Ríkisstjórnin setur sjálf fyrirvara við áhrif skattabreytinganna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. september 2014 11:02 Bjarni kynnti breytingar á virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Vísir / GVA Ríkisstjórnin setur fyrirvara við að verðlag muni raunverulega lækka við breytingar á efra virðisaukaskattsþrepinu úr 25,5 í 24 prósentustig. Í frumvarpinu segir að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum muni óhjákvæmilega hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, og þar með verðtryggð lán, og telja stjórnvöld föt, snyrtivörur, lyf, heimilistæki og húsgögn muni lækka um 1,2 prósent. „Þann fyrirvara þarf að hafa á matinu að hér er miðað við að áhrifin skili sér að fullu í breyttu smásöluverði,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þær forsendur hafa í gegnum tíðina ekki alltaf staðist. Til að mynda var það gagnrýnt þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði síðast að lækkunin skilaði sér seint og illa til neytenda. Til stendur að ræða sérstaklega um breytingar á lægra virðisaukaskattskerfinu. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, hafa lýst yfir andstöðu sinni við hækkun skatts á matvæli. Litlar umræður hafa þó verið á milli flokka enn sem komið er um hvað nákvæmlega eigi að gera, hvort að hætta eigi við hækkunina eða ráðast í aðrar mótvægisaðgerðir. Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Ríkisstjórnin setur fyrirvara við að verðlag muni raunverulega lækka við breytingar á efra virðisaukaskattsþrepinu úr 25,5 í 24 prósentustig. Í frumvarpinu segir að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum muni óhjákvæmilega hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, og þar með verðtryggð lán, og telja stjórnvöld föt, snyrtivörur, lyf, heimilistæki og húsgögn muni lækka um 1,2 prósent. „Þann fyrirvara þarf að hafa á matinu að hér er miðað við að áhrifin skili sér að fullu í breyttu smásöluverði,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þær forsendur hafa í gegnum tíðina ekki alltaf staðist. Til að mynda var það gagnrýnt þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði síðast að lækkunin skilaði sér seint og illa til neytenda. Til stendur að ræða sérstaklega um breytingar á lægra virðisaukaskattskerfinu. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, hafa lýst yfir andstöðu sinni við hækkun skatts á matvæli. Litlar umræður hafa þó verið á milli flokka enn sem komið er um hvað nákvæmlega eigi að gera, hvort að hætta eigi við hækkunina eða ráðast í aðrar mótvægisaðgerðir.
Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48