„Sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2014 21:42 Barnungur systursonur fanga sem situr á Litla-Hrauni þótti ekki æskilegur gestur í afmælisveislu vinar síns vegna brota frænda síns. Ágúst Georg Csillag var árið 2012 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl en hann var gestur Lóu Pind í öðrum þætti Bresta sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. „Það var ein mamman sem sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf og að fólk væri að deyja af eiturlyfjum,“ sagði Ágúst, sem kýs að láta kalla sig Áka. Áki, sem er 22 ára, leiddist ungur inn í heim fíkniefna og afbrota en tólf ára gamall byrjaði hann að reykja hass. Hann reykti síðustu jónuna í Danmörku árið 2012, rétt áður en hann var handtekinn og sendur í meðferð. Hann segist aldrei ætla aftur í meðferð. „Maður fer á nokkra fundi og þarf að tala um tilfinningar sínar. Ég nenni því ekki. Og þú veist ekki hvort þú getir treyst liðinu þarna inni. Ég hef brennt mig á þessu.“ Áki er bæði í námi og vinnu á Litla-Hrauni en segir stærstu áskorun tilverunnar vera að fá tímann til að líða. Þá segir hann réttindi fanga of lítil og telur fangelsi á Íslandi langt á eftir sínum samtíma. „Þegar ég kom hingað fyrst þá fékk ég ekki einu sinni öskubakka. Ég þurfti að aska í flösku eins og róni,“ segir Áki. „Það vantar alla umbun. Til dæmis í Frakklandi geta fangar fengið gæludýr. Gullfisk eða páfagauk. “ Kynferðisbrotamenn eru að hans sögn neðst í fæðukeðjunni en segir hann þeim umbunað um of í fangelsinu. Þeir fái forgang í verslun, líkamsrækt og alla þá þjónustu sem föngum er boðið upp á. „Það þarf að níðast á barni til að fá réttindi í þessu fangelsi.“ Ágúst var ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Stutt brot úr þættinum má sjá hér fyrir ofan. Brestir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Barnungur systursonur fanga sem situr á Litla-Hrauni þótti ekki æskilegur gestur í afmælisveislu vinar síns vegna brota frænda síns. Ágúst Georg Csillag var árið 2012 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl en hann var gestur Lóu Pind í öðrum þætti Bresta sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. „Það var ein mamman sem sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf og að fólk væri að deyja af eiturlyfjum,“ sagði Ágúst, sem kýs að láta kalla sig Áka. Áki, sem er 22 ára, leiddist ungur inn í heim fíkniefna og afbrota en tólf ára gamall byrjaði hann að reykja hass. Hann reykti síðustu jónuna í Danmörku árið 2012, rétt áður en hann var handtekinn og sendur í meðferð. Hann segist aldrei ætla aftur í meðferð. „Maður fer á nokkra fundi og þarf að tala um tilfinningar sínar. Ég nenni því ekki. Og þú veist ekki hvort þú getir treyst liðinu þarna inni. Ég hef brennt mig á þessu.“ Áki er bæði í námi og vinnu á Litla-Hrauni en segir stærstu áskorun tilverunnar vera að fá tímann til að líða. Þá segir hann réttindi fanga of lítil og telur fangelsi á Íslandi langt á eftir sínum samtíma. „Þegar ég kom hingað fyrst þá fékk ég ekki einu sinni öskubakka. Ég þurfti að aska í flösku eins og róni,“ segir Áki. „Það vantar alla umbun. Til dæmis í Frakklandi geta fangar fengið gæludýr. Gullfisk eða páfagauk. “ Kynferðisbrotamenn eru að hans sögn neðst í fæðukeðjunni en segir hann þeim umbunað um of í fangelsinu. Þeir fái forgang í verslun, líkamsrækt og alla þá þjónustu sem föngum er boðið upp á. „Það þarf að níðast á barni til að fá réttindi í þessu fangelsi.“ Ágúst var ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Stutt brot úr þættinum má sjá hér fyrir ofan.
Brestir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira