Byggjum á tölfræði í stað tilfinninga Helga Árnadóttir skrifar 10. september 2014 10:03 Ferðaþjónustan hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu misseri, ekki síst vegna þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur orðið á stuttum tíma. Fjölgunin er næstum því áþreifanleg, en í henni felast þó óteljandi tækifæri. Fyrir okkur öll sem í landinu búum er ómetanlegt að eiga atvinnugrein sem skapar jafn mikil verðmæti. Það er staðreynd að ferðaþjónustan dregur vagninn hvað varðar gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, en tæplega 27% teknanna komu frá ferðaþjónustunni einni saman á síðasta ári og hefur greinin eflst frekar en hitt á þessu ári. Án hennar væri væntanlega neikvæður vöru- og þjónustujöfnuður og verulegar blikur á lofti ef greinarinnar nyti ekki við. Þá skipta beinar skatttekjur af ferðaþjónustunni tugum milljarða. Atvinnusköpun greinarinnar er með mesta móti auk þess sem hún eflir og styður við aðrar atvinnugreinar s.s. landbúnað og sjávarútveg. Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar sem hefur eflt og blómgað byggðarlög um allt land.Hvert skal stefna og hvernig? Þá er það spurningin, hvert stefnir þessi atvinnugrein og hvernig ætlum við að ná settum markmiðum þannig að tryggja megi verðmætasköpun greinarinnar til framtíðar? Til að geta svarað þessum lykilspurningum á annan hátt en á tilfinningalegum nótum verður að tryggja almennilegar rannsóknir til að styðjast við sem og reglubundna framleiðslu tölfræðiupplýsinga. Staðreyndirnar verða að fá að tala sínu máli. Tryggja verður rannsóknir í ferðaþjónustunni til jafns við rannsóknir í öðrum undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Staðreynd málsins er sú að aðeins um 1% af því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum þjóðarinnar fer í rannsóknir á ferðaþjónstunni. Síðustu tölur yfir þessa skiptingu sýna að rannsóknir í iðnaði nam um 55% af heildarframlögum til rannsókna, um 35% fóru til fiskiðnaðar og landbúnaðar og um 10% til orkuframleiðslu og dreifingar. Eftir stóð innan við 1% – eiginlega afgangsstærð eða afrúnun sem ferðaþjónustunni hefur verið skammtað í gegnum tíðina.… og hvers vegna? Fyrir atvinnugrein í svona örum vexti, þar sem tækifærin eru til staðar sem og áskoranir, er algjört lykilatriði að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á tölfræði í stað tilfinninga. Nú þegar liggur fyrir greining á þörf fyrir rannsóknir og tölfræði í íslenskri ferðaþjónustu sem unnin var af KPMG fyrir Ferðamálastofu. Sú greining var gerð fyrir um það bil einu ári síðan og voru 11 forgangsrannsóknarefni tilgreind ásamt áætluðum kostnaði. Sá kostnaður nam um 350 milljónum sem verður að teljast hóflegur í öllum samanburði. Fyrr á árinu lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra um 10 milljónir til gerðar svokallaðra ferðaþjónustureikninga til næstu þriggja ára. Vissulega erum við sem störfum í ferðaþjónustu ánægð með þessa viðleitni stjórnvalda til að ná utan um algera grunnþætti greinarinnar. Hins vegar þarf að tryggja allar þessar forgangsrannsóknir strax. Í skýrslu OECD frá því í byrjun mánaðarins um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi kemur einnig fram mikilvægi þess að finna jafnvægi milli vaxtar orkugeirans og ferðaþjónstunnar annars vegar og umhverfisverndar hins vegar. Sér í lagi þar sem hagkerfi landsins hefur breyst mikið og mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur aukist jafnt og þétt. Þessir þættir útheimta ekki síst stefnumörkun frá hendi stjórnvalda sem þá aftur verða að byggja á öruggum tölulegum gögnum. Slíkir hagkvæmnisútreikningar verða að byggja á fjárhagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum sem því miður liggja ekki allir fyrir hendi í dag. Verðmat á auðlindum landsins í dag verður að byggja á langtímahagsmunum, enda eru auðlindir okkar líka eign komandi kynslóða.Tækifærið er núna! Stjórnvöld verða að leggjast á eitt og bregðast hratt við þannig að þau miklu tækifæri sem í greininni liggja séu tryggð til langs tíma litið. Nú er lykilatriði að ganga í takt, í takt við réttar og fullnægjandi upplýsingar hverju sinni. Stjórnvöld, það