Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Kristján Már Unnarsson skrifar 18. ágúst 2014 19:30 Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. Jöklafræðingur segir að gera verði ráð fyrir að jökulhlaup verði það stórt að það sópi burt öllum brúm yfir Jökulsá á Fjöllum og breyti Dettifossi.For an English version of news on the volcano in Bardarbunga, click here.Jökulsárbrú á hringveginum við Grímsstaði á Fjöllum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þeir sem flogið hafa yfir Bárðarbungu síðustu sólarhringa hafa engar breytingar séð á yfirborði eldstöðvarinnar, þar virðist allt með kyrrum kjörum, og hvergi að sjá nýja sigdæld. Þeir sem sitja yfir jarðskjálftamælunum á Veðurstofunni sjá hins vegar að þar undir niðri hristist allt og nötrar. Kvika er að færast út frá Bárðarbungu, til norðausturs. Ekki sjást þó merki þess að kvikan sé á leið til yfirborðs. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, fagstjóri jarðvár á Veðurstofu, segir að kvikan sé ennþá á nokkurra kílómetra dýpi, líklega á þriggja til sjö kílómetra dýpi. Veðurstofan var áður búin að setja Bárðarbungu á gulan lit gagnvart alþjóðaflugi en í hádeginu var viðbúnaðarstigið hækkað upp í appelsínugulan lit. Þetta virðist þó ekki hafa fælt þotuumferðina frá Vatnajökli, miðað við staðsetningu flugvéla á ratsjármynd um miðjan dag. Litakóðarnir eru fimm en sá rauði er gefinn út þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið. Skjálfti sem varð síðastliðna nótt upp á fjögur stig vakti sérstakan ugg. „Þetta er mjög öflug hrina. Skjálftinn sem mældist þarna í nótt er sá stærsti síðan það gaus þarna 1996 í Gjálp. Við höfum bara fulla ástæðu til að gera ráð fyrir að þarna komi eldgos," sagði Kristín Jónsdóttir. Innanlands er mesta hættan talin stafa af hugsanlegu hamfaraflóði. En hvar kæmi það niður? Helgi Björnsson, helsti jöklasérfræðingur landsins, segir að gos í Bárðarbungu geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi; til suðurs um Grímsvötn og Skeiðarársand, til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, norður í Skjálfandafljót en einkum þó í norðaustur til Jökulsár á Fjöllum, sem nú þykir líklegusta hlaupleiðin, miðað við nýjustu staðsetningu jarðskjálfta.Helgi Björnsson jöklafræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Helgi segir að ef gos kæmi upp þar sem skjálftarnir eru núna, en þar er jökullinn um 600 metra þykkur, myndi vatnið renna til Jökulsár á Fjöllum. „Það getur orðið fimm þúsund teningsmetrar á sekúndu sem er náttúrlega firnamikið." Hann telur að hlaupið gæti orðið álíka stórt og það sem tók af brýrnar á Skeiðarársandi fyrir átján árum. Yfir Jökulsá á Fjöllum eru þrjár brýr, þar á meðal á hringveginum við Grímsstaði. Helgi kveðst reikna með að þær gætu allar farið. „Ég á alveg eins von á því að þær séu ekki hannaðar fyrir svona ofsalegt rennsli," segir Helgi. Ekki aðeins brýrnar þrjár yrðu í hættu því Jökulsá myndi flæða yfir bakka sína á stóru svæði, ógna byggð í Öxarfirði, og sjálfur Dettifoss myndu hugsanlega ekki standast áhlaupið.Ferðamenn við Dettifoss.Fréttablaðið/Vilhelm„Það myndi væntanlega sjá verulega á Dettifossi við það að fá svona vatnsgusu niður. Við þekkjum það að hann breytist stöðugt, bara við það rennsli sem nú er. Við sjáum að hann er að grafa sig hærra og hærra upp farveginn, eða fossbrúnin. Að fá slíkt flóð myndi flýta mjög fyrir því. Það myndi sjá verulega á honum." Það gæfist hins vegar góður tími til að vara fólk við því flóðbylgjan kæmi ekki strax niður. „Það er nú væntalega hálfur sólarhringur. Það tekur það langan tíma, sem betur fer, þannig að það er nú hægt að bjarga ýmsu á hálfum sólarhringi eða einum degi," sagði Helgi Björnsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. Jöklafræðingur segir að gera verði ráð fyrir að jökulhlaup verði það stórt að það sópi burt öllum brúm yfir Jökulsá á Fjöllum og breyti Dettifossi.For an English version of news on the volcano in Bardarbunga, click here.Jökulsárbrú á hringveginum við Grímsstaði á Fjöllum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þeir sem flogið hafa yfir Bárðarbungu síðustu sólarhringa hafa engar breytingar séð á yfirborði eldstöðvarinnar, þar virðist allt með kyrrum kjörum, og hvergi að sjá nýja sigdæld. Þeir sem sitja yfir jarðskjálftamælunum á Veðurstofunni sjá hins vegar að þar undir niðri hristist allt og nötrar. Kvika er að færast út frá Bárðarbungu, til norðausturs. Ekki sjást þó merki þess að kvikan sé á leið til yfirborðs. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, fagstjóri jarðvár á Veðurstofu, segir að kvikan sé ennþá á nokkurra kílómetra dýpi, líklega á þriggja til sjö kílómetra dýpi. Veðurstofan var áður búin að setja Bárðarbungu á gulan lit gagnvart alþjóðaflugi en í hádeginu var viðbúnaðarstigið hækkað upp í appelsínugulan lit. Þetta virðist þó ekki hafa fælt þotuumferðina frá Vatnajökli, miðað við staðsetningu flugvéla á ratsjármynd um miðjan dag. Litakóðarnir eru fimm en sá rauði er gefinn út þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið. Skjálfti sem varð síðastliðna nótt upp á fjögur stig vakti sérstakan ugg. „Þetta er mjög öflug hrina. Skjálftinn sem mældist þarna í nótt er sá stærsti síðan það gaus þarna 1996 í Gjálp. Við höfum bara fulla ástæðu til að gera ráð fyrir að þarna komi eldgos," sagði Kristín Jónsdóttir. Innanlands er mesta hættan talin stafa af hugsanlegu hamfaraflóði. En hvar kæmi það niður? Helgi Björnsson, helsti jöklasérfræðingur landsins, segir að gos í Bárðarbungu geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi; til suðurs um Grímsvötn og Skeiðarársand, til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, norður í Skjálfandafljót en einkum þó í norðaustur til Jökulsár á Fjöllum, sem nú þykir líklegusta hlaupleiðin, miðað við nýjustu staðsetningu jarðskjálfta.Helgi Björnsson jöklafræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Helgi segir að ef gos kæmi upp þar sem skjálftarnir eru núna, en þar er jökullinn um 600 metra þykkur, myndi vatnið renna til Jökulsár á Fjöllum. „Það getur orðið fimm þúsund teningsmetrar á sekúndu sem er náttúrlega firnamikið." Hann telur að hlaupið gæti orðið álíka stórt og það sem tók af brýrnar á Skeiðarársandi fyrir átján árum. Yfir Jökulsá á Fjöllum eru þrjár brýr, þar á meðal á hringveginum við Grímsstaði. Helgi kveðst reikna með að þær gætu allar farið. „Ég á alveg eins von á því að þær séu ekki hannaðar fyrir svona ofsalegt rennsli," segir Helgi. Ekki aðeins brýrnar þrjár yrðu í hættu því Jökulsá myndi flæða yfir bakka sína á stóru svæði, ógna byggð í Öxarfirði, og sjálfur Dettifoss myndu hugsanlega ekki standast áhlaupið.Ferðamenn við Dettifoss.Fréttablaðið/Vilhelm„Það myndi væntanlega sjá verulega á Dettifossi við það að fá svona vatnsgusu niður. Við þekkjum það að hann breytist stöðugt, bara við það rennsli sem nú er. Við sjáum að hann er að grafa sig hærra og hærra upp farveginn, eða fossbrúnin. Að fá slíkt flóð myndi flýta mjög fyrir því. Það myndi sjá verulega á honum." Það gæfist hins vegar góður tími til að vara fólk við því flóðbylgjan kæmi ekki strax niður. „Það er nú væntalega hálfur sólarhringur. Það tekur það langan tíma, sem betur fer, þannig að það er nú hægt að bjarga ýmsu á hálfum sólarhringi eða einum degi," sagði Helgi Björnsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50
Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37
Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10
Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28
Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30