Facebook hugsanlegur áhrifavaldur á jólabókaútgáfuna Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2014 12:12 Egill Örn segir að hugsanlega sé markaði þeim sem byggir á forvitni um hagi annarra svalað eftir öðrum leiðum og því fækkar viðtalsbókunum. Fyrir liggur að veruleg fækkun er í útgáfu ævisagna og endurminninga fyrir þessi jólin. Ástæða þess gæti að einhverju leyti falist í því að fólk tjáir sig um sín mál á samskiptamiðlum og því eftirspurn eftir slíku minni en verið hefur.Markaðurinn ræður Bókatíðindi eru við að koma út en þar liggur landslagið fyrir hvað varðar útgáfu fyrir hið árlega jólabókaflóð. Morgunblaðið rýndi í tölurnar í morgun og kemst að því að veruleg fækkun er í flokki ævisagna og endurminninga, en í fyrra komu út 37 titlar í þeim flokki en aðeins 19 núna. Hvernig má þetta vera, Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda? „Á hverju ári sjáum við svo sem sveiflur innan hvers flokks um sig. Ég held að um ævisögur og endurminningar megi þó segja að þetta hafi verið þróun sem hafi verið í gangi um nokkra hríð. Hinar hefðbundnu viðtalsbækur sem voru svo vinsælar til gjafa fyrir um tíu til fimmtán árum eru á undanhaldi. En, í staðinn erum við að sjá vandaðar og íburðarmiklar ævisögur koma á markaðinn.“Er þetta tregða útgefenda við að gefa þetta út sem veldur eða er þetta þannig að minna berst af handritum og hugmyndum, sem snúa að þessari tegund bóka? „Ég held að við séum fyrst og fremst að svara kalli markaðsins í þessu. Markaðurinn hefur að einhverju leyti verið mettur af viðtalsbókum og endurminningarbókum. Mögulega erum við í niðursveiflu sem svo aftur kemur upp. Ég skal ekki segja. Ég held að við séum fyrst og fremst að svara áhuga markaðarins. Kannski er þessum áhuga mætt með öðrum leiðum í dag svo sem interneti og fleiru.“Facebook, þá væntanlega, fyrst og fremst? „Mögulega, ég skal ekki segja.“Kanónur og fleiri íslensk skáldverk Annað í þessu sem vekur athygli í þessu er veruleg fækkun á útgáfu þýddra skáldsagna. Egill sér það ekki sem neikvætt sé litið á stóru myndina: „Þarna erum við að sjá mjög áhugaverðan viðsnúning í Bókatíðindum frá síðasta ári. Íslenskum skáldsögum fjölgar verulega milli ára. Segja má að sú fækkun sem verður í flokki þýddra skáldsagna komi í formi nýrra íslenskra skáldsagna á þessu ári. Þannig sjáum við fjölgun, sýnist mér, 30 til 40 prósent á árinu í útgáfu nýrra íslenskra skáldsagna. Sem er afar ánægjulegt. Og margar kanónur með bækur í jólabókaflóðinu í ár.“ Jólafréttir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Fyrir liggur að veruleg fækkun er í útgáfu ævisagna og endurminninga fyrir þessi jólin. Ástæða þess gæti að einhverju leyti falist í því að fólk tjáir sig um sín mál á samskiptamiðlum og því eftirspurn eftir slíku minni en verið hefur.Markaðurinn ræður Bókatíðindi eru við að koma út en þar liggur landslagið fyrir hvað varðar útgáfu fyrir hið árlega jólabókaflóð. Morgunblaðið rýndi í tölurnar í morgun og kemst að því að veruleg fækkun er í flokki ævisagna og endurminninga, en í fyrra komu út 37 titlar í þeim flokki en aðeins 19 núna. Hvernig má þetta vera, Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda? „Á hverju ári sjáum við svo sem sveiflur innan hvers flokks um sig. Ég held að um ævisögur og endurminningar megi þó segja að þetta hafi verið þróun sem hafi verið í gangi um nokkra hríð. Hinar hefðbundnu viðtalsbækur sem voru svo vinsælar til gjafa fyrir um tíu til fimmtán árum eru á undanhaldi. En, í staðinn erum við að sjá vandaðar og íburðarmiklar ævisögur koma á markaðinn.“Er þetta tregða útgefenda við að gefa þetta út sem veldur eða er þetta þannig að minna berst af handritum og hugmyndum, sem snúa að þessari tegund bóka? „Ég held að við séum fyrst og fremst að svara kalli markaðsins í þessu. Markaðurinn hefur að einhverju leyti verið mettur af viðtalsbókum og endurminningarbókum. Mögulega erum við í niðursveiflu sem svo aftur kemur upp. Ég skal ekki segja. Ég held að við séum fyrst og fremst að svara áhuga markaðarins. Kannski er þessum áhuga mætt með öðrum leiðum í dag svo sem interneti og fleiru.“Facebook, þá væntanlega, fyrst og fremst? „Mögulega, ég skal ekki segja.“Kanónur og fleiri íslensk skáldverk Annað í þessu sem vekur athygli í þessu er veruleg fækkun á útgáfu þýddra skáldsagna. Egill sér það ekki sem neikvætt sé litið á stóru myndina: „Þarna erum við að sjá mjög áhugaverðan viðsnúning í Bókatíðindum frá síðasta ári. Íslenskum skáldsögum fjölgar verulega milli ára. Segja má að sú fækkun sem verður í flokki þýddra skáldsagna komi í formi nýrra íslenskra skáldsagna á þessu ári. Þannig sjáum við fjölgun, sýnist mér, 30 til 40 prósent á árinu í útgáfu nýrra íslenskra skáldsagna. Sem er afar ánægjulegt. Og margar kanónur með bækur í jólabókaflóðinu í ár.“
Jólafréttir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira