Ísland og Súrinam kalla karla til fundar um jafnréttismál Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 19:30 Utanríkisráðherra boðar að Ísland muni ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári, þar sem karlar komi saman til að ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Hann segir ekki síður karla en kvenna að ræða ofbeldi gegn konum um allan heim. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir utanríkisstefnu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og ítrekaði þar m.a. stefnu Íslendinga gagnvart átökunum í Palestínu, hvað varðar matvælaöryggi, hryðjuverkaógn og fleira. „Ísland og Súrinam munu standa fyrir rakarastofu ráðstefnu í janúar 2015 þar sem karlmenn munu ræða kynjajafnrétti við aðra karlmenn með sérstakri áherslu á að taka á ofbeldi gegn konum,“ sagði utanríkisráðherra m.a. í ávarpi sínu á allsherjarþinginu í gær.Þessi hluti af ræðu utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í gær hefur vakið nokkra athygli erlendra fjölmiðla. Og spurning er því hvers vegna eigi að standa fyrir svona ráðstefnu með Súrinam? „Súrinam hefur sýnt mikinn áhuga á þessu máli; ofbeldi gegn konum og þannig lágu leiðir okkar saman. Það sem við ætlum að gera er að halda ráðstefnu dagana 14. og 15. janúar þar sem við munum leiða saman karla, á sérstökum hluta ráðstefnunar sem verður bara fyrir karla, þar sem þeir koma saman og ræða jafnréttismál og ofbeldi gegn konum,“ sagði Gunnar Bragi eftir komuna til landsins í dag. En á næsta ári efna Sameinuðu þjóðirnar til alls kyns viðburða í tilefni þess að 20 ár verða þá liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Utanríkisráðherra segir það ekki síður karlmanna en kvenna að ræða stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. „Það er held ég sjaldgæft að karlar sitji saman við borð eða hittist á rakarastofunni til að ræða jafnréttismál með þeim hætti. Þetta er kjörið tækifæri til þess. Ég held að það sé algengara að konur komi saman til að ræða jafnréttismál, jafnvel þá án karla eða í blönduðum hópi. Þannig að þetta er tilraun sem við viljum gjarnan gera og hefur greinilega fengið mikla athygli og margir sýnt áhuga á þessu máli,“ segir Gunnar Bragi. Þessi fyrirhugaði rakarastofuráðstefna rími mjög vel við Hann fyrir hana herferð Sameinuðu þjóðana sem kvikmyndaleikkonan Emma Watson fer fyrir og vakið hefur mikla athygli, en um 7 % íslenskra karlmanna eldri en 15 ára hafa skráð sig á heimasíðu þess átaks. „Og við höfum einmitt tekið undir með henni og ég held að Íslendingar standi sig mjög vel, karlmenn sérstaklega, í að skrá sig á þann vef sem er uppi varðandi þetta mál,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Súrínam Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Utanríkisráðherra boðar að Ísland muni ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári, þar sem karlar komi saman til að ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Hann segir ekki síður karla en kvenna að ræða ofbeldi gegn konum um allan heim. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir utanríkisstefnu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og ítrekaði þar m.a. stefnu Íslendinga gagnvart átökunum í Palestínu, hvað varðar matvælaöryggi, hryðjuverkaógn og fleira. „Ísland og Súrinam munu standa fyrir rakarastofu ráðstefnu í janúar 2015 þar sem karlmenn munu ræða kynjajafnrétti við aðra karlmenn með sérstakri áherslu á að taka á ofbeldi gegn konum,“ sagði utanríkisráðherra m.a. í ávarpi sínu á allsherjarþinginu í gær.Þessi hluti af ræðu utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í gær hefur vakið nokkra athygli erlendra fjölmiðla. Og spurning er því hvers vegna eigi að standa fyrir svona ráðstefnu með Súrinam? „Súrinam hefur sýnt mikinn áhuga á þessu máli; ofbeldi gegn konum og þannig lágu leiðir okkar saman. Það sem við ætlum að gera er að halda ráðstefnu dagana 14. og 15. janúar þar sem við munum leiða saman karla, á sérstökum hluta ráðstefnunar sem verður bara fyrir karla, þar sem þeir koma saman og ræða jafnréttismál og ofbeldi gegn konum,“ sagði Gunnar Bragi eftir komuna til landsins í dag. En á næsta ári efna Sameinuðu þjóðirnar til alls kyns viðburða í tilefni þess að 20 ár verða þá liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Utanríkisráðherra segir það ekki síður karlmanna en kvenna að ræða stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. „Það er held ég sjaldgæft að karlar sitji saman við borð eða hittist á rakarastofunni til að ræða jafnréttismál með þeim hætti. Þetta er kjörið tækifæri til þess. Ég held að það sé algengara að konur komi saman til að ræða jafnréttismál, jafnvel þá án karla eða í blönduðum hópi. Þannig að þetta er tilraun sem við viljum gjarnan gera og hefur greinilega fengið mikla athygli og margir sýnt áhuga á þessu máli,“ segir Gunnar Bragi. Þessi fyrirhugaði rakarastofuráðstefna rími mjög vel við Hann fyrir hana herferð Sameinuðu þjóðana sem kvikmyndaleikkonan Emma Watson fer fyrir og vakið hefur mikla athygli, en um 7 % íslenskra karlmanna eldri en 15 ára hafa skráð sig á heimasíðu þess átaks. „Og við höfum einmitt tekið undir með henni og ég held að Íslendingar standi sig mjög vel, karlmenn sérstaklega, í að skrá sig á þann vef sem er uppi varðandi þetta mál,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Súrínam Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira