Tólf löggur með byssu á veitingastað Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 25. október 2014 00:01 „Þegar ég sný mér við þá sé ég bara mann með byssu,“ segir Ágúst Georg Csillag, 22ja ára Hafnfirðingur þegar hann lýsir deginum sem hann var handtekinn, á veitingastað í Haslev í Danmörku, í september árið 2012. Hann hafði þá búið í Danmörku um tíma, móðir hans á Íslandi taldi hann vera þar við heiðarlega vinnu, en annað kom á daginn. Eftir handtökuna var Ágúst ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Í öðrum þætti Bresta, nýjum heimildaþætti fréttastofu Stöðvar 2, kynnumst við lífi Ágústar á Litla-Hrauni. Teymi frá Brestum fylgdi Ágústi eftir nánast hvert fótmál, frá sjö að morgni þar til klefanum var læst klukkan tíu að kvöldi. Og við spyrjum: Er afplánun á Hrauninu, betrun eða refsing?Lífið á Litla-Hrauni í 2. þætti Bresta, mánudagskvöldið 27. október kl. 20:35. Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.Leiðrétting 27. október: Í þessari frétt stóð upprunalega að þetta væri sennilega í fyrsta sinn sem sýnt væri frá Litla-Hrauni í sjónvarpi á þennan hátt. Bent hefur verið á að þetta er ekki rétt. Fréttaskýringaþátturinn Kompás fékk einnig að taka upp í fangelsinu árið 2006. Brestir Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
„Þegar ég sný mér við þá sé ég bara mann með byssu,“ segir Ágúst Georg Csillag, 22ja ára Hafnfirðingur þegar hann lýsir deginum sem hann var handtekinn, á veitingastað í Haslev í Danmörku, í september árið 2012. Hann hafði þá búið í Danmörku um tíma, móðir hans á Íslandi taldi hann vera þar við heiðarlega vinnu, en annað kom á daginn. Eftir handtökuna var Ágúst ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Í öðrum þætti Bresta, nýjum heimildaþætti fréttastofu Stöðvar 2, kynnumst við lífi Ágústar á Litla-Hrauni. Teymi frá Brestum fylgdi Ágústi eftir nánast hvert fótmál, frá sjö að morgni þar til klefanum var læst klukkan tíu að kvöldi. Og við spyrjum: Er afplánun á Hrauninu, betrun eða refsing?Lífið á Litla-Hrauni í 2. þætti Bresta, mánudagskvöldið 27. október kl. 20:35. Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.Leiðrétting 27. október: Í þessari frétt stóð upprunalega að þetta væri sennilega í fyrsta sinn sem sýnt væri frá Litla-Hrauni í sjónvarpi á þennan hátt. Bent hefur verið á að þetta er ekki rétt. Fréttaskýringaþátturinn Kompás fékk einnig að taka upp í fangelsinu árið 2006.
Brestir Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42
Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56
Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00