Framsóknarmenn andsnúnir ýmsu í fjárlagafrumvarpinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2014 10:15 Fáir stjórnarliðar hafa talað jafn opinskátt um andstöðu sína við fjárlagafrumvarpið og Karl Garðarsson. Vísir / GVA Framsóknarmenn eru óánægðir með ýmsa hluti í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn mynda meirihluta á þingi með Sjálfstæðisflokki og standa því að fjárlagafrumvarpinu. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, er meðal Framsóknarmanna sem gagnrýnt hefur tillögur frumvarpsins en líklega hefur enginn verið jafn duglegur í gagnrýni sinni og Karl Garðarsson, þingmaður flokksins í Reykjavík. Gert er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpinu annað árið í röð. Áfram er gerð rík aðhaldskrafa á ráðuneytin og undirstofnanir þeirra en gefið er í á nokkrum stöðum. Skiptar skoðanir eru á frumvarpinu, líkt og áður. Óvenju mikil óánægja er hinsvegar í stjórnarliðinu og má búast við breytingum á frumvarpinu í meðförum þingsins. Vísir tók saman fjórar breytingar sem gerðar eru í fjárlagafrumvarpinu sem ekki er einhugur um í stjórnarliðinu.Fallið er frá sérstakri skattlagningu á sykur í fjárlagafrumvarpi næsta árs.Kristin DuvallSykurskatturinnFrosti Sigurjónsson lýsti yfir efasemdum um lækkun sykurskatts á Facebook-síðu sinni. Sagði hann rök vera fyrir því að þeir sem borði mikinn sykur borgi fyrir það sérstakan skatt þar sem óhófleg sykurneysla gæti haft alvarlegar heilsufarsafleiðingar. Það yki svo kostnað í heilbrigðiskerfinu.Vísir / Vilhelm GunnarssonMatarskatturinn Fjölmargir Framsóknarmenn, til að mynda Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson og Elsa Lára Arnardóttir, hafa lýst sig andsnúna við hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Óánægjan er svo mikil að samtal er hafið á milli stjórnarflokkanna að hætta við eða draga úr fyrirhuguðum hækkunum.„Ég mun berjast gegn þessum niðurskurði í fjárlaganefnd þingsins,“ segir Karl um niðurskurðinn.Vísir / Anton BrinkKynferðisbrot Karl Garðarsson lýsti undrun sinni á forgangsröðun fjármuna í fjárlagafrumvarpinu og benti á að fella ætti niður framlög til að tryggja skilvirk úrræði þolenda kynferðisbrota. Hann og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vinna nú að frumvarpi sem á að styrkja stöðu þeirra sem þurfa að sæta heimilisofbeldi.Halda á áfram átaksverkefni skattrannsóknarstjóra en skera niður fjárframlög.Vísir / Arnþór BirkissonSkattaeftirlit Eitt málið til viðbótar sem Karl Garðarsson hefur lýst sig andsnúinn er niðurskurður á fjárframlögum til skattrannsóknarstjóra. „Þessi ráðstöfun verður þeim mun undarlegri í ljósi þess að í frumvarpinu er viðurkennt að átaksverkefni skattrannsóknarstjóra hafi skilað miklum árangri,“ sagði hann um málið á Facebook. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Framsóknarmenn eru óánægðir með ýmsa hluti í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn mynda meirihluta á þingi með Sjálfstæðisflokki og standa því að fjárlagafrumvarpinu. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, er meðal Framsóknarmanna sem gagnrýnt hefur tillögur frumvarpsins en líklega hefur enginn verið jafn duglegur í gagnrýni sinni og Karl Garðarsson, þingmaður flokksins í Reykjavík. Gert er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpinu annað árið í röð. Áfram er gerð rík aðhaldskrafa á ráðuneytin og undirstofnanir þeirra en gefið er í á nokkrum stöðum. Skiptar skoðanir eru á frumvarpinu, líkt og áður. Óvenju mikil óánægja er hinsvegar í stjórnarliðinu og má búast við breytingum á frumvarpinu í meðförum þingsins. Vísir tók saman fjórar breytingar sem gerðar eru í fjárlagafrumvarpinu sem ekki er einhugur um í stjórnarliðinu.Fallið er frá sérstakri skattlagningu á sykur í fjárlagafrumvarpi næsta árs.Kristin DuvallSykurskatturinnFrosti Sigurjónsson lýsti yfir efasemdum um lækkun sykurskatts á Facebook-síðu sinni. Sagði hann rök vera fyrir því að þeir sem borði mikinn sykur borgi fyrir það sérstakan skatt þar sem óhófleg sykurneysla gæti haft alvarlegar heilsufarsafleiðingar. Það yki svo kostnað í heilbrigðiskerfinu.Vísir / Vilhelm GunnarssonMatarskatturinn Fjölmargir Framsóknarmenn, til að mynda Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson og Elsa Lára Arnardóttir, hafa lýst sig andsnúna við hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Óánægjan er svo mikil að samtal er hafið á milli stjórnarflokkanna að hætta við eða draga úr fyrirhuguðum hækkunum.„Ég mun berjast gegn þessum niðurskurði í fjárlaganefnd þingsins,“ segir Karl um niðurskurðinn.Vísir / Anton BrinkKynferðisbrot Karl Garðarsson lýsti undrun sinni á forgangsröðun fjármuna í fjárlagafrumvarpinu og benti á að fella ætti niður framlög til að tryggja skilvirk úrræði þolenda kynferðisbrota. Hann og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vinna nú að frumvarpi sem á að styrkja stöðu þeirra sem þurfa að sæta heimilisofbeldi.Halda á áfram átaksverkefni skattrannsóknarstjóra en skera niður fjárframlög.Vísir / Arnþór BirkissonSkattaeftirlit Eitt málið til viðbótar sem Karl Garðarsson hefur lýst sig andsnúinn er niðurskurður á fjárframlögum til skattrannsóknarstjóra. „Þessi ráðstöfun verður þeim mun undarlegri í ljósi þess að í frumvarpinu er viðurkennt að átaksverkefni skattrannsóknarstjóra hafi skilað miklum árangri,“ sagði hann um málið á Facebook.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00
Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52
Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41