Sigurður Óli fyrstur til að viðurkenna mistökin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2014 12:00 Sigurður Óli Þorleifsson. Vísir/Valli Kristinn Jakobsson segir það ljóst að fyrra mark Stjörnunnar átti ekki að standa. Kristinn Jakobsson, dómari leiks FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla um helgina, segir að fyrra mark Garðbæinga hefði aldrei átt að standa. Markið skoraði Ólafur Karl Finsen en svo fór að Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-1 sigri. Ólafur Karl var rangstæður þegar hann skoraði umrætt mark. „Það er alveg klárt og Sigurður Óli [Þórleifsson] varð fyrstur til að viðurkenna það þegar við sáum þetta í sjónvarpinu,“ sagði Kristinn en ítarlega var rætt við hann um leikinn í Fréttablaðinu í dag. „Þannig er lífið. Stundum er það stöngin út og það er okkar dómaranna að vinna úr mistökunum og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.“ Sigurður Óli var gagnrýndur af forráðamönnum FH í gær vegna atviksins og einnig vegna marks sem hann dæmdi gilt í fyrri leik liðanna í sumar. Kristinn segir að starf aðstoðardómara sé ekki öfundsvert. „Ef ég væri að velja mér starf til að taka að mér myndi ég alls ekki velja starf aðstoðardómarans. Það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að vera aðstoðardómari enda leikurinn að verða hraðari og leikmenn betri.“ „Það er líka mjög erfitt að vita hvenær bolta er nákvæmlega spyrnt og sjá á ákveðna [rangstöðu]línu í 30-40 metra fjarlægð. Það er oft ógjörningur. Ég hef oft fulla samúð með þeim því þeir þurfa oft að taka mjög erfiðar ákvarðanir.“ Í gær kom einnig fram að dómarar leiksins hafi þurft að verða eftir í tvo klukkutíma í Kaplakrika. Kristinn segir þó að það hafi ekki komið til af illu. „Þetta var bara gæðastund hjá okkur. Við vildum hafa tíma fyrir okkur eftir leikinn til að ræða málin og hafa gaman. Við vorum líka í fullkomnu sambandi við gæsluna á vellinum allan tímann og ég verð að hrósa FH-ingum fyrir að hafa staðið vel að öllum öryggismálum í þessum leik.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Kristinn Jakobsson segir það ljóst að fyrra mark Stjörnunnar átti ekki að standa. Kristinn Jakobsson, dómari leiks FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla um helgina, segir að fyrra mark Garðbæinga hefði aldrei átt að standa. Markið skoraði Ólafur Karl Finsen en svo fór að Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-1 sigri. Ólafur Karl var rangstæður þegar hann skoraði umrætt mark. „Það er alveg klárt og Sigurður Óli [Þórleifsson] varð fyrstur til að viðurkenna það þegar við sáum þetta í sjónvarpinu,“ sagði Kristinn en ítarlega var rætt við hann um leikinn í Fréttablaðinu í dag. „Þannig er lífið. Stundum er það stöngin út og það er okkar dómaranna að vinna úr mistökunum og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.“ Sigurður Óli var gagnrýndur af forráðamönnum FH í gær vegna atviksins og einnig vegna marks sem hann dæmdi gilt í fyrri leik liðanna í sumar. Kristinn segir að starf aðstoðardómara sé ekki öfundsvert. „Ef ég væri að velja mér starf til að taka að mér myndi ég alls ekki velja starf aðstoðardómarans. Það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að vera aðstoðardómari enda leikurinn að verða hraðari og leikmenn betri.“ „Það er líka mjög erfitt að vita hvenær bolta er nákvæmlega spyrnt og sjá á ákveðna [rangstöðu]línu í 30-40 metra fjarlægð. Það er oft ógjörningur. Ég hef oft fulla samúð með þeim því þeir þurfa oft að taka mjög erfiðar ákvarðanir.“ Í gær kom einnig fram að dómarar leiksins hafi þurft að verða eftir í tvo klukkutíma í Kaplakrika. Kristinn segir þó að það hafi ekki komið til af illu. „Þetta var bara gæðastund hjá okkur. Við vildum hafa tíma fyrir okkur eftir leikinn til að ræða málin og hafa gaman. Við vorum líka í fullkomnu sambandi við gæsluna á vellinum allan tímann og ég verð að hrósa FH-ingum fyrir að hafa staðið vel að öllum öryggismálum í þessum leik.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00