Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 12:11 Vísir/Getty Ísland mun ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu um réttindi kvenna í New York á næsta ári þar sem eingöngu karlmenn munu koma saman til að ræða þau mál. Með ráðstefnunni er verið að svara kalli leikkonunnar Emmu Watson um að karlmenn láti sig kvennréttindi varða. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær þar sem hann ræddi mikilvægi þess að ríki heims tryggi áframhaldandi árangur í baráttunni gegn fátækt og ójafnræði. Utanríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni, hann lýsti m.a. stefnu Íslendinga í loftslagsmálum, lýsti yfir stuðningi við baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, ræddi mikilvægi matvælaöryggis í heiminum og fordæmdi m.a. hersetu Ísrelsmanna í Palestínu. „Löng herseta Ísraelsmanna á Gaza er brot á alþjóðalögum og landnámið heldur áfram ásamt ítrekuðum brotum á mannréttindum. Stríðið á Gaza í sumar hefur kostað óásættanlegt mannfall,“ sagði Gunnar Bragi, sem hvatti bæði Ísrael og Hamas að láta af hernaði sínum. En það var yfirlýsing Gunnars Braga um málefni kvenna sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla. Hann lýsti fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda við þá stefnu og aðgerðaráætlun sem samþykkt var á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 en þess verður minnst á næsta ári að 20 árverða liðinn frá ráðstefnunni. Gunnar Bragi boðaði að Ísland og Súrinam muni leiða hóp þjóða sem myndu standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári, eins konar rakarastofufundi (Barbershop), þar sem eingöngu karlkyns leiðtogar ungir sem aldnir kæmu saman til að ræða kvennréttindi og stöðu kvenna í heiminum. Þar sem karlmenn muni ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Ráðstefnan verði einstök í sinni röð þar sem þetta yrði í fyrsta skipti sem eingöngu karlkyns leiðtogar kæmu saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að ræða jafnrétti kynjanna. Þetta yrði einstakt framlag til Peking plús tuttugu framtaksins og "Hann fyrir hana" herferðina. En breska leikkonan Emma Watson, sem þekkturst er fyrir hlutverk sitt í Harry Potter kvikmyndunum leiðir þá herferð sem hvetur karlmenn til að láta sig jafnrétti kynjanna varða og standa á móti ofbeldi gegn konum um allan heimHér má horfa og hlusta á ræðu Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Súrínam Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Ísland mun ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu um réttindi kvenna í New York á næsta ári þar sem eingöngu karlmenn munu koma saman til að ræða þau mál. Með ráðstefnunni er verið að svara kalli leikkonunnar Emmu Watson um að karlmenn láti sig kvennréttindi varða. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær þar sem hann ræddi mikilvægi þess að ríki heims tryggi áframhaldandi árangur í baráttunni gegn fátækt og ójafnræði. Utanríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni, hann lýsti m.a. stefnu Íslendinga í loftslagsmálum, lýsti yfir stuðningi við baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, ræddi mikilvægi matvælaöryggis í heiminum og fordæmdi m.a. hersetu Ísrelsmanna í Palestínu. „Löng herseta Ísraelsmanna á Gaza er brot á alþjóðalögum og landnámið heldur áfram ásamt ítrekuðum brotum á mannréttindum. Stríðið á Gaza í sumar hefur kostað óásættanlegt mannfall,“ sagði Gunnar Bragi, sem hvatti bæði Ísrael og Hamas að láta af hernaði sínum. En það var yfirlýsing Gunnars Braga um málefni kvenna sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla. Hann lýsti fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda við þá stefnu og aðgerðaráætlun sem samþykkt var á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 en þess verður minnst á næsta ári að 20 árverða liðinn frá ráðstefnunni. Gunnar Bragi boðaði að Ísland og Súrinam muni leiða hóp þjóða sem myndu standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári, eins konar rakarastofufundi (Barbershop), þar sem eingöngu karlkyns leiðtogar ungir sem aldnir kæmu saman til að ræða kvennréttindi og stöðu kvenna í heiminum. Þar sem karlmenn muni ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Ráðstefnan verði einstök í sinni röð þar sem þetta yrði í fyrsta skipti sem eingöngu karlkyns leiðtogar kæmu saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að ræða jafnrétti kynjanna. Þetta yrði einstakt framlag til Peking plús tuttugu framtaksins og "Hann fyrir hana" herferðina. En breska leikkonan Emma Watson, sem þekkturst er fyrir hlutverk sitt í Harry Potter kvikmyndunum leiðir þá herferð sem hvetur karlmenn til að láta sig jafnrétti kynjanna varða og standa á móti ofbeldi gegn konum um allan heimHér má horfa og hlusta á ræðu Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.
Súrínam Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira