Game of Thrones geitunum bjargað í bili Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. september 2014 10:26 „Það tókst að safna upphæðinni sem stefnt var að,” segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu en hún hefur verið uggandi um búið sitt. Það hefur verið sett á uppboð sem verður eftir 10 daga, þann 18. september. Ákveðið var því fyrir stuttu að standa fyrir söfnun á indiegogo.com en lagt var upp með að safna 90 þúsund dollurum en það eru um tíu milljónir íslenskra króna. „Þetta var svo stuttur tími sem við höfðum en það hefur samt gengið ótrúlega vel. Það er auðvitað eingöngu þeim að þakka sem hafa verið að tala fyrir þessu og deila söfnuninni. Það er flest allt fólk sem ég þekki ekki neitt.” Vika er enn eftir af söfnuninni og því geta áhugasamir enn látið pening af hendi rakna.Game of Thrones stjörnur Geiturnar hennar Jóhönnu eru þekktar á heimsmælikvarða þar sem þær fengu hlutverk í þáttaröðinni Game of Thrones en margir aðdáendur þáttanna hafa heimsótt staðinn. Atriði þáttanna má sjá hér. Að sögn Jóhönnu er ótrúlegt að fá stuðning alls staðar að úr heiminum frá fólki sem hún þekkir ekki en hefur áhuga á að vernda dýrategund í útrýmingarhættu. Hún bjóst engan veginn við þeim stuðningi sem hún hefur fengið. „Nei, ekki að það yrði svona mikið. Fólk að koma til manns og taka um hann og hvetja mann áfram. „Stattu þig, þú mátt ekki gefast upp, þú verður að halda áfram.” Í flestum tilfellum fólk sem maður hefur aldrei áður séð eða talað við.”Geiturnar lifa góðu lífi í Háafelli.Mynd/JóhannaMeð Háafelli myndi 22 prósent stofnsins hverfa Íslenski geitastofninn þurrkaðist nærri út um miðja 20. öld en með átaki tókst að bjarga honum. Hann telur nú rétt um 800 dýr og 22 prósent þeirra hafast við í Háafelli. Takist ekki að bjarga búinu verður þeim dýrum slátrað. En hver eru þá næstu skref?„Ég veit það ekki ennþá. Ekki fyrr en ég er búin að ræða við þá hjá bankanum til að sjá hvort þeir eru tilbúnir til að gera eitthvað á móti, það er það sem er allra næst á dagskrá,” útskýrir Jóhanna en búið varð skuldugt í kjölfar hrunsins. „Svo vonar maður að geitin komist sem fyrst inn í kerfi landbúnaðar og verði betur studd af ríkinu.” Hún vill bæði að geitin komist inn í landbúnaðarkerfi og verði flokkuð sem dýrategund í útrýmingarhættu. Eins og staðan er núna er aðeins greitt með 20 geitum á hverjum bæ. „Það munar náttúrulega ansi miklu hvort maður fær greitt með 190 geitum eða 20.” Háafell, með sínar tvö hundruð geitur, er langstærsta geitabúið á Íslandi og eina ræktunarbúið hér á landi. „Flestir eru með frá 5 geitum upp í 20. En það er mikið að fjölga og yngri bónda langar til að prófa. En á meðan kerfið er eins og það er er það ekki mögulegt.” Geitaafurðir hreinar og áhugi að aukast Gríðarlegur áhugi virðist vera fyrir geitaafurðum að sögn Jóhönnu. „Hér komu 40-100 manns á dag í sumar. Þriðji hver maður á dag spyr um osta og það segir sína sögu. Að auki er áhugi að aukast fyrir geitaafurðum vegna hollustu kjötsins, þetta eru yfirleitt mjög hreinar afurðir.” Áhuginn hefur eins og áður segir náð út fyrir landsteinana en Jóhanna rakst fyrir stuttu á undirskriftarlista á netinu sem stafar ekki frá henni sjálfri. Á hann hafa ritað nafn sitt yfir áttatíu þúsund einstaklingar alls staðar að úr heiminum.Jóhanna ásamt geitunum sínum.Mynd/JóhannaEnn óvissa um fjárhagslega framtíð búsins Jóhanna hyggst bóka fund með bankanum í þessari viku og vonar að bankinn verði samstarfsfús. Hún veit ekki enn hvort peningurinn dugi rétt í að bægja búinu frá uppboði eða hvort þar myndist grundvöllur til þess að finna langtímalausn. Hún vill í öllu falli halda áfram geitarækt og búið hennar skipar stóran sess í geitabúskap Íslendinga eins og áður segir. Game of Thrones Tengdar fréttir Bíður svars ráðherra rétt fyrir uppboð Sigurður Ingi lagði fram þingsályktunartillögu fyrir kosningar þar sem hann hvatti landbúnaðarráðherra til að bregðast við hættunni sem íslenski geitfjárstofninn sé í. Stærsta búið verður boðið upp í september. Eigandinn nær ekki eyrum Sigurðar. 29. júlí 2014 07:15 Geitaræktin lifir ekki af án aukins stuðnings Starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra hefur skilað inn tillögum sínum að stuðningsaðgerðum sem eiga að efla íslenska geitfjárstofninn og stuðla að vernd hans og viðgangi. 11. ágúst 2014 16:16 Íslenskar geitur drepnar af dreka í Game of Thrones Tuttugu íslenskar geitur frá Háafelli í Borgarfirði voru notaðar við tökur á atriði í Game of Thrones þáttunum sem sýnt var í gær. 13. maí 2014 17:11 Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Það tókst að safna upphæðinni sem stefnt var að,” segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu en hún hefur verið uggandi um búið sitt. Það hefur verið sett á uppboð sem verður eftir 10 daga, þann 18. september. Ákveðið var því fyrir stuttu að standa fyrir söfnun á indiegogo.com en lagt var upp með að safna 90 þúsund dollurum en það eru um tíu milljónir íslenskra króna. „Þetta var svo stuttur tími sem við höfðum en það hefur samt gengið ótrúlega vel. Það er auðvitað eingöngu þeim að þakka sem hafa verið að tala fyrir þessu og deila söfnuninni. Það er flest allt fólk sem ég þekki ekki neitt.” Vika er enn eftir af söfnuninni og því geta áhugasamir enn látið pening af hendi rakna.Game of Thrones stjörnur Geiturnar hennar Jóhönnu eru þekktar á heimsmælikvarða þar sem þær fengu hlutverk í þáttaröðinni Game of Thrones en margir aðdáendur þáttanna hafa heimsótt staðinn. Atriði þáttanna má sjá hér. Að sögn Jóhönnu er ótrúlegt að fá stuðning alls staðar að úr heiminum frá fólki sem hún þekkir ekki en hefur áhuga á að vernda dýrategund í útrýmingarhættu. Hún bjóst engan veginn við þeim stuðningi sem hún hefur fengið. „Nei, ekki að það yrði svona mikið. Fólk að koma til manns og taka um hann og hvetja mann áfram. „Stattu þig, þú mátt ekki gefast upp, þú verður að halda áfram.” Í flestum tilfellum fólk sem maður hefur aldrei áður séð eða talað við.”Geiturnar lifa góðu lífi í Háafelli.Mynd/JóhannaMeð Háafelli myndi 22 prósent stofnsins hverfa Íslenski geitastofninn þurrkaðist nærri út um miðja 20. öld en með átaki tókst að bjarga honum. Hann telur nú rétt um 800 dýr og 22 prósent þeirra hafast við í Háafelli. Takist ekki að bjarga búinu verður þeim dýrum slátrað. En hver eru þá næstu skref?„Ég veit það ekki ennþá. Ekki fyrr en ég er búin að ræða við þá hjá bankanum til að sjá hvort þeir eru tilbúnir til að gera eitthvað á móti, það er það sem er allra næst á dagskrá,” útskýrir Jóhanna en búið varð skuldugt í kjölfar hrunsins. „Svo vonar maður að geitin komist sem fyrst inn í kerfi landbúnaðar og verði betur studd af ríkinu.” Hún vill bæði að geitin komist inn í landbúnaðarkerfi og verði flokkuð sem dýrategund í útrýmingarhættu. Eins og staðan er núna er aðeins greitt með 20 geitum á hverjum bæ. „Það munar náttúrulega ansi miklu hvort maður fær greitt með 190 geitum eða 20.” Háafell, með sínar tvö hundruð geitur, er langstærsta geitabúið á Íslandi og eina ræktunarbúið hér á landi. „Flestir eru með frá 5 geitum upp í 20. En það er mikið að fjölga og yngri bónda langar til að prófa. En á meðan kerfið er eins og það er er það ekki mögulegt.” Geitaafurðir hreinar og áhugi að aukast Gríðarlegur áhugi virðist vera fyrir geitaafurðum að sögn Jóhönnu. „Hér komu 40-100 manns á dag í sumar. Þriðji hver maður á dag spyr um osta og það segir sína sögu. Að auki er áhugi að aukast fyrir geitaafurðum vegna hollustu kjötsins, þetta eru yfirleitt mjög hreinar afurðir.” Áhuginn hefur eins og áður segir náð út fyrir landsteinana en Jóhanna rakst fyrir stuttu á undirskriftarlista á netinu sem stafar ekki frá henni sjálfri. Á hann hafa ritað nafn sitt yfir áttatíu þúsund einstaklingar alls staðar að úr heiminum.Jóhanna ásamt geitunum sínum.Mynd/JóhannaEnn óvissa um fjárhagslega framtíð búsins Jóhanna hyggst bóka fund með bankanum í þessari viku og vonar að bankinn verði samstarfsfús. Hún veit ekki enn hvort peningurinn dugi rétt í að bægja búinu frá uppboði eða hvort þar myndist grundvöllur til þess að finna langtímalausn. Hún vill í öllu falli halda áfram geitarækt og búið hennar skipar stóran sess í geitabúskap Íslendinga eins og áður segir.
Game of Thrones Tengdar fréttir Bíður svars ráðherra rétt fyrir uppboð Sigurður Ingi lagði fram þingsályktunartillögu fyrir kosningar þar sem hann hvatti landbúnaðarráðherra til að bregðast við hættunni sem íslenski geitfjárstofninn sé í. Stærsta búið verður boðið upp í september. Eigandinn nær ekki eyrum Sigurðar. 29. júlí 2014 07:15 Geitaræktin lifir ekki af án aukins stuðnings Starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra hefur skilað inn tillögum sínum að stuðningsaðgerðum sem eiga að efla íslenska geitfjárstofninn og stuðla að vernd hans og viðgangi. 11. ágúst 2014 16:16 Íslenskar geitur drepnar af dreka í Game of Thrones Tuttugu íslenskar geitur frá Háafelli í Borgarfirði voru notaðar við tökur á atriði í Game of Thrones þáttunum sem sýnt var í gær. 13. maí 2014 17:11 Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Bíður svars ráðherra rétt fyrir uppboð Sigurður Ingi lagði fram þingsályktunartillögu fyrir kosningar þar sem hann hvatti landbúnaðarráðherra til að bregðast við hættunni sem íslenski geitfjárstofninn sé í. Stærsta búið verður boðið upp í september. Eigandinn nær ekki eyrum Sigurðar. 29. júlí 2014 07:15
Geitaræktin lifir ekki af án aukins stuðnings Starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra hefur skilað inn tillögum sínum að stuðningsaðgerðum sem eiga að efla íslenska geitfjárstofninn og stuðla að vernd hans og viðgangi. 11. ágúst 2014 16:16
Íslenskar geitur drepnar af dreka í Game of Thrones Tuttugu íslenskar geitur frá Háafelli í Borgarfirði voru notaðar við tökur á atriði í Game of Thrones þáttunum sem sýnt var í gær. 13. maí 2014 17:11
Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00