Aldurstakmörk sett á nemendur í framhaldsskólum Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2014 19:30 Menntamálaráðherra var sakaður um það á Alþingi í dag að ætla að fækka heilsársnemum í framhaldsskólunum um rúmlega 900 með því að útiloka tuttugu og fimm ára og eldri frá framhaldsskólanámi frá og með næsta ári. Ráðherra segir að verið sé að efla framhaldsskólana og að úrræði verði tryggð fyrir eldri nemendur með öðrum leiðum.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hóf umræður á Alþingi í dag um þá fyrirætlan menntamálaráðherra að fækka nemendum í bóklegu framhaldsnámi með því að setja skorður á innritun nemenda sem eru 25 ára og eldri. Þetta þýði að nemendum muni fækka um rúmlega 900. „Þetta er tæplega 5 prósenta fækkun ársnemenda og til að setja þessa fjöldatakmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjölbrautarskóla Suðurnesja um skólavist og segja upp 90 til 100 starfsmönnum í kjölfarið,“ sagði Oddný á Alþingi í dag. Þessi fækkun nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna muni dreifast um allt land og bitni aðallega á þeim 1.600 einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og vilji stunda bóknám í framhaldsskólunum. En breytingin nær ekki til iðn- og tækninema enda meðalaldurinn í því námi hærri.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, sem ákveðið hefur að stytta framhaldsnámið, segir að framlag á hvorn nemanda hafi lækkað á undanförnum árum og nú eigi að hækka það. „En það mun styrkja framhaldsskólana í því að koma í veg fyrir brottfall. Það mun styrkja framhaldsskólana í því að hjálpa nemendum að klára námið á tilsettum tíma. En íslenska framhaldsskólakerfið stendur sig mjög illa í öllum alþjóðlegum samanburði í því að nemendurnir klári það nám sem þeir hafa skráð sig í á tilsettum tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Þetta náist m.a. með því að forgangsraða nemendum inn í framhaldsskólana og aðrar leiðir verði tryggðar til að 25 ára og eldri geti orðið sér út um réttindi til háskólanáms. Aldurstakmarkanir sem þessar þekkist til að mynda á Norðurlöndunum. „Mitt verkefni verður auðvitað núna á næstu mánuðum og misserum að stúdera það nákvæmlega hvort það sé ekki alveg öruggt að þessar leiðir séu allar opnar og tiltækar. Ef ekki reynist einhverra hluta vegna, sem við höfum reyndar ekki sé að sé og höfum þó farið vel í gegnum það, þá er auðvitað sjálfsagt að bregðast við því. En það sem við erum að horfa til er að breyta framhaldsskólanum þannig að við leggjum áherslu á að reyna að fjármagna þá nemendur sem þangað leita þannig að það sé einhver sómi að,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
Menntamálaráðherra var sakaður um það á Alþingi í dag að ætla að fækka heilsársnemum í framhaldsskólunum um rúmlega 900 með því að útiloka tuttugu og fimm ára og eldri frá framhaldsskólanámi frá og með næsta ári. Ráðherra segir að verið sé að efla framhaldsskólana og að úrræði verði tryggð fyrir eldri nemendur með öðrum leiðum.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hóf umræður á Alþingi í dag um þá fyrirætlan menntamálaráðherra að fækka nemendum í bóklegu framhaldsnámi með því að setja skorður á innritun nemenda sem eru 25 ára og eldri. Þetta þýði að nemendum muni fækka um rúmlega 900. „Þetta er tæplega 5 prósenta fækkun ársnemenda og til að setja þessa fjöldatakmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjölbrautarskóla Suðurnesja um skólavist og segja upp 90 til 100 starfsmönnum í kjölfarið,“ sagði Oddný á Alþingi í dag. Þessi fækkun nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna muni dreifast um allt land og bitni aðallega á þeim 1.600 einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og vilji stunda bóknám í framhaldsskólunum. En breytingin nær ekki til iðn- og tækninema enda meðalaldurinn í því námi hærri.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, sem ákveðið hefur að stytta framhaldsnámið, segir að framlag á hvorn nemanda hafi lækkað á undanförnum árum og nú eigi að hækka það. „En það mun styrkja framhaldsskólana í því að koma í veg fyrir brottfall. Það mun styrkja framhaldsskólana í því að hjálpa nemendum að klára námið á tilsettum tíma. En íslenska framhaldsskólakerfið stendur sig mjög illa í öllum alþjóðlegum samanburði í því að nemendurnir klári það nám sem þeir hafa skráð sig í á tilsettum tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Þetta náist m.a. með því að forgangsraða nemendum inn í framhaldsskólana og aðrar leiðir verði tryggðar til að 25 ára og eldri geti orðið sér út um réttindi til háskólanáms. Aldurstakmarkanir sem þessar þekkist til að mynda á Norðurlöndunum. „Mitt verkefni verður auðvitað núna á næstu mánuðum og misserum að stúdera það nákvæmlega hvort það sé ekki alveg öruggt að þessar leiðir séu allar opnar og tiltækar. Ef ekki reynist einhverra hluta vegna, sem við höfum reyndar ekki sé að sé og höfum þó farið vel í gegnum það, þá er auðvitað sjálfsagt að bregðast við því. En það sem við erum að horfa til er að breyta framhaldsskólanum þannig að við leggjum áherslu á að reyna að fjármagna þá nemendur sem þangað leita þannig að það sé einhver sómi að,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira