Vinna að skattlagningu gagnaflutninga Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2014 14:09 Vísir/Getty Yfirvöld í Ungverjalandi undirbúa nú skattlagning flutnings gagna á internetinu. Samkvæmt frumvarpi sem lagt var fram á þinginu þar í landi í gær, verður skatturinn 37 pens eða um 71,5 krónur á hvert gígabæt. Nokkrum klukkustundum eftir að frumvarpið varð opinbert höfðu hundrað þúsund manns skráð sig inn á Facebook síðu gegn frumvarpinu. Neytendur telja að fjarskiptafyrirtæki muni færa skattinn yfir á sig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Búið er að boða til mótmæla við efnahagsráðuneyti Ungverjalands á sunnudaginn. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Ungverjalandi lagt sérstaka skatta á fyrirtæki í orku- og bankageiranum. Auk þess hafa þeir einnig lagt skatta á fyrirtæki í fjarskiptageiranum. Mihaly Varga, efnahagsráðherra Ungverjalands, varði ætlanir stjórnvalda í gær og sagði fjarskiptatækni hafa breytt neyslumynstri fólks. Því þyrfti að breyta skattalöggjöfinni í samræmi við það. Hann sagði að skatturinn myndi afla ríkissjóði um 200 milljörðum forinta, eða um 100 milljörðum króna. Ráðgjafarfyrirtækið eNet segir þó að gagnaflutningar í fyrra hafi verið um 1.33 milljarðar gígabæta. Þó hafi umferðin aukist og því sé líklegt að skatturinn myndi skila meira en 200 milljörðum í ríkissjóð. Reuters segir tekjur allra fjarskiptafyrirtækja í Ungverjalandi sem halda út netþjónustu hafa verið einungis 164 milljarðar forinta í fyrra. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Yfirvöld í Ungverjalandi undirbúa nú skattlagning flutnings gagna á internetinu. Samkvæmt frumvarpi sem lagt var fram á þinginu þar í landi í gær, verður skatturinn 37 pens eða um 71,5 krónur á hvert gígabæt. Nokkrum klukkustundum eftir að frumvarpið varð opinbert höfðu hundrað þúsund manns skráð sig inn á Facebook síðu gegn frumvarpinu. Neytendur telja að fjarskiptafyrirtæki muni færa skattinn yfir á sig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Búið er að boða til mótmæla við efnahagsráðuneyti Ungverjalands á sunnudaginn. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Ungverjalandi lagt sérstaka skatta á fyrirtæki í orku- og bankageiranum. Auk þess hafa þeir einnig lagt skatta á fyrirtæki í fjarskiptageiranum. Mihaly Varga, efnahagsráðherra Ungverjalands, varði ætlanir stjórnvalda í gær og sagði fjarskiptatækni hafa breytt neyslumynstri fólks. Því þyrfti að breyta skattalöggjöfinni í samræmi við það. Hann sagði að skatturinn myndi afla ríkissjóði um 200 milljörðum forinta, eða um 100 milljörðum króna. Ráðgjafarfyrirtækið eNet segir þó að gagnaflutningar í fyrra hafi verið um 1.33 milljarðar gígabæta. Þó hafi umferðin aukist og því sé líklegt að skatturinn myndi skila meira en 200 milljörðum í ríkissjóð. Reuters segir tekjur allra fjarskiptafyrirtækja í Ungverjalandi sem halda út netþjónustu hafa verið einungis 164 milljarðar forinta í fyrra.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira