Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. október 2014 11:55 Davíð Þór Björgvinsson. Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig fyrr í vikunni vanhæfa til að taka afstöðu til endurupptökubeiðna Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vegna vensla við einn rannsakenda í málinu, Örn Höskuldsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra brást strax við þessari ákvörðun hennar með því að skipa settan ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Í gærdag stóð svo leitin yfir að lögfræðingi með þekkingu á sakamálaréttarfari sem hefði ekki tengsl við málið á nokkurn hátt. Sigmundur Davíð skipaði svo í morgun Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í þetta verkefni. Davíð Þór starfaði sem lögmannsfulltrúi að loknu lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands var síðan dómarafulltrúi við Borgardóm Reykjavíkur 1987 – 1988 og frá árinu 1989 var hann dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Þá var hann lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands árin 1996 til 2003. Árið 2004 var hann kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg í Frakklandi þar sem hann starfaði þar til á síðasta ári. Frá byrjun þessa árs hefur hann verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans í Kaupmannahöfn. Margir kannast eflaust við Davíð úr fjölmiðlamálinu svokallaða en hann var formaður nefndar um eignarhald á fjölmiðlum og höfundur skýrslu um réttarumhverfi íslenskra fjölmiðla árið 2004 í aðdraganda þess að lagt var fram frumvarp til nýrra laga um fjölmiðla, sem náði síðan ekki fram að ganga. Sem fræðimaður hefur Davíð látið til sín taka á sviði lögskýringa meðal annars, en hann var höfundur fyrsta heildstæða ritsins sem birtist hér á landi um lögskýringar. Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig fyrr í vikunni vanhæfa til að taka afstöðu til endurupptökubeiðna Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vegna vensla við einn rannsakenda í málinu, Örn Höskuldsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra brást strax við þessari ákvörðun hennar með því að skipa settan ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Í gærdag stóð svo leitin yfir að lögfræðingi með þekkingu á sakamálaréttarfari sem hefði ekki tengsl við málið á nokkurn hátt. Sigmundur Davíð skipaði svo í morgun Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í þetta verkefni. Davíð Þór starfaði sem lögmannsfulltrúi að loknu lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands var síðan dómarafulltrúi við Borgardóm Reykjavíkur 1987 – 1988 og frá árinu 1989 var hann dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Þá var hann lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands árin 1996 til 2003. Árið 2004 var hann kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg í Frakklandi þar sem hann starfaði þar til á síðasta ári. Frá byrjun þessa árs hefur hann verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans í Kaupmannahöfn. Margir kannast eflaust við Davíð úr fjölmiðlamálinu svokallaða en hann var formaður nefndar um eignarhald á fjölmiðlum og höfundur skýrslu um réttarumhverfi íslenskra fjölmiðla árið 2004 í aðdraganda þess að lagt var fram frumvarp til nýrra laga um fjölmiðla, sem náði síðan ekki fram að ganga. Sem fræðimaður hefur Davíð látið til sín taka á sviði lögskýringa meðal annars, en hann var höfundur fyrsta heildstæða ritsins sem birtist hér á landi um lögskýringar.
Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30
Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39
Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01
„Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00
Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05
Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19