Rafmynt er ekki ólögleg á Íslandi Hilmar Jónsson skrifar 22. júlí 2014 15:33 Hvort kemur á undan, hænan eða hænsnabúrið? Rafmynt (e. Cryptocurrency) hefur verið mikið í umræðunni hjá löggjafarvaldinu í heiminum upp á síðkastið. Umræðan hefur snúist um hvort og hvernig eigi að búa til lög um rafmyntina og hvort einhver lög sem séu nú þegar til staðar gildi um hana.Nýtt fyrirbæri Greinarhöfundur álítur rafmyntina vera nýtt fyrirbæri sem þurfi að laga lögin að. Ef upp kæmi dómsmál um rafmynt á Íslandi og dæmt væri eftir núverandi kerfi gæti tekið langan tíma að laga fordæmi sem það myndi gefa. Þannig gæti rafmynt orðið gjörsamlega ónothæf þangað til heildarlög koma á Íslandi.Seðlabanki Íslands segir bíddu Í yfirlýsingu sem Seðlabanki Íslands sendi frá sér um rafmynt er tekið fram að verið sé að vinna að lausn á lagalegri óvissu á vettvangi ESB. Sú lausn myndi felast í breytingum á samevrópsku regluverki. Þetta þýðir það að rafmynt fengi sennilega sömu stöðu hér og í ESB. Seðlabanki Íslands er þannig búinn að gefa út að hann ætli ekki að eiga frumkvæði að því að búa til reglur um rafmynt á Íslandi.Ekkert ólöglegt við rafmynt Yfirlýsingar Seðlabankans vara við viðskiptum með rafmynt vegna gengisáhættu og skorti á lagalegri vernd neytenda. Á Íslandi er hins vegar löglegt að kaupa, selja og gefa rafmynt að vild en gjaldeyrishöftin takmarka flutning á eignum á milli landa og þannig viðskipti með rafmynt á milli landa. Þannig má í dag versla með rafmynt innan landssteinanna og nota sem greiðslumiðil að vild.Íslensk sprotafyrirtæki í vanda Nokkur íslensk frumkvöðlafyrirtæki vinna með rafmynt. Í sumum tilvikum bindur lagalega óvissan þessi fyrirtæki. Einhver þeirra hafa íhugað að skrá sig erlendis en eitt þeirra er nú þegar farið. Rafmyntin er ný tækni og vinna með hana á heima í sprotafyrirtækjum sem geta aðlagað sig hratt að kerfi sem er í stöðugri þróun. Rafmyntin hefur marga kosti umfram hefðbundna gjaldmiðla og það er hugsanlegt að bitcoin, sem er mest notaða rafmyntin, sé gjaldmiðill framtíðarinnar. Þannig er nauðsynlegt að fyrirtæki fái frelsi til að vinna með hana strax og prófa sig áfram.Dell, Newegg og Overstock taka öll við bitcoin Bitcoin er kominn á annað stig erlendis. Stórfyrirtæki eru byrjuð að taka við greiðslum í bitcoin en þau gefa jafnvel afslætti gegn því að greiða með rafmynt. Ísland situr eftir því umræðan hér hefur verið neikvæðari en annars staðar sem hefur latt marga til að stofna fyrirtæki hér.Hænsnabúrið er ekki komið Við erum heppin að búa á Íslandi. Við lifum í samfélagi þar sem allt sem er ekki bannað er leyft. Það var skotið af byssu á Íslandi áður en það var til bókstafur í lögum um það. Bíllinn var fluttur til landsins áður en umferðareglurnar komu og menn byrjuðu að hjóla áður en hjálmurinn varð að skyldu. Á sama hátt er rafmyntin notuð í dag á meðan við bíðum eftir reglum. Við ættum bara að muna að í þessu umhverfi er mikilvægt að vanda sig og taka upp góðar venjur til að hvetja til heilbrigðrar lagasetningar í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafmyntir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Hvort kemur á undan, hænan eða hænsnabúrið? Rafmynt (e. Cryptocurrency) hefur verið mikið í umræðunni hjá löggjafarvaldinu í heiminum upp á síðkastið. Umræðan hefur snúist um hvort og hvernig eigi að búa til lög um rafmyntina og hvort einhver lög sem séu nú þegar til staðar gildi um hana.Nýtt fyrirbæri Greinarhöfundur álítur rafmyntina vera nýtt fyrirbæri sem þurfi að laga lögin að. Ef upp kæmi dómsmál um rafmynt á Íslandi og dæmt væri eftir núverandi kerfi gæti tekið langan tíma að laga fordæmi sem það myndi gefa. Þannig gæti rafmynt orðið gjörsamlega ónothæf þangað til heildarlög koma á Íslandi.Seðlabanki Íslands segir bíddu Í yfirlýsingu sem Seðlabanki Íslands sendi frá sér um rafmynt er tekið fram að verið sé að vinna að lausn á lagalegri óvissu á vettvangi ESB. Sú lausn myndi felast í breytingum á samevrópsku regluverki. Þetta þýðir það að rafmynt fengi sennilega sömu stöðu hér og í ESB. Seðlabanki Íslands er þannig búinn að gefa út að hann ætli ekki að eiga frumkvæði að því að búa til reglur um rafmynt á Íslandi.Ekkert ólöglegt við rafmynt Yfirlýsingar Seðlabankans vara við viðskiptum með rafmynt vegna gengisáhættu og skorti á lagalegri vernd neytenda. Á Íslandi er hins vegar löglegt að kaupa, selja og gefa rafmynt að vild en gjaldeyrishöftin takmarka flutning á eignum á milli landa og þannig viðskipti með rafmynt á milli landa. Þannig má í dag versla með rafmynt innan landssteinanna og nota sem greiðslumiðil að vild.Íslensk sprotafyrirtæki í vanda Nokkur íslensk frumkvöðlafyrirtæki vinna með rafmynt. Í sumum tilvikum bindur lagalega óvissan þessi fyrirtæki. Einhver þeirra hafa íhugað að skrá sig erlendis en eitt þeirra er nú þegar farið. Rafmyntin er ný tækni og vinna með hana á heima í sprotafyrirtækjum sem geta aðlagað sig hratt að kerfi sem er í stöðugri þróun. Rafmyntin hefur marga kosti umfram hefðbundna gjaldmiðla og það er hugsanlegt að bitcoin, sem er mest notaða rafmyntin, sé gjaldmiðill framtíðarinnar. Þannig er nauðsynlegt að fyrirtæki fái frelsi til að vinna með hana strax og prófa sig áfram.Dell, Newegg og Overstock taka öll við bitcoin Bitcoin er kominn á annað stig erlendis. Stórfyrirtæki eru byrjuð að taka við greiðslum í bitcoin en þau gefa jafnvel afslætti gegn því að greiða með rafmynt. Ísland situr eftir því umræðan hér hefur verið neikvæðari en annars staðar sem hefur latt marga til að stofna fyrirtæki hér.Hænsnabúrið er ekki komið Við erum heppin að búa á Íslandi. Við lifum í samfélagi þar sem allt sem er ekki bannað er leyft. Það var skotið af byssu á Íslandi áður en það var til bókstafur í lögum um það. Bíllinn var fluttur til landsins áður en umferðareglurnar komu og menn byrjuðu að hjóla áður en hjálmurinn varð að skyldu. Á sama hátt er rafmyntin notuð í dag á meðan við bíðum eftir reglum. Við ættum bara að muna að í þessu umhverfi er mikilvægt að vanda sig og taka upp góðar venjur til að hvetja til heilbrigðrar lagasetningar í framtíðinni.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun