Krísa innan Þjóðleikhússins Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2014 07:00 Tinna & Tinna. Eldri myndin er frá 1985 þegar Tinna fór með hlutverk Snæfríðar Íslandssólar í Íslandsklukkunni en undanfarin tíu ár hefur Tinna gegnt hlutverki Þjóðleikhússtjóra. Snúin staða er komin upp í Þjóðleikhúsinu vegna meintra hagsmunaárekstra sem tengjast stöðu Tinnu Gunnlaugsdóttur; til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk í húsinu sem hún nú stýrir.Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, hefur sent menntamálaráðherra erindi þar sem hann óskar eftir sjónarmiðum Illuga Gunnarssonar vegna flókins máls sem komið er upp í Þjóðleikhúsinu. Erindi Stefáns er vegna undirliggjandi óánægju og ábendinga sem honum hafa borist. „Jú, það segir sig sjálft að einhver óánægja er með þetta eða einhverjum hefur fundist þetta óeðlilegt eða undarlegt,“ segir Stefán.Óþægilegt mál og snúið Ef allt fer sem horfir mun Tinna stíga á svið Þjóðleikhússins sem leikkona meðan hún er enn leikhússtjóri þar. Tinna lætur af störfum um áramótin, en hún hefur verið Þjóðleikhússtjóri undanfarin tíu ár. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri hefur falast eftir kröftum hennar sem leikkonu í Sjálfstætt fólk sem til stendur að frumsýna 26. desember. Ekki er búið að skrifa undir ráðningarsamning við Tinnu, og það sem meira er; óljóst er hver ætti að gera það því ekki skrifar Tinna undir ráðningarsamning við sjálfa sig. Málið er óþægilegt. Æfingar á Sjálfstæðu fólki hefjast á þriðjudaginn og ljóst er að einhver verður að höggva á hnútinn og þar kemur væntanlega til kasta Þjóðleikhúsráðs og/eða menntamálaráðherra.Þeir sem hún réði vilja ráða hana Þá hefur Tinna ráðið Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra til að setja upp sýningu innan Þjóðleikhússins. Kristín hefur, sem og Þorleifur Örn, jafnframt falast eftir því að Tinna taki að sér hlutverk í þeirri uppsetningu. Víst er að nokkur urgur er innan hins viðkvæma leikhúsheims vegna málsins, eins og erindi BHM ber með sér. Málið er flókið og þar takist á ýmis sjónarmið. Svo sem sanngirnissjónarmið, en Tinna var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið þá er hún tók við stöðu Þjóðleikhússtjóra. Ráðning hennar er frá þeim tíma að teljast æviráðning. Til er hugtak sem kallast eðlilegar væntingar opinbers starfsmanns og er stjórnskipulegt hugtak. Á móti má spyrja hvort hugsanlega sé, eðli máls samkvæmt, tortryggileg ákvörðunin um að ráða þessa tilteknu leikstjóra til verks, sem svo falast eftir kröftum þess hins sama og réði þá?Fer senn á eftirlaun Stefán hjá BHM segir þetta óneitanlega sérstaka stöðu. Hann bendir á að Stefán Baldursson hafi leikstýrt meðan hann var Þjóðleikhússtjóri, Björn Zoega hafi fengið leyfi frá sínum yfirmönnum til að annast skurðaðgerðir meðan hann var forstjóri Landspítalans. „En, við fengum fyrirspurn, eða erindi og ákváðum í framhaldinu að kanna afstöðu ráðherra og ráðuneytisins til þessa. Án þess að við séum að setja okkur í neitt dómarasæti,“ segir Stefán sem væntir svars frá menntamálaráðherra hið fyrsta. Tinna er að fara á eftirlaun næsta haust samkvæmt 95 ára reglunni um kjör opinberra starfsmanna. Tinna var fastráðin leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Víst er að aðdáendur leikkonunnar Tinnu munu vilja gjarnan sjá hana á sviðinu en aðrir ekki, eftir atvikum. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Snúin staða er komin upp í Þjóðleikhúsinu vegna meintra hagsmunaárekstra sem tengjast stöðu Tinnu Gunnlaugsdóttur; til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk í húsinu sem hún nú stýrir.Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, hefur sent menntamálaráðherra erindi þar sem hann óskar eftir sjónarmiðum Illuga Gunnarssonar vegna flókins máls sem komið er upp í Þjóðleikhúsinu. Erindi Stefáns er vegna undirliggjandi óánægju og ábendinga sem honum hafa borist. „Jú, það segir sig sjálft að einhver óánægja er með þetta eða einhverjum hefur fundist þetta óeðlilegt eða undarlegt,“ segir Stefán.Óþægilegt mál og snúið Ef allt fer sem horfir mun Tinna stíga á svið Þjóðleikhússins sem leikkona meðan hún er enn leikhússtjóri þar. Tinna lætur af störfum um áramótin, en hún hefur verið Þjóðleikhússtjóri undanfarin tíu ár. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri hefur falast eftir kröftum hennar sem leikkonu í Sjálfstætt fólk sem til stendur að frumsýna 26. desember. Ekki er búið að skrifa undir ráðningarsamning við Tinnu, og það sem meira er; óljóst er hver ætti að gera það því ekki skrifar Tinna undir ráðningarsamning við sjálfa sig. Málið er óþægilegt. Æfingar á Sjálfstæðu fólki hefjast á þriðjudaginn og ljóst er að einhver verður að höggva á hnútinn og þar kemur væntanlega til kasta Þjóðleikhúsráðs og/eða menntamálaráðherra.Þeir sem hún réði vilja ráða hana Þá hefur Tinna ráðið Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra til að setja upp sýningu innan Þjóðleikhússins. Kristín hefur, sem og Þorleifur Örn, jafnframt falast eftir því að Tinna taki að sér hlutverk í þeirri uppsetningu. Víst er að nokkur urgur er innan hins viðkvæma leikhúsheims vegna málsins, eins og erindi BHM ber með sér. Málið er flókið og þar takist á ýmis sjónarmið. Svo sem sanngirnissjónarmið, en Tinna var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið þá er hún tók við stöðu Þjóðleikhússtjóra. Ráðning hennar er frá þeim tíma að teljast æviráðning. Til er hugtak sem kallast eðlilegar væntingar opinbers starfsmanns og er stjórnskipulegt hugtak. Á móti má spyrja hvort hugsanlega sé, eðli máls samkvæmt, tortryggileg ákvörðunin um að ráða þessa tilteknu leikstjóra til verks, sem svo falast eftir kröftum þess hins sama og réði þá?Fer senn á eftirlaun Stefán hjá BHM segir þetta óneitanlega sérstaka stöðu. Hann bendir á að Stefán Baldursson hafi leikstýrt meðan hann var Þjóðleikhússtjóri, Björn Zoega hafi fengið leyfi frá sínum yfirmönnum til að annast skurðaðgerðir meðan hann var forstjóri Landspítalans. „En, við fengum fyrirspurn, eða erindi og ákváðum í framhaldinu að kanna afstöðu ráðherra og ráðuneytisins til þessa. Án þess að við séum að setja okkur í neitt dómarasæti,“ segir Stefán sem væntir svars frá menntamálaráðherra hið fyrsta. Tinna er að fara á eftirlaun næsta haust samkvæmt 95 ára reglunni um kjör opinberra starfsmanna. Tinna var fastráðin leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Víst er að aðdáendur leikkonunnar Tinnu munu vilja gjarnan sjá hana á sviðinu en aðrir ekki, eftir atvikum.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira