Með tvö hundruð vinabeiðnir og frægur í Þýskalandi Bjarki Ármannsson skrifar 15. ágúst 2014 15:05 Davíð var í fríi með Lindu konu sinni og tveimur dætrum. „Þetta hefur farið mjög vel með mig,“ segir Davíð Aron Guðnason flugvirki sem vakti athygli fjölmiðla fyrr í sumar eftir að hann gerði við farþegaflugvél sem átti að flytja hann, konu hans og dætur frá Spáni til Íslands. Engan flugvirkja var að finna þegar vélin átti að fara á loft og útlit fyrir að margra klukkutíma seinkun yrði á fluginu þegar Davíð tók til sinna ráða. „Ég fékk bara þakkarbréf og blómvönd frá flugfélaginu,“ segir Davíð. „Og rauðvínsflaska fylgdi með.“ Primera air hefði líklega þurft að bóka hótelherbergi fyrir farþegana hundrað og áttatíu, hefði aðstoðar Davíðs ekki notið við. Hann fékk þó enga frímiða fyrir reddinguna. „Ég skal nú alveg viðurkenna að ég var að vonast eftir því,“ segir hann léttur í bragði. „En ég er alveg sáttur.“Frægur í Þýskalandi Sagan af íslenska farþeganum sem gerði við eigin flugvél rataði í fjölmiðla víðsvegar um Evrópu, meðal annars á vef þýska dagblaðsins Bild. „Þetta er búið að fara víða og ég er kominn með einhverjar tvö hundruð vinabeiðnir á Facebook, allt frá útlendingum,“ segir Davíð. „Ég á vinkonur í Þýskalandi sem eru báðar búnar að segja mér hvað það er gaman að eiga vin sem er frægur í Þýskalandi. Það er bara gaman að því.“ Þrátt fyrir að sagan hafi slegið svona rækilega í gegn, segir Davíð athyglina ekki angra sig neitt. „Ég átti aldrei von á því að það yrði gert svona mikið úr þessu, en þetta er náttúrulega bara jákvæð frétt og skemmtileg.“ Tengdar fréttir Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
„Þetta hefur farið mjög vel með mig,“ segir Davíð Aron Guðnason flugvirki sem vakti athygli fjölmiðla fyrr í sumar eftir að hann gerði við farþegaflugvél sem átti að flytja hann, konu hans og dætur frá Spáni til Íslands. Engan flugvirkja var að finna þegar vélin átti að fara á loft og útlit fyrir að margra klukkutíma seinkun yrði á fluginu þegar Davíð tók til sinna ráða. „Ég fékk bara þakkarbréf og blómvönd frá flugfélaginu,“ segir Davíð. „Og rauðvínsflaska fylgdi með.“ Primera air hefði líklega þurft að bóka hótelherbergi fyrir farþegana hundrað og áttatíu, hefði aðstoðar Davíðs ekki notið við. Hann fékk þó enga frímiða fyrir reddinguna. „Ég skal nú alveg viðurkenna að ég var að vonast eftir því,“ segir hann léttur í bragði. „En ég er alveg sáttur.“Frægur í Þýskalandi Sagan af íslenska farþeganum sem gerði við eigin flugvél rataði í fjölmiðla víðsvegar um Evrópu, meðal annars á vef þýska dagblaðsins Bild. „Þetta er búið að fara víða og ég er kominn með einhverjar tvö hundruð vinabeiðnir á Facebook, allt frá útlendingum,“ segir Davíð. „Ég á vinkonur í Þýskalandi sem eru báðar búnar að segja mér hvað það er gaman að eiga vin sem er frægur í Þýskalandi. Það er bara gaman að því.“ Þrátt fyrir að sagan hafi slegið svona rækilega í gegn, segir Davíð athyglina ekki angra sig neitt. „Ég átti aldrei von á því að það yrði gert svona mikið úr þessu, en þetta er náttúrulega bara jákvæð frétt og skemmtileg.“
Tengdar fréttir Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40