er ykkar að slá taktinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu misseri, ekki síst vegna þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur orðið á stuttum tíma. Fjölgunin er næstum því áþreifanleg, en í henni felast þó óteljandi tækifæri. Fyrir okkur öll sem í landinu búum er ómetanlegt að eiga atvinnugrein sem skapar jafn mikil verðmæti. Það er staðreynd að ferðaþjónustan dregur vagninn hvað varðar gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, en tæplega 27% teknanna komu frá ferðaþjónustunni einni saman á síðasta ári og hefur greinin eflst frekar en hitt á þessu ári. Án hennar væri væntanlega neikvæður vöru- og þjónustujöfnuður og verulegar blikur á lofti ef greinarinnar nyti ekki við. Þá skipta beinar skatttekjur af ferðaþjónustunni tugum milljarða. Atvinnusköpun greinarinnar er með mesta móti auk þess sem hún eflir og styður við aðrar atvinnugreinar s.s. landbúnað og sjávarútveg. Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar sem hefur eflt og blómgað byggðarlög um allt land.Hvert skal stefna og hvernig? Þá er það spurningin, hvert stefnir þessi atvinnugrein og hvernig ætlum við að ná settum markmiðum þannig að tryggja megi verðmætasköpun greinarinnar til framtíðar? Til að geta svarað þessum lykilspurningum á annan hátt en á tilfinningalegum nótum verður að tryggja almennilegar rannsóknir til að styðjast við sem og reglubundna framleiðslu tölfræðiupplýsinga. Staðreyndirnar verða að fá að tala sínu máli. Tryggja verður rannsóknir í ferðaþjónustunni til jafns við rannsóknir í öðrum undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Staðreynd málsins er sú að aðeins um 1% af því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum þjóðarinnar fer í rannsóknir á ferðaþjónstunni. Síðustu tölur yfir þessa skiptingu sýna að rannsóknir í iðnaði nam um 55% af heildarframlögum til rannsókna, um 35% fóru til fiskiðnaðar og landbúnaðar og um 10% til orkuframleiðslu og dreifingar. Eftir stóð innan við 1% – eiginlega afgangsstærð eða afrúnun sem ferðaþjónustunni hefur verið skammtað í gegnum tíðina.… og hvers vegna? Fyrir atvinnugrein í svona örum vexti, þar sem tækifærin eru til staðar sem og áskoranir, er algjört lykilatriði að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á tölfræði í stað tilfinninga. Nú þegar liggur fyrir greining á þörf fyrir rannsóknir og tölfræði í íslenskri ferðaþjónustu sem unnin var af KPMG fyrir Ferðamálastofu. Sú greining var gerð fyrir um það bil einu ári síðan og voru 11 forgangsrannsóknarefni tilgreind ásamt áætluðum kostnaði. Sá kostnaður nam um 350 milljónum sem verður að teljast hóflegur í öllum samanburði. Fyrr á árinu lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra um 10 milljónir til gerðar svokallaðra ferðaþjónustureikninga til næstu þriggja ára. Vissulega erum við sem störfum í ferðaþjónustu ánægð með þessa viðleitni stjórnvalda til að ná utan um algera grunnþætti greinarinnar. Hins vegar þarf að tryggja allar þessar forgangsrannsóknir strax. Í skýrslu OECD frá því í byrjun mánaðarins um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi kemur einnig fram mikilvægi þess að finna jafnvægi milli vaxtar orkugeirans og ferðaþjónstunnar annars vegar og umhverfisverndar hins vegar. Sér í lagi þar sem hagkerfi landsins hefur breyst mikið og mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur aukist jafnt og þétt. Þessir þættir útheimta ekki síst stefnumörkun frá hendi stjórnvalda sem þá aftur verða að byggja á öruggum tölulegum gögnum. Slíkir hagkvæmnisútreikningar verða að byggja á fjárhagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum sem því miður liggja ekki allir fyrir hendi í dag. Verðmat á auðlindum landsins í dag verður að byggja á langtímahagsmunum, enda eru auðlindir okkar líka eign komandi kynslóða.Tækifærið er núna! Stjórnvöld verða að leggjast á eitt og bregðast hratt við þannig að þau miklu tækifæri sem í greininni liggja séu tryggð til langs tíma litið. Nú er lykilatriði að ganga í takt, í takt við réttar og fullnægjandi upplýsingar hverju sinni. Stjórnvöld, það er ykkar að slá taktinn!
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar