Fram féll | Víkingur náði Evrópusæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2014 13:00 Víkingur, Valur og Fylkir eiga möguleika á Evrópusæti. Vísir/Ernir Fram er fallið úr Pepsi-deildinni eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Framarar unnu Fylkismenn, 4-3, í ótrúlegum leik á Laugardalsvelli í lokaumferðinni en það dugði ekki til því Fjölnir vann ÍBV, 3-0. Víkingar voru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið fyrir lokaumferðina og héldu Evrópusætinu þrátt fyrir tap í Keflavík, 2-0. Fylkir tapaði sem fyrr segir í Laugardalnum og Breiðablik vann Val, 3-0.Lokastaðan leikjunum:Keflavík - Víkingur 2-0Breiðablik - Valur 3-0Fram - Fylkir 4-3Fjölnir - ÍBV 3-0Evrópuslagurinn: 4. Víkingur 30 (-4) 5. Valur 28 (-5) 6. Fylkir 28 (-6)Fallslagurinn: 9. Fjölnir 23 (-3) 10. ÍBV 22 (-10) 11. Fram 21 (-18)15.26 Leikurinn búinn í Grafarvogi. Fjölnir vinnur og heldur sæti sínu með stæl.15.23 Búið að flauta af í Keflavík, Laugardal og á Kópavogsvelli. Öll Evrópuliðin tapa og Víkingar halda fjórða sætinu. Fram er fallið.15.22 Ellert Hreinsson skorar þriðja markið fyrir Blika gegn Val. Víkingar á leið til Evrópu.15.19 Guðjón Pétur Lýðsson bætir við marki fyrir Breiðablik gegn Val. Valsmenn fara ekki til Evrópu.15.07: Fjórða mark Fram í Laugardalnum og þeir eru að komast yfir. En það bjargar þeim ekki úr þessu.14.57: Ragnar Leósson að auka muninn í Grafarvoginum fyrir Fjölni.14.52: Guðjón Pétur Lýðsson var að koma Breiðabliki yfir gegn Val með marki úr vítaspyrnu. Valsmenn misstu Kristinn Frey Sigurðsson af velli með rautt spjald skömmu áður. Lukkan enn á bandi Víkinga.14.48: Enn er Fram að jafna í Laugardalnum. Þriðja sinn í leiknum. Enn er Víkingur aftur að hoppa upp í fjórða sætið.14.45: Risastórt atvik í Laugardalnum. Ósvald Jarl Traustason var að fá rautt spjald. Þetta verður erfitt fyrir Framara að koma til baka, manni færri.14.40: Fylkismenn að komast yfir í þriðja sinn. Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði. Er hann að skjóta Fylki í Evrópukeppnina?14.39: Fjölnismenn komnir í 2-0 og styrkja þar með stöðu sína í fallbaráttunni. Eyjamenn manni færri, ekki gleyma því.14.20: Hálfleikur í öllum leikjum. Fylkismenn hafa tvisvar hoppað upp í fjórða sætið en alltaf dottið niður aftur. Það er spenna í þessu, svo mikið er víst.14.13: Enn gerast hlutirnir fljótt. Arnþór Ari var að jafna fyrir Fram í Laugardalnum. Það er barátta í þessu þar. Víkingur aftur upp í fjórða sætið.14.10: Nóg að gerast. Ian Jeffs fékk beint rautt í Grafarvoginum en hann leikur með ÍBV. Þá var Andrew Sousa að koma Fylki yfir á ný og þar með eru Árbæingar komnir upp í fjórða sætið.14.07: Elías Már er búinn að koma Keflavík í 2-0 forystu gegn Víkingi. En þeir rauðu og svörtu hanga enn í fjórða sætinu.14.01: Þá er Víkingur aftur komið í fjórða sætið, þökk sé jöfnunarmarki Arons Bjarnasonar í Laugardalnum.13.50: Albert Brynjar er búinn að skora fyrir Fylki gegn Fram. Þá er Fylkir komið í Evrópusæti og staða Framara versnar enn.13.40: Þórir Guðjónsson var að koma Fjölni yfir. Ef Fjölnir vinnur ÍBV getur fram ekki bjagað sér frá falli í dag.13.32: Ekki lengi að gerast. Elías Már Ómarsson var að koma Keflavík yfir gegn Víkingum. Veit á gott fyrir Val og Fylki. 13.30: Velkomin með okkur á vaktina á Vísi en hér ætlum við að fylgjast með gangi mála í leikjunum fjórum sem koma til með að ráða úrslitum í Evrópuslagnum og fallbaráttunni í Pepsi-deild karla. Þeir hefjast klukkan 13.30. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Fram er fallið úr Pepsi-deildinni eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Framarar unnu Fylkismenn, 4-3, í ótrúlegum leik á Laugardalsvelli í lokaumferðinni en það dugði ekki til því Fjölnir vann ÍBV, 3-0. Víkingar voru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið fyrir lokaumferðina og héldu Evrópusætinu þrátt fyrir tap í Keflavík, 2-0. Fylkir tapaði sem fyrr segir í Laugardalnum og Breiðablik vann Val, 3-0.Lokastaðan leikjunum:Keflavík - Víkingur 2-0Breiðablik - Valur 3-0Fram - Fylkir 4-3Fjölnir - ÍBV 3-0Evrópuslagurinn: 4. Víkingur 30 (-4) 5. Valur 28 (-5) 6. Fylkir 28 (-6)Fallslagurinn: 9. Fjölnir 23 (-3) 10. ÍBV 22 (-10) 11. Fram 21 (-18)15.26 Leikurinn búinn í Grafarvogi. Fjölnir vinnur og heldur sæti sínu með stæl.15.23 Búið að flauta af í Keflavík, Laugardal og á Kópavogsvelli. Öll Evrópuliðin tapa og Víkingar halda fjórða sætinu. Fram er fallið.15.22 Ellert Hreinsson skorar þriðja markið fyrir Blika gegn Val. Víkingar á leið til Evrópu.15.19 Guðjón Pétur Lýðsson bætir við marki fyrir Breiðablik gegn Val. Valsmenn fara ekki til Evrópu.15.07: Fjórða mark Fram í Laugardalnum og þeir eru að komast yfir. En það bjargar þeim ekki úr þessu.14.57: Ragnar Leósson að auka muninn í Grafarvoginum fyrir Fjölni.14.52: Guðjón Pétur Lýðsson var að koma Breiðabliki yfir gegn Val með marki úr vítaspyrnu. Valsmenn misstu Kristinn Frey Sigurðsson af velli með rautt spjald skömmu áður. Lukkan enn á bandi Víkinga.14.48: Enn er Fram að jafna í Laugardalnum. Þriðja sinn í leiknum. Enn er Víkingur aftur að hoppa upp í fjórða sætið.14.45: Risastórt atvik í Laugardalnum. Ósvald Jarl Traustason var að fá rautt spjald. Þetta verður erfitt fyrir Framara að koma til baka, manni færri.14.40: Fylkismenn að komast yfir í þriðja sinn. Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði. Er hann að skjóta Fylki í Evrópukeppnina?14.39: Fjölnismenn komnir í 2-0 og styrkja þar með stöðu sína í fallbaráttunni. Eyjamenn manni færri, ekki gleyma því.14.20: Hálfleikur í öllum leikjum. Fylkismenn hafa tvisvar hoppað upp í fjórða sætið en alltaf dottið niður aftur. Það er spenna í þessu, svo mikið er víst.14.13: Enn gerast hlutirnir fljótt. Arnþór Ari var að jafna fyrir Fram í Laugardalnum. Það er barátta í þessu þar. Víkingur aftur upp í fjórða sætið.14.10: Nóg að gerast. Ian Jeffs fékk beint rautt í Grafarvoginum en hann leikur með ÍBV. Þá var Andrew Sousa að koma Fylki yfir á ný og þar með eru Árbæingar komnir upp í fjórða sætið.14.07: Elías Már er búinn að koma Keflavík í 2-0 forystu gegn Víkingi. En þeir rauðu og svörtu hanga enn í fjórða sætinu.14.01: Þá er Víkingur aftur komið í fjórða sætið, þökk sé jöfnunarmarki Arons Bjarnasonar í Laugardalnum.13.50: Albert Brynjar er búinn að skora fyrir Fylki gegn Fram. Þá er Fylkir komið í Evrópusæti og staða Framara versnar enn.13.40: Þórir Guðjónsson var að koma Fjölni yfir. Ef Fjölnir vinnur ÍBV getur fram ekki bjagað sér frá falli í dag.13.32: Ekki lengi að gerast. Elías Már Ómarsson var að koma Keflavík yfir gegn Víkingum. Veit á gott fyrir Val og Fylki. 13.30: Velkomin með okkur á vaktina á Vísi en hér ætlum við að fylgjast með gangi mála í leikjunum fjórum sem koma til með að ráða úrslitum í Evrópuslagnum og fallbaráttunni í Pepsi-deild karla. Þeir hefjast klukkan 13.30.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira