem efst á listanum trónir er Svíi nokkur að nafni Felix Kjellberg. Hann er eflaust betur þekktur meðal lesenda undir netnafni sínu, PewDiePie. PewDiePie tekur upp myndbönd af sjálfum sér að spila ýmsa vinsæla en stundum óþekkta tölvuleiki. Felix er með rúma 29 milljónir áskrifenda á Youtube. Summa allra áhorfa á öll hans myndbönd nær rúmum 5.3 milljörðum. Samkvæmt útreikningum Social Blade eru tekjur Felix í mesta lagi heill milljarður króna, eða 8.5 milljónir bandaríkjadala.2. - 3. sæti Annað og þriðja sæti verma rásirnar BluCollection og DisneyCollectorBR. Þessar tvær rásir birta myndbönd þar sem ýmis leikföng eru tekin úr pakkningum sínum (svokölluð "unboxing" myndbönd). Foreldrum barna finnst hentugt að smella myndböndum rásanna á iPad-inn eða snjallsímann ef barninu leiðist, þar eð leikfangaskoðunin er í miklu uppáhaldi hjá yngri kynslóðinni. DisneyCollectorBR er með rúmar fimm milljónir bandaríkjadala (580 milljónir króna) í árstekjur, meðan BluCollection er með 6,4 milljónir dollara (737 milljónir króna).4. sæti Í fjórða sæti sitja bandarísku vinirnir Ian Hecox og Anthony Padilla með Youtuberásina Smosh. Smosh framleiðir fyrst og fremst grínmyndbönd, en eftir að félagarnir öðluðust internetvinsældir hafa þeir breikkað sig út. Nú gera þeir einnig tölvuleikjamyndbönd og framleiða tónlistarmyndbönd sem oft eru þó brandarar í sjálfum sér. Smosh eru samtals með rúmlega 18 milljón áskrifendur og summa áhorfa nær 3.4 milljörðum. Tekjur þeirra ná í mesta lagi heilum 4.5 milljónum bandaríkjadala árlega, eða um hálfum milljarði króna.5. sæti Fimmta sætið hlýtur svo Adam Dahlberg, betur þekktur sem SkyDoesMinecraft. Adam spilar tölvuleikinn geysivinsæla Minecraft í myndböndum sínum, og hefur gefið út heil 902 slík myndskeið. Áskrifendur Dahlberg eru tíu milljón talsins, og heildarsumma áhorfa nær tveimur milljörðum. Árstekjur Dahlberg nema rúmum þremur milljónum bandaríkjadala. Nemur sú upphæð einhverjum 350 milljónum íslenskra króna. Greinilegt er að mikið fjármagn liggur í myndbandsframleiðslu á veraldarvefnum. Hafi lesendur áhuga má hér fyrir neðan sjá myndband eftir tekjukóng Youtube, en athugið að orðbragð Felix er ekki alltaf til fyrirmyndar.
Tengdar fréttir Ungur trommari í vinnu hjá Youtube Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. 23. nóvember 2011 20:00 Íslensk YouTube-stjarna með milljón áhorf Steinunn Anna Svansdóttir er sextán ára Hafnfirðingur sem hefur slegið í gegn á YouTube. 28. júlí 2014 15:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ungur trommari í vinnu hjá Youtube Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. 23. nóvember 2011 20:00
Íslensk YouTube-stjarna með milljón áhorf Steinunn Anna Svansdóttir er sextán ára Hafnfirðingur sem hefur slegið í gegn á YouTube. 28. júlí 2014 15:15