Guðjón Þórðarson bíður enn eftir milljónum frá Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2014 07:00 Grindvíkingar buðu Guðjóni 65 þúsund krónur í laun út samningstímann. Hann þurfti ekki að sinna neinum skyldum nema óskað yrði sérstaklega eftir því. Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ekki gefist upp í baráttu sinni við fyrrverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Guðjón Þórðarson. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi deildina skylduga til að greiða Guðjóni rúmlega 8,4 milljónir króna í skaðabætur fyrir vangoldin laun. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Grindvíkingar hefðu sagt upp samningi við Guðjón á ólögmætan hátt í október 2012. Knattspyrnudeild Grindavíkur áfrýjaði dómnum sem verður tekinn fyrir í Hæstarétti síðar í mánuðinum. Guðjón tók við starfi knattspyrnustjóra hjá Grindavík í nóvember 2011. Voru starfsskyldur Guðjóns að þjálfa meistaraflokk og 2. flokk karla hjá félaginu. Auk þess skildi hann m.a. aðstoða við markaðssetningu og hjálpa til við að útvega styrktaraðil. Mánaðarlaun Guðjóns voru 400 þúsund krónur auk afnot af íbúð í Grindavík, bifreið til afnota, bensínkort og 10 þúsund krónur í símakostnað á mánuði. Karlalið Grindavíkur hafnaði í langneðsta sæti Pepsi-deildar karla sumarið 2012 og féll því í 1. deild. Liðið vann aðeins tvo leiki af 22 og lauk keppni með tólf stig. Liðinu gekk hins vegar betur í Borgunarbikarnum þar sem liðið féll úr leik í undanúrslitum gegn KR eftir 1-0 tap á heimavelli. Síðasti leikur Grindavíkur um sumarið var 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli þann 29. september.Buðu Guðjóni 65 þúsund krónur og engar skyldur Deila Guðjóns og Grindvíkinga snerist að samskiptum næstu daga á eftir. Á tímabilinu 1. - 15. október var báðum aðilum heimilt að segja upp launahlið samningsins. Næðist ekki samkomulag um laun fyrir lok október myndu skyldur beggja aðila falla niður. Þann 1. október sendi knattspyrnudeildin Guðjóni bréf og tilkynnti honum að deildin hyggðist segja upp launahlið samningsins. Grindavíkingar ræddu innihald bréfsins við Guðjón þann 4. október og vildu meina að á fundinum hefði orðið samkomulag að ganga frá málinu með starfslokasamningi. Drög að samningnum voru lögð fyrir dómstóla en aldrei var ritað undir samninginn. Þann 5. október tilkynnti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðjóns, Grindvíkingum að hann myndi sjá um að semja um ný laun fyrir hönd Guðjóns. Óskaði hann eftir tillögu um ný laun. Þremur dögum síðar sendi Vilhjálmur annað bréf þar sem hann taldi viðræður um nýjan launalið tilgangslausar og aðeins til málamynda. Raunverulegur ásetningur með uppsögn launaliðs væri augljóslega að losa sig við Guðjón. Kæmi þar þrennt til: 1. Grindvíkingar hefðu lagt fram drög að starfslokasamningi 2. Stjórnin hefði sagt í fjölmiðlum vilja slíta samstarfinu við Guðjón 3. Komið hefði fram opinberlega að félagið ætlaði að ráða Milan Stefán Jankovic í starf Guðjóns. Eftir mikil tölvupóstssamskipti fór svo að Grindvíkingar gerðu tillögu að nýjum launum Guðjóns 23. október. Hans nýju laun yrðu 65 þúsund krónur á mánuði og fengi ekki lengur greidda húsaleigu, afnot af bíl, bensín- eða símakostnað. Í ljósi þess hve launalækkunin væri mikil væru Grindvíkingar tilbúnir að leysa Guðjón undan öðrum skyldum en að vera „ráðgefandi við þjálfun meistara- og 2. flokks eftir því sem óskað verður…“ Þá ætti Guðjón fullan rétt á að ráða sig í annað starf. Guðjón hafnaði boði Grindvíkinga sem varð til þess að mál var höfðað í júní 2013.Fór fram á 12,5 milljónir Guðjón hélt því fram fyrir dómi að hann hefði framfylgt öllum skyldum samningsins og rækt störf af kostgæfni og samviskusemi. Hann hafi ekki átt von á öðru en að samningurinn yrði virtur. Hann hafi þó verið tilbúinn að taka á sig kjaraskerðingu í samræmi við verri fjárhagsstöðu knattspyrnudeildarinnar. Á það hafi þó aldrei reynt. Fór Guðjón fram á full laun út samningstímann, 8,8 milljónir króna, og skaðabótagreiðslur vegna húsaleigu á sama tímabili, tæplega 3,7 milljónir króna. Heildarkrafan hljóðaði því upp á 12,5 milljónir króna.Guðjón Þórðarson náði frábærum árangri með lið KA. ÍA og KR á árunum 1989-1995.Vísir/DaníelFannst Guðjón sýna starfinu lítinn áhuga Grindvíkingar bentu á að í samningnum kom skýrt fram að launaliðurinn væri uppsegjanlegur fyrri hluta október. Næðist ekki samkomulag fyrir mánaðarlok félli hann niður. Báðum aðilum hafi verið ljóst að sá hluti virkaði í báðar áttir. Deildin hafi ekki lengur haft efni á Guðjóni þar sem hann hafi stýrt liðinu niður í 1. deild með tilheyrandi tekjutapi fyrir deildina. Guðjóni hafi átt að vera ljóst hve vonsviknir Grindvíkingar voru með stjórnun liðsins og áhuga Guðjóns á verkefninu. „Í lok sumars hafi stefnandi verið búinn að glata tiltrú bæði leikmanna liðsins og styrktaraðila þess,“ eins og segir í dómnum. Uppsögn launaliðar hafi að sjálfsögðu verið raunveruleg uppsögn. Það hafi meðal annars verið sett í samninginn til að Guðjón gæti losnað undan starfskyldum sínum hefðu áætlanir hans um knattspyrnustjórastöðu erlendis eða betur borgað starf innanlands gengið upp. Þá sögðu Grindvíkingar Guðjón hafa snúist hugur varðandi samkomulag sem hafði náðst 4. október 2012 um starfslokasamning. Þeir hafi óskað eftir beiðni frá honum um lágmarkslaun en aldrei fengið svar. Þá hafi deildin gert Guðjóni nýtt tilboð sem hann hafi hafnað án þess að taka fram hvaða kröfur um laun hann gerði. Grindvíkingar mótmæltu því að Guðjón fengi full laun næstu tvö árin ynni hann málið. Þjálfari í 1. deild væri með lægri laun og ekki væri hægt að miða við sömu laun og hann hafði í úrvalsdeild. Þá bentu þeir á að Guðjón hefði búið í íbúð sem Grindvíkingar útveguðu honum. Því hefði hann ekki orðið fyrir neinu tjóni af íbúðarmissinum.Guðjón náði frábærum árangri með íslenska landsliðið undir lok síðustu aldar. Í kjölfarið kom hann Stoke upp í ensku b-deildina árið 2002. Síðan þá hefur hann komið víða við en árangurinn verið af skornum skammti.Vísir/Anton8,4 milljónir auk dráttarvaxta Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Guðjón ætti rétt á skaðabótum frá knattspyrnudeildinni vegna ólögmætrar uppsagnar. Aðeins hafi verið heimild fyrir uppsögn á launalið en ekki samningnum í heild sinni. Tilboðið sem Grindvíkingar gerðu Guðjóni upp á 65 þúsund krónur á mánuði hafi verið stórfelld lækkun á launum. Dómurinn taldi tilboðið ekki trúverðugt og mat svo að uppsögnin á launaliðnum 1. október hefði verið uppsögn á samningi í heild sinni. Til þess hafði knattspyrnudeildin ekki heimild. Hins vegar taldi dómurinn ekki sannað að Guðjón hefði orðið fyrir tjóni af íbúðarmissi sínum. Af þeim völdum fékk hann engar skaðabætur dæmdar hvað það varðaði. Auk þess drógust 400 þúsund frá kröfu Guðjóns en það var launagreiðsla sem Guðjón hafði þegar fengið. Knattspyrnudeild Grindavíkur var því dæmt til að greiða Guðjóni 8,4 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 26. júlí 2013. Þá þurfti deildin að greiða 400 þúsund í málskostnað. Guðjón hefur hins vegar ekki fengið milljónirnar greiddar en sem komið er þar sem knattspyrnudeild Grindvíkur áfrýjaði dómnum. Reikna má með dómi Hæstaréttar fyrir lok október. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir Fyrirtaka fór fram í gær í máli Guðjóns Þórðarsonar, fyrrum landsliðsþjálfara, gegn knattspyrnudeild Grindavíkur í Héraðsdómi Reykjaness. Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir króna vegna vangoldinna launa. 16. október 2013 12:13 Grindvíkingum gert að greiða Guðjóni Þórðarsyni 8,5 milljónir Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag knattspyrnudeild Grindavíkur til að greiða Guðjóni Þórðarsyni tæplega 8,5 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. 7. mars 2014 12:35 Guðjón Þórðar og Gunnar Andersen vilja sveitarstjórastöðu Meðal þeirra 63 sem sóttu um starf sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit eru knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson og Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. 15. júlí 2014 13:57 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ekki gefist upp í baráttu sinni við fyrrverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Guðjón Þórðarson. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi deildina skylduga til að greiða Guðjóni rúmlega 8,4 milljónir króna í skaðabætur fyrir vangoldin laun. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Grindvíkingar hefðu sagt upp samningi við Guðjón á ólögmætan hátt í október 2012. Knattspyrnudeild Grindavíkur áfrýjaði dómnum sem verður tekinn fyrir í Hæstarétti síðar í mánuðinum. Guðjón tók við starfi knattspyrnustjóra hjá Grindavík í nóvember 2011. Voru starfsskyldur Guðjóns að þjálfa meistaraflokk og 2. flokk karla hjá félaginu. Auk þess skildi hann m.a. aðstoða við markaðssetningu og hjálpa til við að útvega styrktaraðil. Mánaðarlaun Guðjóns voru 400 þúsund krónur auk afnot af íbúð í Grindavík, bifreið til afnota, bensínkort og 10 þúsund krónur í símakostnað á mánuði. Karlalið Grindavíkur hafnaði í langneðsta sæti Pepsi-deildar karla sumarið 2012 og féll því í 1. deild. Liðið vann aðeins tvo leiki af 22 og lauk keppni með tólf stig. Liðinu gekk hins vegar betur í Borgunarbikarnum þar sem liðið féll úr leik í undanúrslitum gegn KR eftir 1-0 tap á heimavelli. Síðasti leikur Grindavíkur um sumarið var 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli þann 29. september.Buðu Guðjóni 65 þúsund krónur og engar skyldur Deila Guðjóns og Grindvíkinga snerist að samskiptum næstu daga á eftir. Á tímabilinu 1. - 15. október var báðum aðilum heimilt að segja upp launahlið samningsins. Næðist ekki samkomulag um laun fyrir lok október myndu skyldur beggja aðila falla niður. Þann 1. október sendi knattspyrnudeildin Guðjóni bréf og tilkynnti honum að deildin hyggðist segja upp launahlið samningsins. Grindavíkingar ræddu innihald bréfsins við Guðjón þann 4. október og vildu meina að á fundinum hefði orðið samkomulag að ganga frá málinu með starfslokasamningi. Drög að samningnum voru lögð fyrir dómstóla en aldrei var ritað undir samninginn. Þann 5. október tilkynnti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðjóns, Grindvíkingum að hann myndi sjá um að semja um ný laun fyrir hönd Guðjóns. Óskaði hann eftir tillögu um ný laun. Þremur dögum síðar sendi Vilhjálmur annað bréf þar sem hann taldi viðræður um nýjan launalið tilgangslausar og aðeins til málamynda. Raunverulegur ásetningur með uppsögn launaliðs væri augljóslega að losa sig við Guðjón. Kæmi þar þrennt til: 1. Grindvíkingar hefðu lagt fram drög að starfslokasamningi 2. Stjórnin hefði sagt í fjölmiðlum vilja slíta samstarfinu við Guðjón 3. Komið hefði fram opinberlega að félagið ætlaði að ráða Milan Stefán Jankovic í starf Guðjóns. Eftir mikil tölvupóstssamskipti fór svo að Grindvíkingar gerðu tillögu að nýjum launum Guðjóns 23. október. Hans nýju laun yrðu 65 þúsund krónur á mánuði og fengi ekki lengur greidda húsaleigu, afnot af bíl, bensín- eða símakostnað. Í ljósi þess hve launalækkunin væri mikil væru Grindvíkingar tilbúnir að leysa Guðjón undan öðrum skyldum en að vera „ráðgefandi við þjálfun meistara- og 2. flokks eftir því sem óskað verður…“ Þá ætti Guðjón fullan rétt á að ráða sig í annað starf. Guðjón hafnaði boði Grindvíkinga sem varð til þess að mál var höfðað í júní 2013.Fór fram á 12,5 milljónir Guðjón hélt því fram fyrir dómi að hann hefði framfylgt öllum skyldum samningsins og rækt störf af kostgæfni og samviskusemi. Hann hafi ekki átt von á öðru en að samningurinn yrði virtur. Hann hafi þó verið tilbúinn að taka á sig kjaraskerðingu í samræmi við verri fjárhagsstöðu knattspyrnudeildarinnar. Á það hafi þó aldrei reynt. Fór Guðjón fram á full laun út samningstímann, 8,8 milljónir króna, og skaðabótagreiðslur vegna húsaleigu á sama tímabili, tæplega 3,7 milljónir króna. Heildarkrafan hljóðaði því upp á 12,5 milljónir króna.Guðjón Þórðarson náði frábærum árangri með lið KA. ÍA og KR á árunum 1989-1995.Vísir/DaníelFannst Guðjón sýna starfinu lítinn áhuga Grindvíkingar bentu á að í samningnum kom skýrt fram að launaliðurinn væri uppsegjanlegur fyrri hluta október. Næðist ekki samkomulag fyrir mánaðarlok félli hann niður. Báðum aðilum hafi verið ljóst að sá hluti virkaði í báðar áttir. Deildin hafi ekki lengur haft efni á Guðjóni þar sem hann hafi stýrt liðinu niður í 1. deild með tilheyrandi tekjutapi fyrir deildina. Guðjóni hafi átt að vera ljóst hve vonsviknir Grindvíkingar voru með stjórnun liðsins og áhuga Guðjóns á verkefninu. „Í lok sumars hafi stefnandi verið búinn að glata tiltrú bæði leikmanna liðsins og styrktaraðila þess,“ eins og segir í dómnum. Uppsögn launaliðar hafi að sjálfsögðu verið raunveruleg uppsögn. Það hafi meðal annars verið sett í samninginn til að Guðjón gæti losnað undan starfskyldum sínum hefðu áætlanir hans um knattspyrnustjórastöðu erlendis eða betur borgað starf innanlands gengið upp. Þá sögðu Grindvíkingar Guðjón hafa snúist hugur varðandi samkomulag sem hafði náðst 4. október 2012 um starfslokasamning. Þeir hafi óskað eftir beiðni frá honum um lágmarkslaun en aldrei fengið svar. Þá hafi deildin gert Guðjóni nýtt tilboð sem hann hafi hafnað án þess að taka fram hvaða kröfur um laun hann gerði. Grindvíkingar mótmæltu því að Guðjón fengi full laun næstu tvö árin ynni hann málið. Þjálfari í 1. deild væri með lægri laun og ekki væri hægt að miða við sömu laun og hann hafði í úrvalsdeild. Þá bentu þeir á að Guðjón hefði búið í íbúð sem Grindvíkingar útveguðu honum. Því hefði hann ekki orðið fyrir neinu tjóni af íbúðarmissinum.Guðjón náði frábærum árangri með íslenska landsliðið undir lok síðustu aldar. Í kjölfarið kom hann Stoke upp í ensku b-deildina árið 2002. Síðan þá hefur hann komið víða við en árangurinn verið af skornum skammti.Vísir/Anton8,4 milljónir auk dráttarvaxta Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Guðjón ætti rétt á skaðabótum frá knattspyrnudeildinni vegna ólögmætrar uppsagnar. Aðeins hafi verið heimild fyrir uppsögn á launalið en ekki samningnum í heild sinni. Tilboðið sem Grindvíkingar gerðu Guðjóni upp á 65 þúsund krónur á mánuði hafi verið stórfelld lækkun á launum. Dómurinn taldi tilboðið ekki trúverðugt og mat svo að uppsögnin á launaliðnum 1. október hefði verið uppsögn á samningi í heild sinni. Til þess hafði knattspyrnudeildin ekki heimild. Hins vegar taldi dómurinn ekki sannað að Guðjón hefði orðið fyrir tjóni af íbúðarmissi sínum. Af þeim völdum fékk hann engar skaðabætur dæmdar hvað það varðaði. Auk þess drógust 400 þúsund frá kröfu Guðjóns en það var launagreiðsla sem Guðjón hafði þegar fengið. Knattspyrnudeild Grindavíkur var því dæmt til að greiða Guðjóni 8,4 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 26. júlí 2013. Þá þurfti deildin að greiða 400 þúsund í málskostnað. Guðjón hefur hins vegar ekki fengið milljónirnar greiddar en sem komið er þar sem knattspyrnudeild Grindvíkur áfrýjaði dómnum. Reikna má með dómi Hæstaréttar fyrir lok október.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir Fyrirtaka fór fram í gær í máli Guðjóns Þórðarsonar, fyrrum landsliðsþjálfara, gegn knattspyrnudeild Grindavíkur í Héraðsdómi Reykjaness. Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir króna vegna vangoldinna launa. 16. október 2013 12:13 Grindvíkingum gert að greiða Guðjóni Þórðarsyni 8,5 milljónir Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag knattspyrnudeild Grindavíkur til að greiða Guðjóni Þórðarsyni tæplega 8,5 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. 7. mars 2014 12:35 Guðjón Þórðar og Gunnar Andersen vilja sveitarstjórastöðu Meðal þeirra 63 sem sóttu um starf sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit eru knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson og Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. 15. júlí 2014 13:57 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir Fyrirtaka fór fram í gær í máli Guðjóns Þórðarsonar, fyrrum landsliðsþjálfara, gegn knattspyrnudeild Grindavíkur í Héraðsdómi Reykjaness. Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir króna vegna vangoldinna launa. 16. október 2013 12:13
Grindvíkingum gert að greiða Guðjóni Þórðarsyni 8,5 milljónir Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag knattspyrnudeild Grindavíkur til að greiða Guðjóni Þórðarsyni tæplega 8,5 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. 7. mars 2014 12:35
Guðjón Þórðar og Gunnar Andersen vilja sveitarstjórastöðu Meðal þeirra 63 sem sóttu um starf sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit eru knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson og Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. 15. júlí 2014 13:57