Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Hrund Þórsdóttir skrifar 8. október 2014 20:00 Hjúkrunarfræðingur var settur í einangrun á sjúkrahúsi í Madríd í morgun vegna ótta við ebólusmit svo þar eru nú alls sex í sóttkví og hefur mikill ótti gripið um sig. Einn þessara sex var fyrsta manneskjan til að smitast af ebólu utan Vestur-Afríku og í gær var fyrsti Norðurlandabúinn sem smitast hefur, norsk hjúkrunarkona, flutt til Osló. Hér á landi er unnið út frá viðbragðsáætlun síðan SARS lungnabólgan kom upp árið 2003 og búið er að ræða við til dæmis lækna í Keflavík og starfsfólk Keflavíkurflugvallar og heilsugæslustöðva. „Við erum með hlífðarfatnað og hlífðarbúnað sem er viðurkenndur af alþjóðaheilbrigðismálaráðuneytinu og erum með í pöntun í gegnum landlæknisembættið þykkari galla, þessa gulu galla sem við höfum séð í sjónvarpinu,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „En það er alveg ljóst að Landspítalinn er ekki á pari við stóra háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar.“ Ef ebóla berst til Íslands verður deild A2, bráðalyflækningadeild á Landspítalanum í Fossvogi, lokað og þar verður ebólusjúklingum sinnt, ef á þarf að halda. Gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Nokkrir smitsjúkdómalæknar taka þátt en enn hefur hjúkrunarstarfsfólk ekki fengist í verkefnið. Ganga þarf frá tryggingamálum og greiðslum fyrir aukið álag og eru þau mál til skoðunar í vikunni. „Auðvitað er þetta erfitt og maður hefur heyrt að heilbrigðisstarfsfólk úti í heimi hafi hreinlega neitað og að vissu leyti skilur maður það mjög vel. Við fórum auðvitað í þessi störf til að hjálpa fólki en maður vill samt ekki setja sjálfan sig eða aðra í hættu,“ segir Bryndís. Hún segir litlar líkur á að ebóla breiðist út á Vesturlöndum en þó hafi hún áhyggjur af stöðunni. Engir Íslendingar starfa nú við umönnun sýktra. „Einmitt vegna þess að eins og er getum við kannski ekki alveg tryggt að okkar aðstæður séu nægilega góðar ef eitthvað skyldi koma fyrir.“ Tengdar fréttir Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43 „Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur var settur í einangrun á sjúkrahúsi í Madríd í morgun vegna ótta við ebólusmit svo þar eru nú alls sex í sóttkví og hefur mikill ótti gripið um sig. Einn þessara sex var fyrsta manneskjan til að smitast af ebólu utan Vestur-Afríku og í gær var fyrsti Norðurlandabúinn sem smitast hefur, norsk hjúkrunarkona, flutt til Osló. Hér á landi er unnið út frá viðbragðsáætlun síðan SARS lungnabólgan kom upp árið 2003 og búið er að ræða við til dæmis lækna í Keflavík og starfsfólk Keflavíkurflugvallar og heilsugæslustöðva. „Við erum með hlífðarfatnað og hlífðarbúnað sem er viðurkenndur af alþjóðaheilbrigðismálaráðuneytinu og erum með í pöntun í gegnum landlæknisembættið þykkari galla, þessa gulu galla sem við höfum séð í sjónvarpinu,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „En það er alveg ljóst að Landspítalinn er ekki á pari við stóra háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar.“ Ef ebóla berst til Íslands verður deild A2, bráðalyflækningadeild á Landspítalanum í Fossvogi, lokað og þar verður ebólusjúklingum sinnt, ef á þarf að halda. Gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Nokkrir smitsjúkdómalæknar taka þátt en enn hefur hjúkrunarstarfsfólk ekki fengist í verkefnið. Ganga þarf frá tryggingamálum og greiðslum fyrir aukið álag og eru þau mál til skoðunar í vikunni. „Auðvitað er þetta erfitt og maður hefur heyrt að heilbrigðisstarfsfólk úti í heimi hafi hreinlega neitað og að vissu leyti skilur maður það mjög vel. Við fórum auðvitað í þessi störf til að hjálpa fólki en maður vill samt ekki setja sjálfan sig eða aðra í hættu,“ segir Bryndís. Hún segir litlar líkur á að ebóla breiðist út á Vesturlöndum en þó hafi hún áhyggjur af stöðunni. Engir Íslendingar starfa nú við umönnun sýktra. „Einmitt vegna þess að eins og er getum við kannski ekki alveg tryggt að okkar aðstæður séu nægilega góðar ef eitthvað skyldi koma fyrir.“
Tengdar fréttir Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43 „Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43
„Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07