Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, er búinn að samþykkja tilboð frá FH, samkvæmt heimildum Vísis.
Finnur Orri, sem gaf það út í gær að hann ætlaði að yfirgefa uppeldisfélagið sitt, var einnig eftirsóttur af KR, en hann valdi að ganga í raðir Hafnafjarðarliðsins.
Þessi 23 ára gamli miðjumaður hefur verið fastamaður í liði Breiðabliks frá því 2008, en hann á að baki 163 leiki í deild og bikar fyrir Blika.
Íslenski boltinn